Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1985, Síða 30

Læknaneminn - 01.04.1985, Síða 30
ásamt nýju blóðsýni og öllum upp- lýsingum um aukaverkanir við blóð- inngjöfina. Það að kasta afgangi blóðs, sem valdið hefur aukaverkun- um hjá sjúklingi, jafngildir því að eyðileggja sannanir og efnivið, sem getur við rannsókn leitt í ljós hina réttu orsök aukaverkananna. Þetta gildir um blóðsýni sem tekin eru fyrir, í eða eftir blóðgjöf. Þau skulu einnig öll og alltaf varðveitt og send til rannsóknar í Blóðbankanum ásamt viðeigandi upplýsingum. Ef grunur er um sýklamengun blóðs skal senda blóðsýni bæði úr blóðein- ingu og sjúklingnum í blóðræktun- arglösum (ærob og anærob) til sýkla- rannsóknar. Markmiðið með þessum athöfnum er að greina svo nákvæmlega sem unnt er orsök aukaverkananna. Rétt greining er forsenda réttar meðferð- ar. Um aukaverkanir af blóð- inngjöf Reynslan hefur sýnt, að algengasta orsök aukaverkana vegna blóð- flokkaósamræmis við blóðgjöf má rekja til rangra merkinga á blóðsýn- um. Tveir sjúklingar með sama nafni, sem liggja á sömu deild, geta báðir verið í hættu vegna ógætni eða ófullnægjandi merkinga á beiðnis- eyðublöðum eða merkimiðum sýni- glasa. Þá verður að hafa vakandi auga með því, að blóðskammturinn sem gefa á hafi verið krossprófaður í blóðþega. Neðangreindar aukaverkanir (vegna blóðflokkaósamræmis) koma sjaldan vegna tæknimistaka á rann- sóknarstofum blóðbanka. Mistökin má í flestum tilfellum rekja til þess aðila, sem tekur blóðsýni til flokkun- ar og krossprófs eða þess, sem setur upp blóð hjá sjúklingi. Auk nákvæms eftirlits með merk- ingum og fullvissu um, að sjúklingur sé sá, sem á að fá blóðgjöfina ber þeim sem setur upp blóðgjöf að fylgjast með sjúklingi - vera við rúmstokkinn - í 15 mínútur við upp- haf blóðinngjafar. Það er á þessu tímabili, sem margar alvarlegustu aukaverkanir segja til sín og hægt er að koma í veg fyrir hættuleg slys með því að stöðva blóðinngjöfina. Alvarlegustu aukaverkanir geta komið í ljós jafnvel áður en 1 ml blóðs hefur verið gefið. Blóðinngjöf á að byrja með um 20-40 dropar/ min. rennsluhraða fyrstu 10-20 mín- útumar, en þareftir má auka hraðann eftirklinisku ástandi sjúklings. Blóð- eining á ekki að vera í stofuhita leng- ur en 4 klst. Ef heilsufar sjúklings krefst hægari blóðinngjafar (t.d. svæsin blóðleysi, hjartabilun) er ör- uggara að hengja upp annan poka, sem hefur verið geymdur í kæli. Venjulegum (normal) sjúklingum, sem ekki eru blæðandi, má gefa 1 einingu af rauðu blóðkomaþykkni, 250 ml. á 60-90 mínútum. Sjúklingum með alvarlegt blóð- leysi (Hb 4g%) er ráðlagt að gefa inn lml/kg/klst. og að auki ekki meira en 1 einingu blóðkomaþykkni á 4-6 klst. fresti vegna hættu á offyllingu blóðrásarkerfisins. Sjúklingar með hjartabilun þola illa blóðinngjöf vegna vökvaaukn- ingar. Stundum þarf jafnvel að gefa þeim þvagaukandi lyf um Ieið til þess að forðast offyllingu í blóðrásinni. Bömum á ekki að gefa nema lOml/kg. og jafnvel 6ml/kg., ef um er að ræða svæsið blóðleysi. I. Aukaverkunum af völdum blóð- inngjafar má skipta í eftirfarandi flokka: Þær sem koma skyndilega eða fljótlega I. Tengdar ónœmiskerfi líkamans A) Blóðleysing (hemolysis) - mót- efni gegn antigen rauðra blóð- koma. B) Hitahækkun án blóðleysingar - mótefni gegn antigen hvítra blóðkoma. C) Anaphylaxis - mótefni gegn IgA. D) Urticaria - mótefni gegn ýmsum eggjahvítuefnum. E) Lungnabjúgur - mótefni gegn an- tigen hvítra blóðkoma. II. Ekki tengdar ónœmiskerfi líkam- ans A) Hitahækkun - gerlar B) Lungnabjúgur með hjartabilun - offylling í blóðrás. C) Blóðleysing án einkenna - mek- anisk skemmd á blóði (t.d. ofhit- un eða frysting blóðeininga, blöndun með óviðkomandi vökva eða efni. D) Skortur á storkuþáttum. E) Metaboliskar breytingar. Þær sem koma síðar I. Tengdar ónœmiskerfi líkamans A) Blóðleysing - endurmyndun mótefnis eða nýmundum mótefn- is gegn antigen rauðra blóð- koma. B) „Serum-sickness“ - lík reaktion - mótefni gegn eggjahvítuefni. C) Graft versus host - sjúkdómur. Áhrif lífvænlegra eitlafmma í blóðeiningunni. D) Purpura-mótefnamyndun gegn blóðflögum. II. Ekki tengdar ónœmiskerfi líkam- ans A) Lifrarbólguveirur A og B og ekki A ekki B (non A non B) B) CMV/EBV veirur C) Syphilis D) Malaria E) Ónæmistæring (AIDS) A. Blóðleysing Einkenni 1) sársauki eða verkur í bláæðum, þar sem blóðinngjöf fer fram. 28 LÆKNANEMINN Vms - 38. árg.

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.