Skinfaxi - 01.04.2023, Qupperneq 32
32 S K I N FA X I
Þjálfara-
menntun ÍSÍ
Upplýsingum og fræðslu um hinsegin íþróttir
hefur verið bætt við í þjálfaramenntun ÍSÍ,
sem gefur réttindi til íþróttaþjálfunar. ÍSÍ sér
um almenna hlutann og fer öll kennsla fram
í fjarnámi. Sérsambönd ÍSÍ sjá um sérgreina-
hluta námsins. Námið er í boði þrisvar á ári,
þ.e. sumar-, haust- og vor-
fjarnám.Ítarlegri upplýsing-
ar um þjálfaramenntun ÍSÍ
má nálgast á www.isi.is
Fjölbreytileikinn hjá ÍBR
Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) hefur tekið saman ítarlegar upplýsingar um fjölbreyti-
leika í íþróttum bæði fyrir iðkendur, hinsegin fjölskyldur og vini. Á heimasíðu ÍBR
segir að það skipti máli að allir upplifi öryggi og vellíðan og séu lausir undan for-
dómum í félagsstarfi sínu. Íþrótta- og æskulýðsfélög þurfa að vera vel í stakk búin til
að styðja við fjöl-beyttan hóp iðkenda. Besta leiðin til að gera það er að skapa og
rækta opna og umburðarlynda menningu innan félagsins þar sem hinsegin félagar
verða ekki fyrir einelti og upplifa sig sem hluta af hópnum. Þá þarf einnig að beina
sjónum að iðkendum sem eru ekki hinsegin og hvernig þeir tala og
haga sér. Með því að vinna að hinseginvænni íþrótta- og æskulýðs-
félögum er unnið gegn staðalímyndum sem geta þrengt að fleirum
en einungis hinsegin fólki. Hinseginvæn félög eru því góð fyrir alla.
Meira á heimasíðu ÍBR, www.ibr.is
segir hann skref í rétta átt. Einnig megi finna
alls konar sögur á heimasíðu Hinsegin daga
undir greininni: Hvar er hinsegin íþróttafólkið?
Fræðsla til íþróttafélaga
„Aðalatriðið er að öll íþróttafélög, sérsam-
bönd og regnhlífarsamtök fái hinsegin íþrótta-
fræðslu,“ segir Sveinn og bætir því við að
reynslan síðastliðið ár sýni að það hafi gífur-
lega jákvæð áhrif. „Stærsta jákvæða þáttinn
þar má sjá hjá þeim félögum sem ég heimsótti
tvisvar. Í fyrra skiptið vissu margir ekkert hvar
hægt væri að finna upplýsingar til að leysa
ákveðin vandamál sem geta komið upp tengd
hinsegin fólki. Í seinni heimsókninni svöruðu
allir í kór: Ef við vitum ekki svarið heyrum við í
Samtökunum 78 eða Svenna! Það var eins og
tónlist í eyrum mér,“ segir Sveinn.
Bjartsýnn á framhaldið
Heilt yfir segist Sveinn vera gífurlega bjart-
sýnn á þróun mála. Um þessar mundir eigi
sér stað ótrúlega flott vinna á sviðinu en líka á
bak við tjöldin.
„Þetta á bæði við um íþróttahreyfinguna
og fleiri staði. Á næsta ári er líka að koma út
fullt af flottu fræðsluefni sem er hluti af verk-
efni stjórnvalda í málefnum hinsegin fólks.
Auk þess er vinna að hefjast við að leysa flest
þau vandamál sem ég hef nefnt hér áður. Það
er komið af stað og mun auðvitað taka sinn
tíma. En það tekst,“ segir Sveinn.
„Góðir hlutir gerast í þessu tilfelli hægt. En
við sjáum málefni hinsegin fólks í íþróttum
færast í rétta átt hérna á Íslandi, þótt það sé
kannski erfitt að sjá það akkúrat núna í miðju
bakslagi. En aðaláherslan þarf að vera á
fræðslu og meiri fræðslu,“ segir hann að
lokum.
Takk fyrir stuðninginn