Læknaneminn - 01.10.1988, Qupperneq 15

Læknaneminn - 01.10.1988, Qupperneq 15
EPENDYMOMA Sigurbjöm Birgisson læknanemi I. INNGANGUR Ependymoma er heiti á miðtaugakerfisæxli (MTK æxli) og á ekkert skylt við fyrirbæri það sem einungis finnst hjá karlpeningnum og kallast epididymis. Þessi orð eiga það sameiginlegt, að vera óþjál í framburði og er sá (sú) löglega afsakaður sem verður fótaskortur á tungunni við framburð þeirra. Það var í upphafi ætlun höfundar að gera grein fyrir fleiri en einni tegund MTK—æxla en sökum tímaskorts var það ekki mögulegt ef leysa átti viðfangsefnið sæmilega úr hendi. I greininni verður hins vegar óhjákvæmilega komið inn á ýmis atriði sem eiga við MTK—æxli almennt, þannig að greinin ætti að nýtast í víðtækari skilningi en heiti hennar ber með sér. Læknisfræðileg orð sem fyrir koma verða ekki þýdd nema jafn góð og gild, lýsandi íslensk orð, séu fyrir hendi sem allir ættu að skilja. II. EPENDYMOMA Skilgreining. Ependymom eru æxli sem að mestu leyti eru gengin út frá ependymafrumum (1). Ependyma (mynd 1) er bifhærð, einföld, tenings eða stuðlalaga þekja af neuroectodermal toga. Þekja þessi klæðir hólfa og gangakerfi heila og mænu (2). Ependymafrumur má einnig finna í eðlilegum heila í nánd við heilahólfin og mynda þær þá ýmist þétta frumuhópa eða raða sér upp í kringum miðstætt op og mynda þannig rósettu (krans) (3). I umfrymi ependymafruma má oft sjá, í Ijóssmásjá á mikilli stækkun, svokallaða blepharoplasta (mynd 1) sem í rafeindarsmásjá samsvara basal bodies, rót bifháranna (1,2,4). í umfryminu má einnig sjá glialfilament sem eru intermediate filament (um 10 nm í þvermál), en þau eru mjög áberandi í astrocytum (1,5,6). Samheiti. Ependymom hafa gengið undir mörgum nöfnum sem ekki eru notuð lengur. Helstu samheitin eru: adenoglioma, glioependymoma, glioepithelioma, ependymoepithelioma, ependymo- glioma., ependymocytoma, columnar cell glioma, blastoma ependymale og neuroepithelioma (7). III. FARALDSFRÆÐI (Tíðni—Kyn—Aldur— Staðsetning) Tíðni. Ependymomeru2—6%aföllumæxlum í heilabúi (intracranial), hjá öllum aldurshópum, en um 10% heilabúsæxla hjá börnum (15 ára og yngri) (7) og er það þriðja algengasta heilaæxlið í þeim aldurshópi, næst á eftir astrocytoma og medulloblastoma (8,4). Mynd 1. Ependyma. í umfrymi frumanna, næst yfirborðinu, sjást litlar agnir, svokallaðir blepharoplastar og eru þeir einkennandi fyrir ependymafrumur (x!260) (1, fig. 105). LÆKNANEMINN %>88-41. árg. 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.