Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1985, Blaðsíða 41

Læknaneminn - 01.04.1985, Blaðsíða 41
Um speglun á vélinda, og skeifugörn Tómas Á. Jónasson Inngangur Undirritaður samdi grein fyrir Læknanemann árið 1969 er kallaðist „Um magaspeglun og magaljós- myndun“(l) Var lýst nýrri rann- sóknaraðferð en tæki til magaljós- myndunar var tekið í notkun hér á landi 1966 og trefjaglersáhald til magaspeglunar ári síðar. í greininni var nokkuð vikið að upphafi maga- speglana og verður það ekki endurtek- ið hér. Endurbætur tækja og aðferða hafa orðið til þess að notkun þessarar rannsóknaraðferðar hefir færst mjög í aukana og er mér ljúft að verða við osk ritstjóra að gera nokkra grein fyr- ir þessari þróun, framkvæmd rann- sóknar og helstu ábendingum. Fyrsta trefjaglersáhaldið til maga- speglana sem notað var hér á landi var í eigu Krabbameinsfélags íslands en var notað á öllum spítölunum í Reykjavík í nokkur ár. í þessu tæki var ljósmyndavél komið fyrir í neðri enda slöngunnar en frá þessu var horfið og ljósmyndavél sett á milli auga og augnglers þegar taka þurfti myndir. Jafnframt var gert mögulegt að þræða töng gegnum tækið til sýni- töku. Smám saman hafa orðið miklar breytingar á gerð tækjanna sem miða að því að gera þau liprari og mjórri en jafnframt hafa myndgæðin aukist. Fyrstu tækin höfðu hliðarglugga svo ekki var unnt að sjá vélindað né held- ur voru þau nægilega mjó til að kom- ast í gegnum pylorus. Flest tæki til magaspeglunar sem nú eru í notkun horfa annað hvort beint eða nær beint fram og með þeim má skoða vélinda, LÆKNANEMINN '/1985 - 38. árg. maga og skeifugöm í sömu rannsókn og má nær ávallt skoða til fullnustu þessa hluta meltingarfæranna. Með þeim fjölbreytta tækjakosti sem nú er völ á, má auk þess spegla allan ristil- inn og jafnvel hluta mjógimis. Jafn- framt hafa batnað möguleikar til töku sýna fyrir frumu- og vefjarannsókn en einnig til ýmiss konar aðgerða. Má þar nefna snörun slímhúðarsepa, þræðingu gall- og brisganga til sýni- töku og inndælingar skuggaefnis við röntgenskoðun, útvíkkun og skurð á sphincter Oddi og losun steina úr gallgangi. Enn má nefna útvíkkun á þrengslum í vélinda, pyloms eða gallgöngum og ísetningu plastpípa til að halda opnum óskurðtækum þrengslum. Stöðva má blæðingu frá æðagúl í vélinda og fella hann saman með endurteknum inndælingum (Sclerotherapia). Ennfremur er mögulegt að stöðva blæðingar með rafbrennslu, hita eða laser jafnvel gera skurðaðgerð með laser. I grein þessari mun ég ræða ein- göngu um speglun á vélinda, maga og skeifugörn en láta öðrum eftir að greina frá öðrum þáttum endoscopi- unnar. Á töflu 1 má sjá að fjöldi maga- speglana í Reykjavík er stöðugt að aukast og að röntgenskoðunum fer heldur fækkandi. í þessum tölum fel- ast eingöngu speglanir framkvæmdar á þremur sjúkrahúsum í Reykjavík (bæði inniliggjandi og utanspítala- sjúklingar) og af þeim verður ekki ráðið um sjúklingatjölda. Flestir maga þessir sjúklingar eru væntanlega frá Reykjavík og nágrenni en einhverjir lengra að komnir. Utan Reykjavíkur eru nú framkvæmdar magaspeglanir á a.m.k. sjö stöðum en flestar þeirra á Akureyri. Þessari starfsemi fylgir óhjá- kvæmilega ærinn kostnaður. Hús- næði þarf að vera sæmilega rúmgott og innrétting sérhönnuð. Nauðsyn- legt er að hafa tiltæk áhöld af mis- munandi gerðum, en kaupverð þeirra er hátt og þau jafnframt viðkvæm og þarfnast alloft dýrra viðgerða sem framkvæma verður utanlands. Þörf er á vel þjálfuðu starfsfólki til að- stoðar við sjálfa skoðunina, til eftir- lits með sjúklingum og til hreinsunar og varðveislu þessara verðmætu tækja. Vanda þarf til skráningar og geymslu á upplýsingum um sjúk- linga, niðurstöður skoðana, ljós- myndasafns o. fl. Það er því erfitt fyr- ir einstaka lækna að standa undir kostnaði við þessa rannsóknarstarf- semi. Hverjir gera magaspeglan- ir? Magaspeglanir eru nær eingöngu gerðar af sérfræðingum í meltingar- sjúkdómum og skurðlæknum sem fást við meðltingarsjúkdóma. Hefð er fyrir því að hálslæknar spegli vé- linda og stundum gera brjósthols- skurðlæknar það einnig. Aðalatriðið er að enginn á að fást við magaspegl- un á eigin spýtur nema hafa áður 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.