Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.1985, Blaðsíða 58

Læknaneminn - 01.04.1985, Blaðsíða 58
lestina var drepið í hvert skot. Ef lestarvagn á Ítalíu er smíðaður fyrir 50 manns þá má reikna með að í honum séu 150 manns. Þeir sitja á gólfinu, liggja, standa á kló- settganginum o.s.frv. Svefnvagn- ar þar suðurfrá eru hannaðir fyrir sex, ekki er óalgengt að sjá tvo eða þrjá í hverri koju. Síðan sofa menn á gólfinu og þar sem far- angurinn átti að vera. Heppnin var með okkur því prestur, sem sagði okkur síðar að hann væri leið- sögumaður í Vatikaninu tók okkur upp á arma sína og leiddi til sætis í klefa sínum, en þar voru auk okkur ýmsir villuráfandi sauðir. Drengur frá svörtustu Afríku og tveir bændur frá Sikiley sem höfðu verið að leita sér lækninga í Mí- lanó. Patríarki þessi sá um að menn svæfu og átu til skiptis, allt eftir þörfum hvers og eins nema hans sjálfs. Við tókum síðan lest frá Róm til Palermo og enduðum á gólfinu á klósettganginum ásamt þremur þýskum ungmeyjum, þær voru hressar með ferðamátann og hrósuðu happi yfir því að fá heilt horn útaf fyrir sig til að liggja í, en auk okkar fimm voru tveir ítalir á ganginum sem var að flatarmáli eins og lítið hjónarúm og var ekki manngengt á klósettið nema beita fyrir sig leikfimi eða Jazzballett. Þær þýsku kenndu okkur að spila Olsen-Olsen upp á þýsku sem reyndar er eins og hér heima utan að sagt er ulla-ulla þegar við á. Sem við sátum og spiluðum ulla- ulla gerðist hið ómögulega, lestin stoppaði og inn þustu fimm ungir ítalir þrátt fyrir hávær mótmæli þarlendra þ.e. tutto occipiadio o.s.frv. Þeir lögðust eins og ormar á gólfið og nú voru 11 manns á ganginum. Við komum til Palermo um há- degisbilið í 45 stiga hita. Svefn- lausir, skapvondir og síðast en ekki síst mállausir hófum við leit að Policlinico Palermo. Það reyndist erfitt því enginn innlendra talaði ensku og urðum við því að læra ítölsku og það pronto. Við reyndum að spyrja hina og þessa til vegar og bar flestum saman um að við værum asnar að vera þvæl- ast með bakpoka í þessum hita, hins vegar bar þeim ekki saman um staðsetningu okkar ágæta pensionats. Eftir um 2 klst. ágæt- an göngutúr um miðborg Palerm- ovorum við komnir að því virtist í fátækrahverfið í bænum, alla vega var mikið af börnum að gramsa í drasli og hundar í matar- leit í ruslatunnum. Við fórum umsvifalaust með bænir okkar og tókum að rifja upp bacteriologiu Arinbjarnar. Allt í einu vorum við staddir framan við eitthvað sem líktist helst fangelsi. Þar hittum við mann sem sagði okkur það í frétt- um að við stæðum á tröppum títt- nefndrar klíníkur. Við knúðum umsvifalaust dyra en enginn ómakaði sig við að svara og eftir mannsaldur kom bíll akandi og í honum maður, að því er virtist nokkuð glaður, hann talaði mikið en við skildum lítið. Hann lauk upp 56 LÆKNANEMINN Vms - 38. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.