Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1985, Blaðsíða 22

Læknaneminn - 01.04.1985, Blaðsíða 22
Vírusinn berst með saurmenguðu vatni og matvælum (faceal-oral leið) og sýkingin er dæmigerð bráð vírus- sýking. Meðgöngutíminn (incubat- ion period) er um mánuður (4-6 vikur), tíðni dauðsfalla er lág (ca. 0.1 %) og króniskir smitberar eru al- veg óþekktir. Sjúkdómsmyndin er að nokkru háð hýsilþáttum; þreyta, vökur, áreynsla og áfengisneysla gera illt verra svo eitthvað sé nefnt. Börn og unglingar fá vægari einkenni en full- orðnir og meðal ungabarna eru flest- ar sýkingar einkennalausar. Greining byggir á: 1) Að sýna fram á HAV eða HAV- antigen í saur. HAV skilst út í saur frá því 1-2 vikum áður en einkenni koma fram og finnst hann þar í 5-6 vikur. Magn af vírus í saur er mest rétt áður en einkenni byrja en minnkar er á líður. Aukast þá líkur á falskt negatífum sýnum. 2) Að sýna fram á hækkandi títra af mótefni (anti-HAV) í sermi. Vegna þess hve titramir rísa hratt getur verið erfitt að sýna fram á hækkun milli bráða- og batasýna nema náist í sjúklinginn mjög snemma. 3) Að sýna fram á anti-HAV af IgM gerð. Það hækkar snemma og mælist í yfir 4 mánuði. Niðurstaða fæst fljótt og þetta er því kjörið próf. (Mynd 2). Þó ákaflega fáar frumur séu næmar fyrir HAV hefur tekist að rækta og einangra HAV í frumræktunum og fylgjast með áhrifum hans á frumum- ar. Komið hefur fram að ekki er þar um cytopathisk áhrif að ræða en við vírusmyndunina safnast þeir fyrir í blöðrum í umfrymi sýktra fmma. Jafnframt því að auðvelda rann- sóknir á líffræðilegum eiginleikum og fjölgun vírusins gefur ræktun í frumum möguleika á þróun bólu- efna, eykur framboð á HAV-antigen- um og síðast en ekki síst sparar hún tilraunadýr. Nú er unnið að kortlagningu gen- mengisins. Frekari vinna á því sviði gefur möguleika á að fínna og fram- leiða ónæmisvekjandi svæði á vír- usnum til bóluefnagerðar með að- ferðum líftækni. Tíðni HAV sýkinga í heiminum er tiltölulega erfitt að meta, bæði vegna mismunandi eftirlits í mismunandi löndum og vegna mikils fjölda ein- kennalausra sýkinga á sumum stöðum. Af mótefnamælingum í blóði sést þó að vírusinn er úti um allt. í lönd- um þar sem lífskjör eru bág eru tíðar sýkingar í ungu fólki og börnum, oft- ast vægar eða einkennalausar, og því eru þar flestir af eldri kynslóðinni með mótefni í blóðinu (allt uppí 100%). Á vesturlöndum hefur tíðni lækkað með auknu hreinlæti sem endurspeglast í því að í yngri kyn- slóðunum hafa fæstir mótefni gegn HAV og sjúkdómurinn, þá sjaldan hann kemur fram, er algengastur hjá ferðalöngum og fólki yfir tvítugt. Sjúkdómsmyndin er þá að jafnaði al- varlegri en hjá börnum. Komið hefur í ljós að í tempruðum beltum er tíðnin mest að hausti og snemma vetrar en í hitabeltislöndum er hún mest um regntímann. Hér á íslandi voru faraldrar ekki óalgengir fyrir 1950 en með auknu hreinlæti eru hér nú, einsog víðast á vesturlöndum, flestar sýkingar inn- fluttar. Árið 1979 vartíðni anti-HAV í blóði einstaklinga í aldurshópnum 10-19 ára hér á landi 1.6% en 66% hjá fólki yfir sextugt. Þá var tíðnin innan við 10% í fólki undir 40 ára aldri.1 Vamirgegn HAV eru: - Hreinlæti með vatn og mat. - Gjöf mótefna (passive immunizat- ion). Immunoglobulin unnin úr ein- staklingum sem þegar hafa sýkst, gefin fyrir smitun eða snemma á meðgöngutíma sjúkdómsins, geta komið í veg fyrir eða mildað hann. Þau mætti því gefa þeim sem um- gangast sjúklinga eða ferðast til staða þar sem HA er landlægur. Stór skammtur dugir í minnst 1-2 20 LÆKNANEMINN Vma - 38. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.