Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1985, Blaðsíða 17

Læknaneminn - 01.04.1985, Blaðsíða 17
Eðlilegt fremra krossband í liðspeglun. lýsingar. Kemur þar margt til. Hnéð er sá liður í manninum sem oftast er utsettur fyrir áverkum þar sem lið- speglunin gefur ómetanlegar upplýs- ingar. Auk þess er hnéð tiltölulega víður liður þannig að auðvelt er að fá góða yfirsýn. Liðspeglun er öruggasta greining- araðgerðin á fjölmörgum sjúkdóm- um og áverkum á liðbrjóski, liðþóf- um og liðböndum í hné. Rannsóknir hafa sýnt að liðspeglun er mun ör- uggari greiningaraðferð en röntgen- rannsókn með skuggaefni (arthro- grafi) og almenn skoðun (6,9,18). Rétt greining fæst í 95-98% tilvika. Með liðspeglun er hægt að sjá útlit liðbrjósks, t.d. byrjandi slitbreyting- ar, útlit liðpoka, t.d. bólubreytingar, rof á liðböndum og rof eða breyting- aráliðþófum (20). Liðspeglun á hné er gerð til þess að fá sjúkdómsgreiningu sem ná- kvæmasta þannig að meðferð verði hnitmiðuð. Liðspeglun kemur ekki í staðinn fyrir almenna skoðun og röntgenmyndatöku, en er mikilvægt hjálpartæki til nákvæmrar sjúkdóms- greiningar ásamt fyrmefndum atrið- um. Venjulegast er liðspeglinum stungið inn í liðinn framan frá í gegn- um ligam.patellae ca. 1.5 cm. fyrir ofan sköflung. Velja má aðra staði til að stinga liðspeglinum inn, t.d. innanvert eða utanvert við ligam. patellae eða ofan LÆKNANEMINN '/1985 - 38. árg. frá til að bæta yfirsýn yfir liðinn (4, 11, 12, 13). Um leið og liðspeglun er fram- kvæmd er oft gert stöðugleikapróf til að kanna liðbandaáverka (17). Kanna má hvemig fremra og aftara krossband strekkjast meðan stöðug- leikaprófið er framkvæmt með því að horfa samtímis á þau í liðspeglinum. Á öllum stigum er hægt að nota lítinn krók eða haka til að spenna eða hreyfa krossbönd eða liðþófa og kanna þar með rifur í krossböndum og liðþófum (20). Með því að beygja eða rétta hnéð og snúa fætinum inn á við eða út á við má fá fram mismunandi stöðu á liðþófum og liðböndum og bæta þannig yfirsýn og sjá rifur sem ann- ars gætu leynst. Helstu ábendingar fyrir liðspeglun á hné em: 1. Blœðing í hné eftir áverka. Um það bil 50-70% sjúklinga með blóði fylltan hnélið eftir snúnings- áverka hafa áverka á fremra kross- bandi. Aðeins helmingur þessarra krossbandsrifa greinast við stöðug- leikaprófun í svæfingu (16, 17). Auk áverka á krossbönd sjást oft um leið rifur á liðþófum, brjósk- áverkar og blæðing eða rifa á lið- poka. 2. Grunur um liðþófarifu. Liðspeglun er nákvæmasta rann- sóknin til greiningar á liðþófarifum. Liðspeglun er mun nákvæmari en röntgenrannsókn með skuggaefni (6, 7,9, 18). 3. Liðmús. Með liðspeglun er unnt að staðsetja jafnvel minnstu liðmýs. 4. Brjóskskemmdir á hnéskel. Venjulega er greining á chondromal- acia patellae byggð á sögu og ein- kennum sjúklinga. í ljós hefur komið að greiningin er óömgg og aðrir sjúkdómar gefa mjög oft svipuð einkenni. Þessa greiningu er því ekki hægt að gera nema að undangenginni lið- speglun (4). Hægt er að gera sér grein fyrir útbreiðslu og dýpt brjósk- skemmdanna og jafnframt athuga legu og hreyfingu hnéskeljar. 5. Liðpokabólga. Helsta ástæða til að framkvæma lið- speglun í bráðum eða langvinnum liðpokabólgum (synovitis) er að komast að undirliggjandi ástæðum svo sem rifinn liðþófi, gamall kross- bandaáverki og brjóskáverki. Taka má sýni í vefjarannsókn ef engin sér- stök ástæða fmnst fyrir liðpoka- bólgu. 6. Eftir aðgerð. Mat á brjóskflötum fyrir og eftir háa fleygun á sköflungi vegna slitgigtar á hné. Mat á ástandi krossbanda eftir krossbandaaðgerðir. Liðspeglun á hné er nákvæm greiningaraðgerð á ýmis konar sjúk- dómum og áverkum á hné (8, 13). Hún gefur möguleika á meðferð sem er viðaminni og einfaldari en fyrri aðferðir. Bati verður því fljótari og óþægindi minni. Fylgikvillar eru Eðlilegt fremra krossband og condylus fem. med. í liðspeglun. 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.