Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1985, Blaðsíða 50

Læknaneminn - 01.04.1985, Blaðsíða 50
vegna þeirrar eðlilegu tilhneig- ingu starfsfólks að ætla að allir séu eins. Það sparar starfsfólki að setja sig inn í málin í raun og veru. Það er grundvallarlögmál í endurhæfingu að þjálfun er sniðin eftir ástandsgreiningunni en ekki eftir því hvað meðferðaraðilar á hverjum stað geta best kennt eða þjálfað. 4. Hvorki það að minnka sjúkdóms- einkenni eða lækna sjúkdóm leið- ir af sjálfu sér til bættrar hæfni. Árangri nær maður best með því að setja sérstök markmið sem skipta sjúkling nægjanlega miklu máli til að hann vilji keppa að þeim. Síðan þarf að kenna honum aðferðina til þess að ná markmið- unum. 5. Frelsi er afstætt hugtak. Um- hverfi sem hentar einum einstak- lingi er e.t.v. allt of þvingandi fyrir annan. Það er mikilvægt að setja aldrei óþarflega miklar hömlur í umhverfi fólks. Reglur og takmarkanir á frelsi geta þó verið sumum sjúklingum nauð- synlegt öryggi. 6. Að vera háður öðrum getur stund- um gefið aukinn árangur eða aukna fæmi. í endurhæfingu er orðið „dependency" (það að vera öðrum háður) alls ekki ljótt orð. Til dæmis þarf lamaður maður oft heimilishjálp, en það að þiggja hjálp getur gert honum kleift að vinna fullt starf og vera fjárhags- lega sjálfstæður. 7. Vonin er afgerandi þáttur í endur- hæfingu. Eitt af því sem þarf að byrja á að byggja upp hjá sjúkl- ingnum er von. Von er það að vænta jákvæðrar breytingar og hún þarf að miðast við raunveru- lega möguleika. Ekki má ýta und- ir óraunhæfar vonir. Til að hjálpa sjúklingi að byggja upp von þarf leiðbeinandi hans oft að virða og viðurkenna mikið vonleysi í byrjun. Áframhaldandi vonleysi minnkar mjög möguleika í endur- hæfingu. Dæmi um sjúkling í endur- hæfingu Tuttugu og sex ára karlmaður sem ólst upp við óstöðugleika og óöryggi í bemsku og æsku. Hann var fyrst innlagður á geðsjúkrahús 16 ára vegna schizophren einkenna af para- noid gerð. Dvaldi á stofnunum að mestu næstu ár og náði loks þeirri starfsþjálfun að hann gat flutt heim til fjölskyldunnar og unnið hálft starf, lítillega vemdað. Hjá fjöl- skyldunni naut hann verulegrar vemdar, t.d. annaðist móðir hans þjónustu og fæði að mestu. Hæfni hans a.ö.l. mátti lýsa svo að hann átti fáeina vini en kunni lítið að skemmta sér annað en að fara í bíó. Árlega þurfti hann að leggjast inn á geð- sjúkrahús um nokkurra mánaða skeið. Fyrir átta mánuðum var hann lagð- ur inn á móttökudeild vegna aukinna sjúkdómseinkenna sem komu í kjöl- far þess að sjúklingur vildi verða sjálfstæðari en áður og óháðari fjöl- skyldu sinni. Dvaldi í fimm mánuði á móttökudeild, verulega ruglaður. Síðustu þrjá mánuðina hefur hann dvalið á endurhæfingardeild. Markmið hans í endurhæfingu var í byrjun að þjálfa upp vinnugetu á ný og flytjast aftur til fjölskyldu sinnar. Á einum af mörgum fjölskyldufund- um ákvað hann loks að betra væri að flytjast á áfangastað. Hann vonast til að geta í framhaldi af dvöl þar búið í sambýli með öðru ungu fólki. Á endurhæfingardeildinni hefur sjálfstæði hans aukist. Hann kann nú að annast herbergi sitt sem hann ekki kunni áður. Vinnugeta er sívaxandi. Framkoma er betri og fullorðins- legri. Hann á eftir að læra að matbúa og kaupa inn, hvorttveggja þarf að kunna á væntanlegum áfangastað. Raunverulegur og sýnilegur möguleiki að búa í sambýli með öðru fólki auðveldaði honum að taka þá ákvörðun að skiljast frá fjölskyldu sinni. Þess má vænta að þroski hans aukist við að búa sjálfstætt og við ör- yggi. Þess má einnig vænta að minni líkur verði á tilfinningalegum árekstrum við fjölskylduna hér eftir. Líklegt má telja að það taki Vi-1 ár að komast í örugga höfn í sambýli. Takist honum vel að búa þar og geti hann fundið starf við hæfi má telja tryggt að geðsjúkdómstímabiium fækki í framtíðinni. Lokaorð Síðari ár hafa heilbrigðisstarfsmenn hér sem erlendis reynt að hverfa frá því fyrirkomulagi sem áður var algengt að sjúklingar dveldu lang- dvölum á sjúkrahúsum. Þótt slík stefna sé vel meint fylgja fram- kvæmd hennar erfiðleikar og gallar sem vonandi reynast tímabundnir. Einn er sá að myndast hefur hópur „síkomusjúklinga" sem þrífast ekki í samfélaginu eftir útskrift af sjúkra- deildum, vantar til þess aðstöðu, hæfni, eða aðstöðu sem miðast við hæfni. Þeim versnar því aftur og þeir leita aftur og aftur inn á sjúkrahúsin eða lenda þar án þess að vilja það sjálfir. í mörgum tilfellum getur sjúkradeildin orðið þeirra eina raun- verulega heimili en vistin fyrir utan stofnun reynist þeim óöryggi eða ein- angrun. Hér er um að ræða þríþætt fyrirbæri sem er félagslegt ekki síður en sjúklegt eða læknisfræðilegt. Skapast það af samspili sjúklings, stofnunar og samfélagsins í heild. í ensku máli er til einföldunar stundum talað um „revolving door patient“. íslensk þýðing gæti verið „rúllu- hurðasjúklingur". Það orð er vonandi of ljótt til að festast í íslensku máli. 48 LÆKNANEMINN Vms - 38. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.