Læknaneminn - 01.10.1988, Page 18

Læknaneminn - 01.10.1988, Page 18
Ependymom eru 5—6% af öllum he'úabúsgliomum (gliom eru æxli af starfsvefjar toga, astrocytoma, oligodendroglioma o.s.frv.) og um 8% giioma hjábömum (1). I mænueruependymomayfir 60% allra glioma (9). Til viðmiðunar má geta þess að gliom eru 40—50% allra æxla í heilabúi og 22% af mænuæxlum (1). Af framansögðu má sjá að epen- dymoma eru óalgeng æxli í heila og mænu. Kvn. Kynjahlutfall ependymoma í heilabúi er mjög mismunandi eftir athugunum og myndi það æra óstöðugan að koma með tölur í því sambandi. Ef eitthvað er þá eru karlmenn í litlum meirihluta (7,4). Aldur. Heilabúsependymom koma einkum fyrir á fyrstu tveimur áratugunum, en sjást þó á öllum aldri (10,4). Ependymoma í mænu er óalgengt hjá bömum og yngra fólki (8) en er þó vel þekkt (11). Staðsetning. 1. Heilabúsæxlummáskiptaí tvohópaeftirþví hvort þau eru staðsett fyrir ofan eða neðan tentorium cerebelli (hnykiltjaldið). Þannig er talað um supratentorial og infratentorial æxli. Infratentorial æxlin eru oft einnig kölluð fossa posterior æxli (posterior fossa tumors). Þessi grófa skipting er á margan hátt hagkvæm fyrir ependymoma eins og vikið verður að síðar. Athyglisvert er að 70% af æxlum í heilabúi hjá bömum eru infratentorial en 70% heilabúsæxla hjá fullorðnum eru supratentorial (1). Ependymom eru venjulega staðsett í nánd við ependyma og þar með hólfa og gangakerfi miðtaugakerfisins(4,3). Afheilabúsæxlunumeru60% infratentorial en 40% eru supratentorial (12). Algengasta staðsetning ependymoma er í ventriculus quartus (fjórða heilahólfinu) og vex æxlið þá oftast frá gólfinu (mynd 2) (4). 2. I mænu vex æxlið aðallega á lumbosacral svæðinu, einkum fráfilum terminale (endaþræðinum) og conus medullaris (mænukeilunni) (1). 3. Þó sjaldgæft sé, þá getur ependymoma komið primert utan miðtaugakerfisins. Því hefur verið lýst í húð og undirhúð á sacrococcygeal svæðinu (og þá stundum misgreint sem sinus pilonidalis) (13,14), í eggjakerfi (15), ligamentum latum uteri (16,17) og jafnvel í miðmæti (18). IV. MEINGERÐ EPENDYMOMA Eins og sjá má á töflu 1, er ependymoma skipt í tvo flokka (eftir vefjafræðilegu útliti), góðkynja og illkynja. Góðkynja formið (klassískt ependymoma) er algengast og af því eru til þrjú afbrigði, myxopapiUary og papillary ependymoma og subependymoma. Þessi afbrigði eru að mörgu ólík hinu dæmigerða ependymoma, og jafnvel vafasamt að flokka eigi þau Mynd 2. Ependymoma í ventriculus quartus. Nokkuð vel afmarkað, hnökrótt æxli fyllir upp fjórða heilahólfíð. I miðju æxlisins er blæðing. Ventriculus lateralis er útvíkkaður vegna stíflunnar sem æxlið veldur (1, fíg. 110). 16 LÆKNANEMINN «988-41. árg.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.