Læknaneminn - 01.10.1988, Page 29

Læknaneminn - 01.10.1988, Page 29
skafa blettinn til að reyna að ná húðflögum og slíta upp hár eða hárstubba og senda. Olíklegt er að sveppur vaxi úr hári, sem hefur verið klippt af, þar sem rót þess er ekki með. Ef flögnun er lítil, má reyna að nudda blettinn með efnisbút eða nota bursta og sá síðan beint með efninu eða burstanum á skál með sveppaæti. Ur nöglum er fremur erfitt að ná lifandi sveppum, þar sem vöxturinn er efst uppi undir nöglinni, en framan við er mikið af homefni og niðurbrotsefnum, oft með bakteríum og umhverfissveppum. Því er óheppilegt að senda afklippu fremst af nöglinni. Best er að klippa framan af henni, henda þeirri afklippu og reyna svo að ná skafi efst undan henni og/eða afklippu sem efst (proximalt) og senda. Aðferðir við greiningar. Þegar sýni berst til rannsóknarstofunnar er hluti þess smásjárskoðaður og hluta sáð á æti, sem sérstaklega eru ætluð til svepparæktunar. Til smásjárskoðunar er sýnið sett í dropa 10% lausnar af kalíumhydroxíði á smásjárgleri og þekjugler lagt yfir. Kalíumhydroxíð leysir að nokkru upp líkamsfrumur og niðurbrotsefni, en vinnur ekki á vegg sveppa. Við þetta verður bakgrunnur sýnisins hreinni og auðveldara að sjá sveppaþræði. Kalíumhydroxíðið þarf nokkum tíma til þessarar verkunar, a.m.k. 5-10 mínútur og lengur ef sýnið er mjög þykkt. Hægt er þó að flýta fyrir verkuninni með því að hita glerið varlega. Gæta skal þess að kalíum- hydroxíð getur kristallast, ef hitinn verður of mikill. Sýnin eru skimuð með iOOx stækkun og skoðuð nánar með 400x stækkun í venjulegri ljóssmásjá. Oft er auðvelt að sjá sveppaþræði, en ýmislegt í bakgrunni, svo sem útlínur óuppleystra flöguþekjufruma, getur villt óvönum sýn. Hægt er að lita þessi sýni með einföldum litum svo sem bleki eða lactophenol cotton blue, en við það litast ekki eingöngu sveppaþræðirnir heldureinnig ýmislegt íbak-grunninum. Hins vegarer til flúrskinslitur, sem binst eingöngu vegg sveppa, en sýni litað með honum verður að skoða í flúr- skinssmásjá. Hafa ber í huga, að smájárskoðunin gefur einungis til kynna, hvort sveppir sjáist í sýninu, en til að greina þá í ættir og tegundir er ræktun nauðsynleg. Við ræktun á húðsveppum á Sýklarannsókna- deild Landspítalans er sáð á Sabouraud dextrose agar, sem er alhliða sveppaæti og mycobiotic agar, æti sem er sérstaklega ætlað til ræktunar á húðsveppum. í því er chloromycetin, til að hemja vöxt baktería og cycloheximide, til að hemja vöxt umhverfissveppa. Skálarnar er látnar vera við 30°C. Þar sem húðsveppir vaxa hægt, nægir að athuga vikulega, hvort gróður er kominn í ljós. Sjáist gróður er hann greindur bæði af útliti hans á skálum (lit og áferð) og með smásjárskoðun eftir endursáningu, en lífefnafræðilegar aðferðir eru sjaldan notaðar við húðsveppagreiningar. Gróðri af skálunum, sem fyrst var sáð á, er endursáð á sérstakt æti, sem hvetur til myndunar sérkennandi forma Tafla II. Fjöldi, ættir og tegundir húðsveppa og fjöldi gersveppa og umhverns- sveppa sem ræktuðust úr sýnum frá húð, hári og nöglum á sýklarannsóknardeild landsspítalans 1985-1987. Tegund 1985 1986 1987 Trychopyton tonsurans 72 86 68 Trychopyton mentagrophytes 8 15 7 Trychopyton rubrum 10 2 0 Trychopyton verrucosum 0 1 0 Trychopyton violaceum 0 0 1 Trychopyton ógreindteg. 9 13 16 Epidermophyton floccosum 7 6 6 Microsporum canis 4 7 1 Gersveppir 98 48 80 Umhverfissveppir 97 86 93 Enginn vöxtur af sveppum 291 203 293 Fjöldi sýna 546 421 523 LÆKNANEMINN ?4988-41. árg. 27

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.