Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1985, Page 22

Læknaneminn - 01.04.1985, Page 22
Vírusinn berst með saurmenguðu vatni og matvælum (faceal-oral leið) og sýkingin er dæmigerð bráð vírus- sýking. Meðgöngutíminn (incubat- ion period) er um mánuður (4-6 vikur), tíðni dauðsfalla er lág (ca. 0.1 %) og króniskir smitberar eru al- veg óþekktir. Sjúkdómsmyndin er að nokkru háð hýsilþáttum; þreyta, vökur, áreynsla og áfengisneysla gera illt verra svo eitthvað sé nefnt. Börn og unglingar fá vægari einkenni en full- orðnir og meðal ungabarna eru flest- ar sýkingar einkennalausar. Greining byggir á: 1) Að sýna fram á HAV eða HAV- antigen í saur. HAV skilst út í saur frá því 1-2 vikum áður en einkenni koma fram og finnst hann þar í 5-6 vikur. Magn af vírus í saur er mest rétt áður en einkenni byrja en minnkar er á líður. Aukast þá líkur á falskt negatífum sýnum. 2) Að sýna fram á hækkandi títra af mótefni (anti-HAV) í sermi. Vegna þess hve titramir rísa hratt getur verið erfitt að sýna fram á hækkun milli bráða- og batasýna nema náist í sjúklinginn mjög snemma. 3) Að sýna fram á anti-HAV af IgM gerð. Það hækkar snemma og mælist í yfir 4 mánuði. Niðurstaða fæst fljótt og þetta er því kjörið próf. (Mynd 2). Þó ákaflega fáar frumur séu næmar fyrir HAV hefur tekist að rækta og einangra HAV í frumræktunum og fylgjast með áhrifum hans á frumum- ar. Komið hefur fram að ekki er þar um cytopathisk áhrif að ræða en við vírusmyndunina safnast þeir fyrir í blöðrum í umfrymi sýktra fmma. Jafnframt því að auðvelda rann- sóknir á líffræðilegum eiginleikum og fjölgun vírusins gefur ræktun í frumum möguleika á þróun bólu- efna, eykur framboð á HAV-antigen- um og síðast en ekki síst sparar hún tilraunadýr. Nú er unnið að kortlagningu gen- mengisins. Frekari vinna á því sviði gefur möguleika á að fínna og fram- leiða ónæmisvekjandi svæði á vír- usnum til bóluefnagerðar með að- ferðum líftækni. Tíðni HAV sýkinga í heiminum er tiltölulega erfitt að meta, bæði vegna mismunandi eftirlits í mismunandi löndum og vegna mikils fjölda ein- kennalausra sýkinga á sumum stöðum. Af mótefnamælingum í blóði sést þó að vírusinn er úti um allt. í lönd- um þar sem lífskjör eru bág eru tíðar sýkingar í ungu fólki og börnum, oft- ast vægar eða einkennalausar, og því eru þar flestir af eldri kynslóðinni með mótefni í blóðinu (allt uppí 100%). Á vesturlöndum hefur tíðni lækkað með auknu hreinlæti sem endurspeglast í því að í yngri kyn- slóðunum hafa fæstir mótefni gegn HAV og sjúkdómurinn, þá sjaldan hann kemur fram, er algengastur hjá ferðalöngum og fólki yfir tvítugt. Sjúkdómsmyndin er þá að jafnaði al- varlegri en hjá börnum. Komið hefur í ljós að í tempruðum beltum er tíðnin mest að hausti og snemma vetrar en í hitabeltislöndum er hún mest um regntímann. Hér á íslandi voru faraldrar ekki óalgengir fyrir 1950 en með auknu hreinlæti eru hér nú, einsog víðast á vesturlöndum, flestar sýkingar inn- fluttar. Árið 1979 vartíðni anti-HAV í blóði einstaklinga í aldurshópnum 10-19 ára hér á landi 1.6% en 66% hjá fólki yfir sextugt. Þá var tíðnin innan við 10% í fólki undir 40 ára aldri.1 Vamirgegn HAV eru: - Hreinlæti með vatn og mat. - Gjöf mótefna (passive immunizat- ion). Immunoglobulin unnin úr ein- staklingum sem þegar hafa sýkst, gefin fyrir smitun eða snemma á meðgöngutíma sjúkdómsins, geta komið í veg fyrir eða mildað hann. Þau mætti því gefa þeim sem um- gangast sjúklinga eða ferðast til staða þar sem HA er landlægur. Stór skammtur dugir í minnst 1-2 20 LÆKNANEMINN Vma - 38. árg.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.