Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1985, Blaðsíða 63

Læknaneminn - 01.04.1985, Blaðsíða 63
klæðum með hálfan gullforða landsins framan á loðnu brjóstinu. Hann hafði greinilega ekki þörf fyrir að prýða ásjónu sína með naska eða hafa dulu á hausnum. Hvað um það, hann sauð og hreinsaði áhöld af miklum móð aftir því sem hann fann í draslinu. Ur þessu herbergi var innangengt en engin hurð, enda bara skurð- stofa í næsta herbergi og þar inni ftalir að skera. Við frusum í gætt- 'nr|i, íklædd stuttbuxum og sand- ölum. Læknirinn sem fylgdi okkur hóf þegar viðræður við chirurga °9 virtust þeir hinir ánægðustu r^eð heimsóknina, enda ekki aema fimm manns í stuttbuxum á miðju gólfi hjá þeim í miðri aðgerð. Við fimmmenningarnir hófum þegar umræður um við- brögð chirurga, hvort þeir myndu henda í okkur hnífum eða öskra en hvorugt gerðist. Nú fór fjölg- andi á stofunni, fleiri lækna bar þar að og voru allir í hrókasam- ræðum. Seinna sáum við að skurðstofan virtist einhverra hluta vegna vera aðalsamkomustaður allra á clinicinni án tillits til hvort aðgerð var í gangi eða ekki. Stof- an leit út sem skurðstofur almennt, en þó þótti okkur við hæfi að hafa hurðir í gættum þar sem hægt væri að koma því við. Tveir aðrir inngangar voru í stof- una, annar fyrir sjúklinga en hinn fyrir starfsfólk, þar inni af var her- bergi sem í var ískápur með hengilás auk fleiri hundruð pakka af saumagarni. Þarna inni hófum við leit að þvottaaðstöðu en hún mun vera til staðar á stöðum sem þessum. Þá vakti athygli okkar hvítur postulínsvaskur samskon- ar þeim sem brúkaðir eru á sal- ernum, og viti menn, hjá vaskinum var opið inn á klósett. Undir vasknum var forláta grænn dúkur °9 í honum tveir burstar auk hi- biscrub brúsa. Þarna var þvotta- aðstaðan fundin. Við þennan vask þvoði allt teymið sér allan morg- uninn. Hvað græna lakið átti að fyrirstilla fengum við aldrei að vita en þeir virtust álíta allt grænt sterilt, þ.e. allt er vænt sem vel er grænt. Einhverra hluta vegna þótti fólki ekki við hæfi að við spásser- uðum um á stuttbuxum og því voru okkur fengir grænir kyrtlar og stígvél úr undarlegum þappír. Eitthvað var okkur stirt um hreyf- ingar í þessu enda uppaldir við að hlutir eru ekki sterílir eftir að hafa „óhreinkast" en chirurgar virtust sannfærðir um að allt væri sterílt þar til þeir ákvæðu annað. And- rúmsloftið varð þá fyrst skrýtið er við hugðumst setja upp skuplur þær sem þarna voru til boða og voru af þeirri gerð er orthopedar gjarnan nota. Ég ætlaði sem sé að setja skupluna upp eins og lög gera ráð fyrir þ.e. hylja hárið og binda undir höku. Þá hljóp til kven- læknir einn og tilkynnti að þetta væri bæði brutto og þuko, þ.e. hallærislegt og setti á mig skupl- una svo fegurðarskyni þeirra væri ekki misboðið. Þeir tóku upp eitt stór sett af verkfærum á morgn- ana og notuðu svo af því allan daginn. Síðan var þorðinu með verkfærunum ýtt út í horn með grænum klút yfir milli aðgerða. Engar skurðstofuhjúkkur voru heldur, aðeins aðstoðarlæknar í starfsþjálfun og voru einir fimm í teimiu. Einn daginn mættum við og voru ítalir að skera ungan mann og bjuggust til að taka úr honum sull neðarlega úr lobus dexter lifrar. Við bjuggumst við litlum nettum skurð, en ekki aldeilis, maðurinn var skorinn frá process- us xiphoideus sterni að hrygg eða með öðrum orðum í tvennt. Chir- urgar virtust hafa gott handbragð Sullur unga ítalans. og vera handfljótir en þó fannst okkur óþarfi að skera á æðar og brenna þær svo en þeir brenna nær allar æðar. Þegar sullinum var náð tóku þeir botnlangann enda hægt um vik því skurðurinn stór. Nú var pása og héldum við að nú kæmu ítalskar sóknarkonur til hreingerninga en það reyndist pjatt því stofan var hvorki þrifin né skipt um lök á borðinu enda sjálf- sagt óþarfi. Chirurgar voru ánægðir með feng sinn og struns- uðu með sullinn inn á sterila her- bergið, lögðu á lag og mynduðu og við líka. Síðan kölluðu þeir á professori sem staðfesti góðfús- lega að þetta væri sullur og síðan fór hann að reyna ná frímerkjum út úr Tyrknesku stelpunni enda var hann mikill frímerkjasafnari. Næsta aðgerð var mammabí- opsía á konu yfir sextugsaldri með frystiskurði en meðan náð var í konuna fengu chirurgar sér expresso kaffi sem þeir helltu upp á úti í horni og fengu sér að reykja. Við það fengum við um- ræðuefni fyrir næsta árið. Nú var sjúklingnum rúllað inn og öll henn- ar fjölskylda með. Ekki var hún lögð á skurðarborðið strax því nú LÆKNANEMINN */i985 - 38. árg. 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.