Læknaneminn - 01.10.1988, Side 7

Læknaneminn - 01.10.1988, Side 7
BRJÓSTAKRABBAMEIN - ÞÆTTIR SEM ÁHRIF HAFA Á LIFUN Ingibjörg Guðmundsdóttir læknanemi I. í LJÓSI SÖGUNNAR Krabbamein hefur fylgt mannkyninu frá forsögulegum tíma. Misalgengt, mismannskætt og dularfullt. Brjóstakrabbamein, sem viðfangsefni læknisfræðinnar, er jafngamalt sögu hennar. I upphafi hennarfær sjúkdómurinn reyndarekki mikið rúm. Það er þó vel skiljanlegt ef litið er til þess að ævi okkar lengist stöðugt. Um Krists burð var meðalævin 18 ár. Meðhöndlun var kirurgísk og árangurinn var lítill. Á 11. öld skrifar Albucasis: “Aldrei hefur mér tekist að lækna eitt einasta tilfelli og ég þekki ekki til neins sem hefur tekist það"(l). I upphafi 19. aldar voru menn orðnir mjög bölsýnir. Sjúkdómurinn sýndi sig í að koma alltaf aftur eftir aðgerð og hún flýtti fyrir frekari vexti og endalokum(l). Árið 1896 komst Beatcer nokkur að því að brjósta-krabbamein hrörnaði í konu á barneignaraldri eftir að eggjastokkar hennar höfðu verið fjarlægðir. Þetta voru fyrstu skrefin í átt að nútíma hormónameðferð. Ekki varáhugi manna mikill ífyrstu. Ástæðumar voru þær að á þessum tíma höfðu skurðlæknar lítinn áhuga á meðferð sem einungis hafði í t’ör með sér tímabundna lækningu (pal 1 iati ve meðferð) en árangur meðferðar varði ekki lengur en eitt ár. Annað var það að einungis um þriðjungur sjúklinga svaraði meðferðinni(2). í dag er brjóstakrabbamein algengasta krabbamein í konum. Reiknað er með að 13. hver íslensk kona fái brjóstakrabbamein einhvern tíma ævinnar(3). Árið 1975 birtu Mueller og Jeffries niðurstöður þess efnis að u.þ.b. 80% kvenna með brjóstakrabbamein létu lífið af völdum sjúkdómsins og að brjóstakrabbamein væri enn algengasta dánarorsök 15 árum eftir greiningu. Þeir settu fram þá tilgátu að meðferðin, og er þá vísað til kírugískrar meðferðar, hefði ekki áhrif á dánarorsök eða lifun(4). Þessi sjúkdómur heldur þannig áfram að birtast sem alvarlegt vandamál, bæði fyrir sjúklinginn og lækninn. Árangur af meðferð að því er virðist stuttgengins sjúkdóms veldur oft og tíðum vonbrigðum. Ekki er heldur óalgengt að eftir langt einkennalaust tímabil blossi sjúkdómurinn upp aftur. Svörun meinvarpa við inngripi inn í hormónaumhverfi þeirra er mjög mismunandi. Líkur eru á að sjúkdómurinn dreifi sér snemma í sjúkdómsferlinu, sbr. að fundist hafa krabbameinsfrumur á ferð um æðakerfið í stigi 1. Krabbameinsfrumur hafa fundist í beinmerg 28% kvenna með brjóstakrabbamein án klínískt greinanlegra meinvarpa. Krabbameinið er einungis þreifanlegt á síðasta fjórðungi æviskeiðs síns og meinvörp eru kominn til fyrir þann tíma. Það að meðhöndla ekki meinvörp í holhandareitlum með geislun breytirekki lifun fyrir tiltekið tímabil(5)(6). Brjóstakrabbameinssjúklingar deyja venjulega vegna afleiðinga blóðborinna meinvarpa og þegar þau eru komin til verða lífslíkur mjög svipaðar fyrir hópinn(7). Það á við um brjóstakrabbamein sem önnur krabbamein að lækna má sjúkdóminn að því tilskildu að hann finnist nógu snemma(8). I dag þekkjum við kerfi sem er fært um þetta, þ.e. mammografíu- hópskoðanir. Þannig má nú greina krabbamein sem er minna en 1 /2 cm í þvermál, hvert af eftirtöldum nöfnum sem honum er síðan gefið, ”minimal breast cancer”,”occulte”,”presymptomatic” eða “preclinical cancer”(9). EN ÖLL KERFI HAFA SÍN TAK- MÖRK. Mikiðerþvírannsakaðíviðleitninni tilaðfinna öruggar og þægilegar aðferðir til greiningar og er þá aðallega leitað að mótefnavökum sem væru sértækir fyrir krabbameinið. Einnig leita menn þátta sem gefið geta meiri upplýsingar um lífslíkur og heilsu árin eftir greiningu en núverandi stigunarkerfi getur, auk svara við hinni ævagömlu spurningu um orsakir meinsins(8). Tvennt vil ég nefna sem glatt hefur menn og um leið vakið forvitni þeirra í langri og erfiðri baráttu við brjóstakrabbamein: 1. Mestur hluti af svonefndum “early breast LÆKNANEMINN ^988-41. árg. 5

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.