Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1985, Blaðsíða 15

Læknaneminn - 01.04.1985, Blaðsíða 15
Liðspeglun Jón Karlsson, læknir og Ragnar Jónsson, læknir Inngangur Liðspeglun (arthroscopi) var fyrst gerð svo vitað sé í Japan árið 1918 af lækni að nafni Takagi. Hann gerði tilraunir með speglun á hnjám í líkum. Til þessa notaði hann blöðru- spegil (cystoscop). Tækið var hins vegar of gróft til að hægt væri að nota það á sjúklingum. Árið 1931 tókst honum að hanna sérstakan liðspegil (arthroscop) 3.5 mm. breiðan og niðurstöður sínar birti hann árið 1933. (8.10). Fyrstur til að greina skriflega frá niðurstöðum sínum (Zentralblatt fúr chirurgie) var hins vegar svissneskur skurðlæknir að nafni Eugen Bircher (2). Hann gerði einnig tilraun til að spegla hnéliði á líkum og notaði til þess tæki er notað var við kviðarhols- speglanir (laparoscop). Árið 1921 greindi hann frá reynslu sinni við speglun á hnjáliðum lifandi fólks. Mestar framfarir í liðspeglun voru upphaflega í Japan en eftir 1955 breiðist aðferðin, einkum fyrir til- stilli Robert Jackson (4), út til Kanada og Bandaríkjanna og þaðan síðan til Evrópu. Þróunin var í fyrstu tiltölulega hæg, en eftir 1970 hefur liðspeglun orðið æ algengari og er í dag talin ómissandi þáttur við grein- ingu og meðferð á sjúkdómum og áverkum á liðum, einkum hnjám. Tæknilega þróunin hefur orðið ör °g í dag eru á markaði allrnargar teg- undir liðspegla þó eru flestir af svip- aðri gerð. Mestu tæknilegu framfar- irnar urðu upp úr 1960 með tilkomu nýs linsukerfis og síðar með sveigj- anlegum (fiber-optic) ljósbera. Hin síðustu ár hafa síðan komið fram fjölmörg tæki sem gera mögu- legar aðgerðir gegnum liðspegilinn eða til hliðar við hann. Liðspeglun var fyrst gerð á íslandi árið 1980 á slysadeild Borgarspítal- ans. Aðferðin hefur reynst vel og er notuð í vaxandi mæli. Grein þessi er skrifuð til kynningar á liðspeglun. Tækjabúnaður Algengast er að nota 5.0 mm. lið- spegil (8) sem stungið er inn í hnélið- inn að framanverðu. Á þann hátt má fá góða yfirsýn yfir allan liðinn. Að auki má stinga liðspeglinum inn á fleiri stöðum til að bæta yfirsýn yfir liðinn. Liðspegilinn er settur saman af kíki með flóknu linsukerfi og ytri hulsu þar sem tengt er við aðrennsli og frárennsli vökva (sjá mynd 1, tækjabúnaður). í kíkinum er röð af linsum fyrir mismunandi sjónarhom. Venjulegast er að nota 30° og 70° sjónarhorn en fleiri möguleikar eru fyrir hendi svo sem 0° og 120° sjónarhom. Með 30° sjónarhorninu má fá yfirsýn yfir mestan hluta af liðnum. En með 70° sjónarhominu má fá betri yfirsýn yfir aftari hluta liðarins svo sem bakhom innri liðþófa og aftara krossband. Liðurinn er þaninn út með vökva eða lofti til að bæta yfirsýn, venju- lega um grófa plastnál sem sett er inn í recessus suprapatellaris. Algengara er að nota vökva, yfirleitt dauð- hreinsað 0.9% saltvatn. Auk þess er vökvinn notaður til að skola liðinn sé um blæðingu að ræða eftir áverka, LÆKNANEMINN '/1985 - 38. árg. 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.