Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1985, Blaðsíða 44

Læknaneminn - 01.04.1985, Blaðsíða 44
Hi Gastrocamera, tæki til magaljósmynd- unar tekið í notkun 1966, gefið Krabbameinsfélagi íslands af Kiwanis- klúbbnum Heklu og Kötlu. ur og nágrennis 1980-1982 sem gerð var á þremur spítölum í Reykjavík, reyndust nær 3A sjúklinganna hafa neikvæða röntgenniðurstöðu191 og er það í samræmi við kannanir í öðrum löndum. Ekki liggur fyrir vitneskja um niðurstöður magaspeglana á þessum sjúklingum. Rannsóknir slíkra sjúklingahópa annars staðar gefa til kynna að nokk- ur hluti þeirra hafi vefrænan sjúkdóm sem hægt er að greina með speglun og stundum finnast krabbamein í þessum hópi sjúklinga. Hve stór hluti þessara sjúklinga er magaspeglaður ræðst oft af kringumstæðum. Ef um óveruleg einkenni er að ræða, kjósa menn oft að bíða átekta. Ef einkenni eru grunsamleg um sár, krabba- mein eða vélindissjúkdóm, þarf að spegla. 6. Magaspeglun án röntgenskoðun- ar: Eins og áður er frá greint. tíðkast það æ meira að gerð sé magaspeglun án undanfarandi röntgenrannsóknar. Þegar saga og skoðun vekja grun um vefrænan sjúkdóm, er ástæða til speglunar þar sem sú aðferð er ör- uggust til nákvæmrar greiningar. Sérstaklega á þetta við um sjúkling sem kominn er yfir miðjan aldur og hefir nýtilkomin einkenni svo sem megrun. blóðleysi, blóð í saur eða kyngingartruflun og er auðséð að flestir slíkir sjúklingar myndu þurfa magaspeglun að röntgenrannsókn lokinni hver svo sem niðurstaða þeirrar rannsóknar væri. Skurðaðgerðir á maga valda breyt- ingum á útliti magans sem gerir það að verkum að röntgenskoðun er erfið og niðurstöður oft ónákvæmar. Þessa sjúklinga ber því að spegla ef ein- kenni gefa grun um vefrænan sjúkdóm. Um krabbameinshættu þessara sjúklinga, sjá hér á eftir. Auk þess að vera hluti rannsóknar sjúklings sem talinn er hafa blæðingu frá meltingarfærum hefir magaspegl- un víðast unnið sér fastan sess sem nauðsynleg rannsókn við bráða magablæðingu. Sýnt hefur verið fram á að greining á orsök blæðingar er öruggari og nákvæmari með magaspeglun sem gerð er á fyrsta sólarhring eftir komu á spítala heldur en röntgenskoðun eða magaspeglun sem gerð er síðar.(l0) Örugg greining gefur möguleika á að beita strax þeirri meðferð sem best á við og sjúklingur í þessu ástandi er þakklát- ur fyrir fljóta vitneskju um orsök blæðingar. Ennþá hefir þó ekki verið sýnt fram á bættan árangur í meðferð blæðinga. Bent hefur verið á(l°'111 að dánartala sé ekki lægri né hafi endur- blæðingum eða skurðaðgerðum fækkað þegar á heildina er litið. Hvað varðar einstakar blæðingarors- akir svo sem hjá sjúklingum með lifr- arsjúkdóma eða endurteknar og áframhaldandi blæðingar, getur þó skjót greining skipt sköpum. Maga- speglanir á fyrsta degi eftir komu hafa aukið þekkingu okkar á orsök- um og hegðun blæðinga og sú þekk- ing heldur áfram að aukast og ætti að leiða til þess að línur skýrist um gagnsemi speglana í þessu ástandi. Þá er þess að geta að möguleikar eru sífellt að aukast á stöðvun blæðinga með rafbrennslu, hita eða laser um leið og speglun er gerð. Læknablaðið birti 1982 uppgjör um bráðar magablæðingar á Borgar- spítalanum 1974-78<I2) og kemurþar fram að af 227 sem komu, voru gerð- ar speglanir á 150, flestar á fyrstu 2- 3 dögunum eftir komu. Greiningar- hlutfall reyndist gott eða 89% og heildardánartala (5.6%) hagstæð. Æskilegt væri að fram kæmi nýtt uppgjör frá öllum sjúkrahúsum í Reykjavík um þetta efni svo að við gætum byggt ákvarðanir okkar um áframhaldandi rannsóknaraðferðir á þeim forsendum sem við eiga hér á landi. Speglun til eftirlits 1. Ulcus ventriculi Fyrir daga trefjaglersspeglunar voru settar strangar reglur um meðferð og eftirlit sjúklinga með ulcus ventri- culi, þar sem ráðlögð var skurðað- gerð ef röntgenskoðun sýndi lélegan árangur meðferðar. Þar sem nú eru betri möguleikar að greina illkynja sár frá góðkynja með speglun, frumurannsókn og vefjarannsókn hefur röntgenskoðun til eftirlits verið sleppt en almenn regla er að gera magaspeglun eftir 4-6 vikur og síðan aftur eftir því sem þurfa þykir og tek- in sýni hverju sinni þar til sárið er gróið. Með slíku eftirliti er þá hægt að fækka aðgerðum sára sem gróa seint. 42 LÆKNANEMINN '/isss - 38. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.