Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1985, Blaðsíða 30

Læknaneminn - 01.04.1985, Blaðsíða 30
ásamt nýju blóðsýni og öllum upp- lýsingum um aukaverkanir við blóð- inngjöfina. Það að kasta afgangi blóðs, sem valdið hefur aukaverkun- um hjá sjúklingi, jafngildir því að eyðileggja sannanir og efnivið, sem getur við rannsókn leitt í ljós hina réttu orsök aukaverkananna. Þetta gildir um blóðsýni sem tekin eru fyrir, í eða eftir blóðgjöf. Þau skulu einnig öll og alltaf varðveitt og send til rannsóknar í Blóðbankanum ásamt viðeigandi upplýsingum. Ef grunur er um sýklamengun blóðs skal senda blóðsýni bæði úr blóðein- ingu og sjúklingnum í blóðræktun- arglösum (ærob og anærob) til sýkla- rannsóknar. Markmiðið með þessum athöfnum er að greina svo nákvæmlega sem unnt er orsök aukaverkananna. Rétt greining er forsenda réttar meðferð- ar. Um aukaverkanir af blóð- inngjöf Reynslan hefur sýnt, að algengasta orsök aukaverkana vegna blóð- flokkaósamræmis við blóðgjöf má rekja til rangra merkinga á blóðsýn- um. Tveir sjúklingar með sama nafni, sem liggja á sömu deild, geta báðir verið í hættu vegna ógætni eða ófullnægjandi merkinga á beiðnis- eyðublöðum eða merkimiðum sýni- glasa. Þá verður að hafa vakandi auga með því, að blóðskammturinn sem gefa á hafi verið krossprófaður í blóðþega. Neðangreindar aukaverkanir (vegna blóðflokkaósamræmis) koma sjaldan vegna tæknimistaka á rann- sóknarstofum blóðbanka. Mistökin má í flestum tilfellum rekja til þess aðila, sem tekur blóðsýni til flokkun- ar og krossprófs eða þess, sem setur upp blóð hjá sjúklingi. Auk nákvæms eftirlits með merk- ingum og fullvissu um, að sjúklingur sé sá, sem á að fá blóðgjöfina ber þeim sem setur upp blóðgjöf að fylgjast með sjúklingi - vera við rúmstokkinn - í 15 mínútur við upp- haf blóðinngjafar. Það er á þessu tímabili, sem margar alvarlegustu aukaverkanir segja til sín og hægt er að koma í veg fyrir hættuleg slys með því að stöðva blóðinngjöfina. Alvarlegustu aukaverkanir geta komið í ljós jafnvel áður en 1 ml blóðs hefur verið gefið. Blóðinngjöf á að byrja með um 20-40 dropar/ min. rennsluhraða fyrstu 10-20 mín- útumar, en þareftir má auka hraðann eftirklinisku ástandi sjúklings. Blóð- eining á ekki að vera í stofuhita leng- ur en 4 klst. Ef heilsufar sjúklings krefst hægari blóðinngjafar (t.d. svæsin blóðleysi, hjartabilun) er ör- uggara að hengja upp annan poka, sem hefur verið geymdur í kæli. Venjulegum (normal) sjúklingum, sem ekki eru blæðandi, má gefa 1 einingu af rauðu blóðkomaþykkni, 250 ml. á 60-90 mínútum. Sjúklingum með alvarlegt blóð- leysi (Hb 4g%) er ráðlagt að gefa inn lml/kg/klst. og að auki ekki meira en 1 einingu blóðkomaþykkni á 4-6 klst. fresti vegna hættu á offyllingu blóðrásarkerfisins. Sjúklingar með hjartabilun þola illa blóðinngjöf vegna vökvaaukn- ingar. Stundum þarf jafnvel að gefa þeim þvagaukandi lyf um Ieið til þess að forðast offyllingu í blóðrásinni. Bömum á ekki að gefa nema lOml/kg. og jafnvel 6ml/kg., ef um er að ræða svæsið blóðleysi. I. Aukaverkunum af völdum blóð- inngjafar má skipta í eftirfarandi flokka: Þær sem koma skyndilega eða fljótlega I. Tengdar ónœmiskerfi líkamans A) Blóðleysing (hemolysis) - mót- efni gegn antigen rauðra blóð- koma. B) Hitahækkun án blóðleysingar - mótefni gegn antigen hvítra blóðkoma. C) Anaphylaxis - mótefni gegn IgA. D) Urticaria - mótefni gegn ýmsum eggjahvítuefnum. E) Lungnabjúgur - mótefni gegn an- tigen hvítra blóðkoma. II. Ekki tengdar ónœmiskerfi líkam- ans A) Hitahækkun - gerlar B) Lungnabjúgur með hjartabilun - offylling í blóðrás. C) Blóðleysing án einkenna - mek- anisk skemmd á blóði (t.d. ofhit- un eða frysting blóðeininga, blöndun með óviðkomandi vökva eða efni. D) Skortur á storkuþáttum. E) Metaboliskar breytingar. Þær sem koma síðar I. Tengdar ónœmiskerfi líkamans A) Blóðleysing - endurmyndun mótefnis eða nýmundum mótefn- is gegn antigen rauðra blóð- koma. B) „Serum-sickness“ - lík reaktion - mótefni gegn eggjahvítuefni. C) Graft versus host - sjúkdómur. Áhrif lífvænlegra eitlafmma í blóðeiningunni. D) Purpura-mótefnamyndun gegn blóðflögum. II. Ekki tengdar ónœmiskerfi líkam- ans A) Lifrarbólguveirur A og B og ekki A ekki B (non A non B) B) CMV/EBV veirur C) Syphilis D) Malaria E) Ónæmistæring (AIDS) A. Blóðleysing Einkenni 1) sársauki eða verkur í bláæðum, þar sem blóðinngjöf fer fram. 28 LÆKNANEMINN Vms - 38. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.