Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1985, Blaðsíða 11

Læknaneminn - 01.04.1985, Blaðsíða 11
Alnæmisforstig Þá eru ekki til staðar ákveðin ein- kenni um alnæmi (þ.e. Kaposi sarc- oma eða tækifærissýkingar). Engin einkenni eru í sjálfu sér afgerandi sem forstigseinkenni, en ef 2 eða fleiri af eftirfarandi einkennum eru til staðar þá ættu að vakna grunsemdir:6 - langvarandi almennar eitlastækk- anir - hiti af óþekktum orsökum - þreyta, slen og slappleiki - nætursviti - lystarleysi - langvarandi niðurgangur eða þyngdartap - króniskur hósti - ýmsar blóðbreytingar s.s. blóð- flögufæð, lymfocytopenia eða anæmia. - þruska í munnholi Flest eru þessi einkenni almenn og algeng viðfangsefni í daglegu starfi margra lækna. Sérstaklega þurfa menn að vera á varðbergi fyrir þessum einkennum ef einstaklingur- inn tilheyrir ákveðnum áhættuhópi, þótt þess sé e.t.v. skammt að bíða að hætt verði að tala um ákveðna áhættuhópa fyrir alnæmi. Sjúkdómsmyndin alnæmi Einkennin samanstanda af ákveðnum æxlisvexti og/eða tækifærissýking- um. Til viðbótar sjást oft mörg þeirra einkenna, sem lýst var í forstigsein- kennum alnæmis. Kaposi Sarcoma (K.S.) Enn er ekki ljóst hvort K.S. stafar beint af HTLV-III sýkingunni eða af öðrum utanaðkomandi þáttum í kjöl- far ónæmisbilunar.6 K.S. hefur sýnt sig að koma fram í þriðjungi alnæmis sjúklinga á Vesturlöndum.8 Þessi æxlisvöxtur var áður lítt þekktur utan Afríku. K.S., sem fylgir alnæmi, leggst helst á eitla og slímhúðir melt- ingarvegs, þar með talið munnhol. Margbreytilegar æxlisbreytingar í húð eru einnig oft áberandi.6 Þau til- felli K.S. sem menn þekktu áður voru einkum bundin við gamalt fólk og komu helst fram á neðri útlimum. Einnig var sjúkdómsgangurinn hæg- ari og lét betur undan lyfjameðferð, en nú gerist hjá alnæmissjúklingum. Fleiri æxli en K.S. sjást í hærri tíðni í alnæmi, t.d. lymfóm af ýms- um gerðum.6 Sýkingar Þær sýkingar sem alnæmissjúklingar geta fengið er fjölskrúðugur hópur, sem á það helst sameiginlegt að sjást sjaldan í okkar heimshluta nema þeg- ar ónæmisbilun er fyrir hendi af ein- hverjum orsökum.6 Ekki er unnt að gefa hér tæmandi lista yfir þær sýk- ingar, en leitast verður við að flétta þær helstu inn í umfjöllun um líffæra- kerfi hér á eftir. Breytingar í miðtaugakerfi Svo virðist sem meira en þriðjungur alnæmissjúklinga fái einkenni frá miðtaugakerfi.8 Eins og áður sagði varð nýlega ljóst að alnæmisveiran getur lagst á frumur miðtaugakerfis. Ekki er enn fullkannað hvaða áhrif það hefur á einstaklinginn. Sýkingar í miðtaugakerfi eru tölu- vert algengar í alnæmissjúklingum. Helst mætti nefna: toxoplasmosis-, cryptococca- og cytomegaloveiru- sýkingar.I0,8 Enn fremur er hækkuð tíðni prim- erra lymfoma og æðabreytinga í mið- taugakerfi.6,8 Af ofan sögðu má ljóst vera að einkenni frá miðtaugakerfi geta verið margvísleg. Áberandi er hversu margir sýna einkenni hratt vaxandi heilarýmunar (dementiu).1,10 Oft fylgir einnig þunglyndi, tilhneiging til að einangra sig og persónuleika- breytingar.6,8,20 Nýleg rannsókn í Þýskalandi á 26 sjúklingum með alnæmi eða alnæm- isforstig, staðfest með mótefnamæl- ingum, sýndi breytingar (hægan alfa- rythma) á heilalínuriti hjá helmingi þeirra, sem er mun hærri tíðni en í samanburðarhópum. Enn er óvíst um þýðingu eða forspárgildi heilalínu- rits, sem er í vaxandi mæli tekið af alnæmissjúklingum ásamt tölvu- sneiðmyndum af höfði ef tilefni gefa til. Áberandi er hversu oft tölvu- sneiðmyndir sýna rýmun á heila- berki.6’19 Öndunarfæri Sýkingar í neðri loftvegum eru mjög algengar í alnæmi og eru líklega al- gengasta dánarorsök þessara sjúkl- inga. Lungnamyndir sýna íferðir hjá meira en 60% þeirra.6 Algengasta ástæða lungnabólgu í alnæmi er pne- umocystis carinii, sem reynist þess- um sjúklingum sérlega skæð (pne- umocystis carinii er fmmdýr sem finnst í lungum margra heilbrigðra). Fleiri sýkingarvaldar hafa fundist þ.á m. berklar.6’ 10’n Meltingarfæri Niðurgangur ásamt fleiri einkennum frá meltingarfærum valda oft erfið- leikum í meðhöndlun alnæmis.8 Oft tekst að finna sýkingarvaldinn með ræktunum eða smásjárskoðun á saur- sýnum. Meðal algengra sýkingar- valda er frumdýrið cryptosporodi- um.6,10 Þmska í munnholi er næstum undantekningarlaust til staðar í al- næmi. Þruskan getur gefið vemleg einkenni ef hún vex niður í vélindað. Helstu einkenni þess eru kyngingar- örðugleikar.6,10 Sitt af hvoru tagi Athyglisvert er hve breytingar í augnbotnum virðast algengar í al- næmi, en breytingar eins og exudöt eða blæðingar hafa sést í 70% al- LÆKNANEMINN '/1985 - 38. árg. 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.