Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1988, Qupperneq 12

Læknaneminn - 01.10.1988, Qupperneq 12
hemagglutinin vegna áhrifa glycopeptíða ,með þekkta virkni, sem einangruð voru úr meinverpandi brjósta- krabbameini(29). Æxlisfrumur geta reyndar varist ágangi ónæmis- kerfisins á fleiri vegu en með bælingu á frumum þess. Dvorak og samstarfsmenn fundu FIBRIN-útfellingu í bandvef (stroma) allra þeirra brjóstakrabbameina sem þeir skoðuðu. Og í gegnum þessa hindrun komast einungis átfrumur. Fáir hafa hinsvegar orðið til að sýna fram á verulega samsöfnun eða hlutverk átfrumna í æxlum(30). Þegar krabbamein vex upp gerist tvennt. Annars vegar öðlast krabbameinsfrumurnar þol gegn drápsaðferðum ónæmiskerfis hýsilsins og krabbameinsfrumurnar dreifa sér. Hins vegar minnkar svörun við krabbameinstengdum mótefnavökum (TAA) og það heldur áfram að vaxa og skipta sér. Hvorki er þekkt orsökin fyrir þessu né gildi þessara þátta fyrir framgang brjóstakrabbameins(19). Nýlega hafa birst upplýsingar þess efnis að a-inter- feron geti aukið tjáningu krabbameinstengdra mótefnisvaka á yfirborði frumnanna(31). Þetta er hugsanlega eitt af því sem gerir það að verkum að krabbamein sem sýna mikla íferð hvítra blóðkorna hafa betri horfur. Eins má gera sér vonir um að framtíðin beri í skauti sér þekkingu á því hvers hvít blóðkorn annars vegar og æxlisfrumur hins vegar eru megnugar í samskiptum sínumhverjarviðaðrar. IV. LOKAORÐ. Þegar illa gengur að lækna sjúkdóm gefur það tilefni til að huga að framtíð þess sem fengið hefur sjúkdóminn. Hvaðaeinstaklingareru líklegirtil að lifa lengi án sjúkdómseinkenna og/eða eftir að sjúkdómur hefur tekið sig upp aftur? Hvernig eru þessir sjúklingar frábrugðnir hinum, sem deyja? I þessari ritgerð hefur verið reynt að varpa ljósi á þýðingu hormóna annars vegar og ónæmiskerfisins hins vegar fyrir lífslíkur kvenna með brjósta- krabbamein. Rannsóknir undanfarinna ára hafa leitt til víðtækari þekkingar á verkun vaxtarþátta, þ.á.m. vaxtarþátta ónæmiskerfisins. Aukin þekking á vaxtarstjórnun utanaðkomandi vaxtarþátta, og á því hvers vegna sú stjórnun bregst í mörgum tilfellum, verður, í framtíðinni, vonandi þess megnug að svara spurningum um eðli illkynja vaxtar. Einnig er möguleiki að svar fáist við því hvað gerir einn einstakling öflugri í baráttunni við illkynja sjúkdóm en annan. Ég þakka dr. Helgu Ögmundsdóttur yfirlestur ritgerðarinnar oggóðráð. TILVÍSANIR (1) Ariel,I.M. (1987) -"Breast Cancer A Historic Review: Is the Past Prologue?”. í Ariel,I.M. og Cleary.J.B.: Breast Cancer. Diagnosis and Treatment. ( McGraw-Hill, New York); bls. 9 og 14. (2) Rowlands.M.G. (1985) - ‘‘Homiones and Cancer”. í Farmer,P.B.og Walker ,J M.: The Molecular Basis of Cancer. (Croom Helm, London); bls. 223-224. (3) Sigurður Árnason (1987) - “Áfengi og brjóstakrabbamein". Heilbrigðismál,4;bls. 10-11. (4) Mueller,C.B.ogJeffries,W.(1975)-”Cancerofthebreast ;its outcome as measured by the rate of dying and cause of death”. Annals of surgery,182 ; bls. 334-340. (5) Whittaker.M.G. og Clark.C.G. (1971) -”Depressed Lymphocyte Function in Carcinoma of the Breast”. The British Joumal of Surgery,58 ; bls. 717-720. (6) Hibberd,A.D. (1986) -”Surgery - Prolonged survival or Cure?”. í StolfB.A.: Breast Cancer. Treatment and Prognosis. (Blackwell Scientific, Oxford); bls. 7. (7) Stoll.B.A. (1986) -”Components of a Prognostic Index”. í Stoll.B.A.: Breast Cancer. Treatment and Prognosis. (Blackwell Scientific, Oxford); bls. 115-128. (8) Thomas,P. (1985)-”Molecular Approaches to Diagnosis ofCancer”. 1 Farmer,B.ogWalker,M.:TheMolecularBasis of Cancer. (Croom Helm, London); bls. 201-215. (9) Herman.C.og Zuckerman.M.D. (1987) - “The Role of Mammography in the Diagnosis of Breast Cancer”. 1 Ariel.l.M.og Cleary.J.B.: Breast Cancer. Diagnosis and Treatment. (McGraw-Hill, New York); bls. 152-170. (10) Graham.J.B. og Graham.R.M. (1954).-”Antibodies Elicated by Cancer in Patients”. Cancer,8 ; bls. 409. (11) Borkowski.A., Body,J.J. og Leclercq,G. (1988) - “Hormone Receptors and Cancer”. Eur.J.Cancer. Clin.Oncol.,24;bls. 509-511. (12) Marx.J.L. (1988) - “Cell Growth Control Takes Ballance”. Science,239 ; bls. 975-976. (13) Ernster,V.L., Wrensch.M.R., Petrakis,N.L., King,E.B., Miike.R., Murai.J., Goodson,W.H. og Siiteri.P.K. (1987) - “Benign and Malignant Breast Disease: Initial Study Results of Serum and Breast Fluid Analyses of Endogenous Estrogens”. J.Natl.Cancer. Inst.,79 ; bls. 949-960. (14) Manni,A. (1987) -”Hormone Receptors”. í Ariel.I.M. 10 LÆKNANEMINN ^Í988-41. árg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.