Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1985, Blaðsíða 21

Læknaneminn - 01.04.1985, Blaðsíða 21
Viral hepatitis - virusbólgur í lifur Ólafur Skúli Indriðason, læknanemi Grein þessi er að mestu unnin upp úr grein F. Deinhardt og I. D. Gust - Viral hepatitis - sem birtist í Bulletin of the World Health Organisation 60 (5) (1982). Einnig er stuðst við kennslubækurnar Medical Virology (F.J. Fenner og D.O. White, 1976) og review of Medical Microbiology (E. Jawets, J.L. Melnick og E.A. Adelberg, 1984 (Lange)) og fróð- leiksmola úr tímum hjá Margréti Guðnadóttur. Sé litið á orsakir má greina milli þriggja gerða af viral hepatitis: - Hepatitis A (HA) sem Hepatitis A vírusinn veldur - Hepatitis B (HB) - sem Hepatitis B vírusinn veldur - Hepatitis non-A:non-B (HNANB) - en ekki hefur tekist enn að ein- angra þann - eða þá vírusa sem honum valda. Margt er líkt með þessum sýking- um. Fyrirboðar eru ósértækir; hiti, höfuðverkur, máttleysi og verkir. Síðar minnkuð matarlyst, velgja og verkir í efri hluta kviðar og svo skömmu síðar dökkt þvag, ljósar hægðir og gula. í HB og HNANB geta þessi foreinkenni varað lengur og verið óljósari en í HA. Þess ber þó að geta að í öllum gerðum er töluvert um einkennalausar (subklinisk- ar)sýkingar og jafnframt að gula kemur ekki fram í öllum tilvikum. Sjúklingar hafa þá oft almenn ein- kenni um vírussýkingu, viðkvæma LÆKNANEMINN Vms - 38. árg. og/eða stækkaða lifur, brengluð lifr- arpróf og óeðlileg lifrarsýni. Sé gula tii staðar eykst hún með hækkandi serum-bilirubini. í þvagi finnast þá urobilinogen og bilirubin. Af ensímhækkunum má nefna mikla hækkun á transaminösum. Alkalisk- ur fosfatasi, 5’ nukleotidasi og conjugerað bilirubin eru líka mjög hækkuð í sermi ef gallstasi er áber- andi. Greining þessara sjúkdóma bygg- ist á sögu sjúklings og prófun á lifrar- starfsemi. Einnig sérhæfðum serol- ogiskum prófum, þ.e. prófum fyrir antigenum (mótefnavökum) vírus- anna og mótefnum gegn þeim í sermi. Fyrir HNANB eru ekki til serologisk próf en hann er greindur með því að útiloka hina vírusana svo og aðrar lifrarbólgur. í viral hepatitis og þá e.t.v. sér- staklega HNANB kemur á tíðum fram ýmis brenglun á serologiskum þáttum, m.a. pósitifur rheumatoid factor, ýmis autoantibodies og im- muncomplexar af óræðum uppruna. Vírusar þessir herja eingöngu á menn, að því best er vitað. Fleiri prí- matar taka þó sýkinguna og hafa ver- ið notaðir í tilraunaskyni. Hefur það orðið til mikillar hjálpar við að skilja gang sýkinganna og sjúklegar breyt- ingar sem vírusarnir valda í lifur. Svo er það og ómetanleg hjálp við tilraunir með bóluefni, notkun mót- efna og aðra meðferðarþætti. Útbreiðsla er um allan heim. Segja má að það sé regla að tíðni sé því lægri sem hreinlæti er meira og mannþrengsli minni. Hepatitis A vírusinn (HAV) HAV tilheyrir enterovírusum og þar- með picornaviridae fjölskyldunni. Genmengið er einn bútur af einþátta RNA. Próteinhjúpur er utan um það, gerður úr 32 kapsomerum sem mynda kúbiska symmetríu og er um 27 nm í þvermál. Fleiri en einn stofn gætu verið til. (Mynd 1). Genmengið skráir fyrir fjórum mismunandi polypeptiðum sem mynda próteinhjúipinn. Vírusinn er lífseigur og getur hafst lengi við í umhverfi; vatnsbólum, mat og víðar. Hita þolir hann tiltölu- lega vel en suða í 5 mínútur gerir útaf við hann. Formalín drepur hann og reyndar klórín líka en hafa verður í huga að það binst lífrænum efnum, svo áhrif þess dvína sé mikið af þeim til staðar. Rafeindasmásjármynd af HBV og teikningar af líklegri gerð hans. 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.