Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1985, Blaðsíða 43

Læknaneminn - 01.04.1985, Blaðsíða 43
Fyrsta tæki til magaspeglunar á íslandi (? Norðurlöndum), Wolf-Schindler gastro- skop. Fyrst lýst af Schindler 1932 („Ein wöllig ungefahrliches flexibles gastro- skop“). Keypt af Dr. Halldóri Hansen og Þórði Þórðarsyni og tekið í notkun á Landakotsspítala í september 1932. Á myndinni sést tækið ásamt nýlegu trefja- glersáhaldi. Ábendingar Þar til á síðustu árum hefur röntgen- skoðun nær alltaf verið gerð á undan speglun og þótti hvorug koma í stað hinnar. Augljóst er þó að ekki er þörf beggja ef önnur gefur fullnægjandi °g örugga niðurstöðu. Aðalkostir róntgenskoðunar fram yfir speglun er hversu óþægindalaus og hættulaus hún er. Röntgenskoðun getur einnig gefið betri upplýsingar um hreyfing- ^rtruflun á vélinda og maga og töf á tæmingu magans. Um kostnaðarmun eru útreikningar ótryggir og munar þar meiru ef mögulegt er að komast af með eina rannsókn í stað tveggja. Kostir speglunar fram yfir röntgen- skoðun eru fyrst og fremst aukið ör- yggi í greiningu grunnra sára, bólgu °g byrjandi krabbameins og jafn- framt möguleiki á sýnitöku til vefja- rannsóknar. Vegna þessara kosta magaspegl- unar hefur þróunin orðið í þá átt að oftar en áður er gerð magaspeglun sem fyrsta og þá um leið oftast eina skoðunin en röntgenskoðun bætt við ef speglun er ófullnægjandi eða grun- ur um hreyfingartruflun. Um þetta val eru menn ekki á einu máli og hljóta oft kringumstæður að ráða. Til þess að ræða nánar um ábend- ingar er rétt að telja fyrst þær ábend- ingar sem í gildi eru ef sjúklingur hefur fyrst farið í röntgenskoðun. 1 • Röntgengreining: Neoplasma ventriculi Þótt röntgenniðurstaða þyki benda örugglega til cancer, getur þótt viss- ara að staðfesta með speglun og sýni- töku. Einnig er mögulegt að afmarka betur útbreiðslu æxlis og getur það komið sér vel fyrir skurðlækni. Um polypa, sjá hér á eftir. 2. Röntgengreining: Óviss niður- staða læknaneminn '/i985 - 38. árg. Þegar lýst er óeðlilegum og þykknuðum slímhúðarfellingum eða vegghluti er stífur eða grunur um polyp, er nauðsynlegt að spegla og ná sýnum til að staðfesta eða útiloka illkynja breytingar. Þá gefur skugga- efnistota stundum grun um sár, sem ekki verður staðfestur eða afsannað- ur nema með speglun. 3. Ulcus ventriculi: Vitað er að hluti þeirra sára sem greind eru við röntgenskoðun á maga er illkynja þótt ekki sjáist æxlisvöxt- ur. Til þess að missa ekki af grein- ingu illkynja sjúkdóms er ráðlögð magaspeglun á öllum röntgengreind- um sárum í maga. Taka þarf sýni úr sárbrúnum til vefjagreiningar, minnst 4 en vanalega fleirí. Um áframhaldandi eftirlit - sjá síðar. 4. Ulcus duodeni: Ef við röntgenskoðun er greint greinilegt skeifugamarsár og ein- kenni sjúklings í samræmi við það, er ekki endilega þörf á magaspeglun. Ef um mikla aflögun á skeifugörn og pylorus er að ræða, þykir réttara að spegla. Um eftirlit - sjá síðar. 5. Röntgenniðurstaða: Neikvæð Við könnun á niðurstöðum röntgen- skoðana á maga á íbúum Reykjavík- 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.