Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1985, Blaðsíða 27

Læknaneminn - 01.04.1985, Blaðsíða 27
tæk bólusetning losaði menn því ekki eingöngu við sýkinguna heldur minnkaði tíðni lifrarkrabba líka. Delta antigen tengdur hep- atitis B Delta sýkillinn er víruslíkt fyrirbæri, um 35-37 nm í þvermál, sem líkist stóru HBsAg. Yst er reyndar hjúpur úr HBsAg. Þar innanvið er delta an- tigenið og í því lítið RNA mólikúl. (Mynd 7) Álitið er að þessi delta sýkill sé ófullkominn vírus sem þarfnist HBV myndunar til að geta tjölgað sér, enda er hann alltaf tengdur HB. Hann er líklega dreifður um allan heim en vitað er að hann er landlæg- ur á Suður-Ítalíu. Vitað er að smitleið er utan garnar; með blóði og efnum unnum úr því en aðrar leiðir gætu verið til staðar. Tekist hefur að sýkja simpansa en annars er maðurinn eini þekkti hýsill- inn. Delta antigen tengdur hepatitis er að jafnaði alvarlegri en HB og veldur frekar krónískri mynd. Venjulega dregur úr myndun HB V-hluta og get- ur hún minnkað svo að þeir verða ógreinanlegir. Prófanir fyrir delta antigeninu byggja á sömu forsendum og fyrir HBcAg. Finnst það í sermi seint á meðgöngutíma sjúkdómsins og snemma í bráðafasa sýkingarinnar. Myndun anti-delta er svipuð og myndun anti-HBcAg. Ónæmi skap- ast fyrir sýklinum og er talið vera fyrir áhrif mótefna gegn yfirborðsan- tigenum. LÆKNANEMINN 1/1985 - 38. árg. Hepatitis non-A, non-B (HNANB) Þetta heiti er notað yfir hepatitis af völdum vírusa, sem eru óskyldir HAV og HBV serologiskt. Kannanir hafa sýnt að í þróuðum löndum nemur þessi gerð allt að 20% af viral hepatitis og líklega finnst hún um allan heim. Smitleiðir eru bæði um gamir og utan og er talið að um mismunandi vírusa sé að ræða fyrir hvora leið. Ekki hefur þó enn tekist að flokka þá nánar. Sumir hafa lýst 22-27 nm stóru fyrirbæri í sambandi við tilfelli af HNANB. Aðrir HBV líkri ögn í öðrum. Engin serologisk próf hafa samt fundist sem einkennandi eru fyrir þessar sýkingar. Tekist hefur að sýkja apa með sermi úr HNANB sjúklingum. Sjúkdómurinn (- amir) er venju- lega eitthvað mildari en HB en krón- iskt form er þekkt og í þeim tilvikum sýna vefjasneiðar úr lifur merki um virka sýkingu. Lifradrep er minna en í HB og færri tilfelli leiða til skorpu- lifrar. Frumulytiskar skemmdir með lítlli bólgufrumuígerð eru einkenn- andi í lifrarsýnum. Króniska formið fjarar hraðar út en við HB. í hlutum Asíu hefur verið lýst far- öldrum af smitandi hepatitis sem er líkur HA. Þetta er bráð sýking, al- gengust meðal ungs fólks, með með- göngutíma 30-40 daga. Talið er að hann berist með saurmenguðu vatni og mat. í einu tilfelli tókst að sýna fram á ca. 27 nm stórar agnir, svip- aðar vírus, í saur sjúklings í bráða- fasa. í sermi sjúklingsins í batafasa og annarra sjúklinga með þennan sjúkdóm hlupu þessi fyrirbæri í kekki (aggregation). Verið getur að hér sé um að ræða annan stofn af HAV en frekari upp- lýsingar eru nauðsynlegar til að hægt sé að draga þennan vírus í dilk. Aðrir vírusar en þeir sem hér er fjall- að um geta valdið hepatitis. Ekki verða þeir tíundaðir nú en nefna má Herpes fjölskylduna, rauða hunda (meðfædda), gulusóttar (yellow fever) vírusana o.fl. Oft er um að ræða sjúkdóm sem gerir vart við sig víða í líkamanum og breytingar í lifr- arstarfsemi einn þátt hans. í grein þessari hef ég reynt að gera grein fyrir gerð og eðli hinna eins- töku vírusa sem valda hepatitis í sem allra stystu máli. Einnig tekið fyrir það sem nú er efst á baugi í sambandi við serologiska aðgreiningu þeirra og varnir gegn þeim. Minna hefur verið talað um einkenni, vefjamein og framvindu sjúkdómanna sjálfra enda aðgengilegt í flestum kennslubókum. Víða um heim eru í gangi miklar rannsóknir á þessum vírusum og því má vænta að þekking manna á þeim aukist mikið í nánustu framtíð. Að lokum vil ég þakka Margréti Guðnadóttur góð ráð og ábendingar. 1. H. Briem, O. Weiland, I. Friðriksson, R. Berg. Prevalence of antibody to hepatitis A in Iceland in relation to age, sex and number of notified cases of hepatitis. Am J Epidemol 1982; 116:451-5. H. Briem. Erindi flutt á 6. þ.ingi Félags íslenskra lyflækna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.