Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1985, Blaðsíða 60

Læknaneminn - 01.04.1985, Blaðsíða 60
Herra Eyþór ásamt verðandi kollegum. dyrum þessa ágæta húss og bauð studenti medicini velkomna. Eftir talsvert þóf var Ijóst að hann ætl- aði með okkur annað í bíl sínum, hvert var okkur ekki Ijóst. Eftir um 10. mín. ökuferð þá gægðist ég upp fyrir sætið og sá að Eyþór var nærri skriðinn ofan í bakpokann í framsætinu en tilefni hræðslu okk- ar var ökulagni Italans. Skömmu seinna komum við að húsi með gömlu skilti sem á stóð Hotel, vægast sagt hrörlegt. Við fórum inn (allt var skárra en ítalskur bíltúr) og stuttu síðar vorum við á leið upp á kvist eftir hröktandi stiga. Við fyrstu sýn virtist her- bergið nokkuð gott en þeir sem smíðuðu hótelið hafa sjálfsagt aldrei heyrt talað um 90 gráðu horn því herbergið var langt frá því að teljast rétthyrnt. Þó hafði það að geyma stóran fataskáp en uppá honum mátti geyma yfir 60 0,5 lítra bjórflöskur. Einhvern tíma höfðu þessir veggir verið hvítir en voru nú með torkennilegum gul- brúnum lit. Þó voru hvítar skellur að sjá víðs vegar og þá helst á hurðinni og í kringum spegilinn á baðinu. Uppruna þessara skreyt- inga var ekki erfitt að rekja því annar af tveimur starfsmönnum hótelsins hafði sýnishorn af máln- ingunni á öllum sínum klæðnaði hvort sem það voru skór eða buxur. Þessi ítalski þúsundþjala- smiður hafði greinilega verið sett- ur í að flikka upp á herbergið fyrir komu studenti medicini en mis- skilið málið og sett málningu á skítugustu blettina og afganginn á sjálfan sig. Herberginu fylgdi baðherbergi með sturtu en sá galli var á gjöf Njarðar að vatn var skammtað og aðeins haft á tvo tíma á dag og aldrei á sama tíma. Það kom því iðulega fyrir að við stóðum með sjampó í hárinu og hálft andlitið rakað. Seinna kom í Ijós að hóteleigandinn var að spara vatnið, inn fluttu þrjár Franskar stúlkur og meðan að þær bjuggu þarna var nóg vatn, bæði heitt og kalt. Hótelið var lítið, aðeins um 30 herbergi og einu gestirnir voru læknanemar. Það var rekið af eldri hjónum og syni þeirra, kerling stjórnaði öllu harðri hendi, utan húss sem innan, þar á meðal hundspotti er þau áttu. Karlinn sagði aldrei neitt, sat bar úti á svölum og dormaði. Það kom síðar í Ijós að þetta fólk (sem stal af okkur hádegismatnum) var sterk efnað. Þau áttu öll nærliggj- andi hús auk fjölda bíla og sumar- hús við ströndina aukinheldur sem karlinn var gömul kappakst- urshetja. í Palermo voru 20 skiptinemar, fimm Júgoslavar, fimm Pólverjar, þrír Tyrkir, einn Egypti, tveir ís- lendingar, tveir Tékkar auk ítala. Ekki hittum við ítalskan lækna- nema fyrr en tveimur dögum eftir komu okkar og þegar að því kom töluðu þeir að sjálfsögðu ekki ensku. Tyrki einn Emeni að nafni gerðist sjálfskipaður túlkur hóps- ins og fræddi okkur á því að einn ítalinn héti Chaisso sem þýddi hinn ruglaði en það reyndust orð að sönnu. Enn fremur skildist okk- ur að þeir væru mjög ánægðir að sjá okkur en þar sem nú væri fimmtudagur þá tæki því ekki að sýna okkur sjúkrahúsið fyrr en á mánudagsmorgunn, þ.e. sex dög- um eftir að við komum til Palermo. Þar sem Tyrkirnir voru búnir að grafa upp forláta baðströnd, auk þess sem sól var og 35 stiga hiti ákváðum við að taka þessu með jafnaðargeði og strunsuðum á ströndina. Það var reyndar allt annað en auðvelt því tuttugu mín- útur í sikileyskum strætisvagni eru lengi að líða. Einhverra hluta vegna stóðu allir aftast í vagnin- um og ekki komum við auga á neinn kassa til að borga í svo við hugsuðum sem svo að líklega hefur mafían frítt í strætó fyrir þrælana. En við óðum í villu og svima því stuttu seinna nam vagninn staðar og inn þustu big- letti controli. Árangurinn lét ekki á 58 LÆKNANEMINN Vms - 38. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.