Læknaneminn - 01.10.1988, Side 21

Læknaneminn - 01.10.1988, Side 21
Mynd 7. Anaplastískt ependymoma. Frumu- skiptingar, pleomorphismi og ependymal rósettur (x300) (32, fíg. 33). vegar öfugt farið með choroidplexus papillomin en þó má stundum sjá einstaka frumur í þeim litast fyrir GFAP og er þá talið að um sé að ræða ependyma sérhæfingu í æxlinu (5,27,28). 3. Subependvmoma er síðasta afbrigðið og gengur það einnig undir nafninu subependymal glomerate astrocytoma (4). Þetta afbrigði er á margan hátt, vefjafræðilega og líffræðilega, ólíkt ependymoma og ætti jafnvel að flokkast sem sér fyrirbæri (19). Subependymoma eru um 1—2 cm í þvermál, hvítleit og þétt í sér, oft með óreglulegu yfirborði (4). Flest þessara æxla finnast af tilviljun í krufningu hjá miðaldra og/eða eldra fólki og þá yfirleitt staðsett í ventriculus quartus (1,2). Vefjafræðilega eru æxlin byggð upp af ependyma frumum sem hreiðra um sig í frumusnauðum glial vef og sum staðar mynda fnnnumarrósetturog/eÖaperivascularpseudorósettur (mynd 6) (1). Vegna útlits síns og staðsetningar hafa skoðanir manna verið skiptar um uppruna subependymoma. Sumir hafa haldið þvífram að æxlið væri myndað af astrocytum (29) en aðrir að það væri blanda afastrocytum og ependymafrumum (30). Sýnt hefur verið fram á að últrastrúktúr frumanna samrýmist ependymal frumum (31) og sjá má subependymoma—Iík svæði í venjulegu ependymoma (1) þannig að frekar er nú hallast að því að æxlin séu af ependyma ættinni. C. Anaplastiskt (Malignant) Ependymoma er, vefjafræðilega, illkynja formið af ependymoma og er mun sjaldgæfara en klassískt ependymoma (1). Þau eru algengari supratentorialt og sjást oft sem endurvöxtur eftir brottnám á klassísku ependymoma (7) þar sem endurvöxturinn hefur fengið á sig meira illkynja útlit. Um er að ræða frumurík æxli með mikið af frumuskiptingum, frumu— og kjarnabreytileika (pleomorphisma), fjölgun á æðaþekju (endothelial proliferation) og stundum kalkmyndanirog drepsvæði (mynd7) (1,2,4,7). Aðeins á stöku stað másjá útlit sem minnir á ependymoma. Æxli þessi eru þannig illa sérhæfð vefjafræðilega og getur verið mjög erfitt að greina þau frá glioblastoma multiforme og medulloblastoma (1,4,32). Efependymoma er gráðað, svarar anaplastiska formið gráðu III og IV en klassískt ependymoma þá til gráðu I og II (32). V. EINKENNI Ekkert eitt einkenni er diagnostiskt fyrir ependymoma. Líkt og með önnur MTK—æxli ráðast einkennin fyrst og fremst af staðsetningu og vaxtarhraða æxlisins. Einkennum æxla í heilabúi má skipta í fjóra megin flokka (33): 1. Flogaveiki, sem getur verið eina einkennið í mörg ár, jafnvel áratugi. 2. Neurólógisk brottfallseinkenni s.s. helftarlömun (hemiparesis), heyrnardeyfa öðru megin, aphasia, einkenni frá litla heila o.s.frv. 3. Aukinn þrýstingur í heilabúi (> 15 mm Hg) sem einkennist af: a) höfuðverk, sem er verstur á morgnana og eykst við hósta, hnerra eða rembing, b) stasapapillum (papilloedema), bilateralt, þar sem “biindi bletturinn” stækkar, með samsvarandi sjónsviðstruflun en sjónskerpa helst oft óbreytt, c) skyndilegum uppköstum, oftast samfara höfuðverknum og með lítilli ógleði. 4. Geðræn einkenni s.s. vaxandi elliglöp (dementia), tilfinningalegt ójafnvægi, ofskynjanir, drungi og deyfð. Ofangreind einkenni geta verið eitt eða fleiri til staðar í senn. Vegna staðsetningar sinnar koma einkenni ependymoma oft fyrst fram sem aukinn þrýstingur í heilabúi og er höfuðverkur ósjaldan fyrsta og eina LÆKNANEMINN 34988-41. árg. 19

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.