Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1985, Blaðsíða 65

Læknaneminn - 01.04.1985, Blaðsíða 65
antibiotica væru gefin profílaktískt Pre op. Þrátt fyrir aö hygenia virtist ekki upp á marga fiska og steril ítet oröiö tómt þá virtist sjúklingunum reiða ágætlega af, enda vex þetta fólk upp í skít og hefur því allt aðr- ar immunogen forsendur. Þessar þrjár vikur liöu fljótt og margt skemmtilegt skeöi. Erfiðast var Þó fyrir okkur að venjast hugs- anagangi Sikileyjinga en t.d. einn daginn er viö ætluðum að skipta peningum í einum af fjölmörgum bönkum þeirra þá vorum við beðnir að bíða í hálftíma meðan Qjaldkerinn væri að telja peninga. Var einhver að kvarta undan þjón- ustu í fslenskum bönkum? Júgó- slavnesku stelpurnar reyndu tvo daga í röð að fá peningum skipt en það var ekki hægt, en mætti ekki bjóða þeim út að borða í kvöld? Þar sem þær vildu ekki matinn var ekki hægt að skipta peningunum. Þó held ég að besta dæmið sé þegar við báðum starfs- fólkið á hótelinu að laga klósettið á LÆKNANEMINN '/1985 - 38. árg. herberginu en það lak, sem okkur þótti heldur óþægilegt. Reyndar lak vatnið úr því beint í sturtubotn- inn. Á 9. degi vorum við bæn- heyrðir og allt hótelstaffið storm- aði upp á háaloft og kíkti á klósett- ið. Þau komust að þeirri niður- stöðu að klósettið væri í lagi en tuban væri brutto (þ.e. skolskálin læki), en það væri mun alvarlegra mál enda var tuban notuð sem bjórkælir. Við svo búið fór staffið enda komið að niðurstöðu. Dag- inn eftir stökk ég niður og reifst á íslensku enda höfðum við í jafn- marga daga beðið um að fá her bergið ryksugað. En á parlament- inu var teppi og á því brauðleifar síðustu tíu daga auk fjölda maura. Maurabúið okkar, sem var til heimilis á klósettinu, var mjög hrif- ið af þessum brauðleifum. Við gerðum ýmsar vistfræðiathuganir á þessum maurum, t.d. ef kókglas var sett á borð fylltist það af maur- um á fáeinum mínútum. Á einum veggnum á klósettinu var rör og bak við það var heimili mauranna. Frá því að ruslatunnunni var óslit- in röð maura. Við reyndum á ýms- an hátt að útrýma þeim, s.s. að færa tunnuna, sprauta á þá rak- sápu á aðfærsluæðum en þeir fundu alltaf leiðina. Hvað um það, ég stökk niður og tók ryksuguna traustataki og við það má segja að senjora hafi froðufellt og var þó hress fyrir. Hún skipaði sínum manni að bera ryksuguna upp á kvist og ryksuga. Þetta gekk og hann kunni til verka en stundi þó þungan undan þessu þrælahaldi. Ryksugan fór út úr herbergi okkar og stóð enn á stigapallinum þegar við fórum frá Palermo 14 dögum seinna. En frá Palermo fórum við með trega því þó við hefðum ef til vill ekki lært mikið í fræðunum þá hafði sjóndeildarhringurinn víkkað og við reynslunni ríkari. Ég vil því að lokum hvetja alla sem geta til að fara sem skiptinemar á vegum F.L. því slík ferð er ógleymanleg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.