Læknaneminn - 01.10.1988, Síða 30

Læknaneminn - 01.10.1988, Síða 30
hverrar tegundar um sig. Þar sem smásjárgreiningin byggist á nákvæmri athugun á formi sveppanna er nauðsynlegt, að sem minnst brenglun verði á gróðrinum, áður en hann er smásjárskoðaður. Þess vegna er endursáði gróðurinn látinn vaxa undir þekjugleri og tekur sá vöxtur eina til tvær vikur. Hluti gróðursins festist við þekjuglerið, sem síðan er tekið varlega af ætinu, lagt í dropa af lactophenol cotton blue lit á smásjárgleri og skoðað. Stundum reynist erfitt að fá fram sérkennandi tegundarform. Ef engir húðsveppir vaxa á upphaflegu sán- ingarskálunum á þrem vikum er ræktun hætt og lokasvar sent um viðkomandi sýni. Svepparæktanir frá húð, hári og nöglum 1985-1987. Til Sýklarannsóknadeildar Landspítalans bárust árin 1985-1987 að meðaltali um 500 sýni árlega til svepparæktunar frá húð, hári og nöglum. Sýnin voru langflest úr mönnum, en einstaka úr gæludýrum. Tatla II sýnir íjöldahúðsveppa, ættir þeirra og tegundir og einnig fjölda gersveppa og umhverfissveppa, sem ræktuðust úr þessum sýnum. Athuga ber, að úr sama sýni vaxa stundum bæði húðsveppir og annars konar sveppir. Aðalheimildir. Rippon J. W. Dermatophytosis and Dermatomycosis. In: Medical Mycology. The Pathogenic Fungi and The Pathogenic Actinomycetes. W.B. Saunders Company 1982, 154-248. E. Glyn V. Evans, James C. Gentles. Essentials of Medical Mycology. Churchill Livingstone 1985, 1-61. I BU FE N Gigtar- og verkjastillandi lyf Helstu kostir ÍBUFENS eru: * Þolist vel * Fljót virkni * Ódýr valkostur R.F. TÖFLIJR; M 01 A E 01 Hvcr tafla inniheldur Ibuprofenum INN 200 mg, 400 mg eöa 600 mg. Eiginlcikar: Ibuprófen er bólgueyöandi lyf meö svipaöar verkanir og acctýlsalicýlsýra. Helstu áhrif eru bólgueyöandi, verkjastillandi og hitalækk- andi verkun. I.yfið frásogast hratt eftir inntöku og helmingunarttmi í blóði er u.þ.b. 2 klst. Um 60% útskilst í þvagi en 40% meö galli í saur. Prótcin- binding í plasma er um 99%. Ábcndingar:Bólgueyöandi og verkjastillandi lyf, ætlað til notkunar við liöagigt, þegar acetýlsalicýlsýra þolist ekki. Lyfið má einnig nota sem vcrkja- lyf eftir minni háttar aðgerðir. t.d. tanndrátt. Frábendingar: Lyfið er ekki ætlað vanfærum konum. I.yfið skal ekki notað ef lifrarstarfsemi er skert. Aukavcrkanir: Ofnæmi (útbrot). Meltingaróþægindi svo sem niðurgangur og ógleði. Lyfið skal nota með varúð hjá sjúklingum með tilhneigingu til magasárs cða sögu um slík sár. l.ifrarbólgu hefur verið lýst af völdum lyfsins (toxiskum hepatitis). < Milliverkanir: Getur aukið virkni ýmissa lyfja svo sem hlóðþynningarlyfja og krampalyfja. Skammtastærð handa fullorðnum: Sjúkdómseinkenni og lyfjasvörun ákvarða hæfilegan skammt hjá hverjum einstaklingi. Skammtar eru venjulcga 600—2000 mg á dag og ckki er mælt með stærri dagsskammti en 2400 mg. Hæfilegt er að gefa lyfið 3—4 sinnum á dag í jöfnum skömmtum. Morgun- skammt má gefa á fastandi maga til að draga fljótt úr morgunstirðleika. Viö nýrnabilun þarf að minnka skammta. Skammtastærdir handa börnum: Venjulegir skammtar eru 20 mg/kg lfk- amsþunga á dag, gefið í 3—4 jöfnum skömmtum. Börnum. sem vega innan við 30 kg, skal eigi gefa meira en S00 mg á dag. Pakkningar: Töflur 200 mg: 30 stk; 100 stk. Töflur 400 mg: 30 stk; 100 stk. Töflur 600 mg: 30 stk; 100 stk. A IYFJAVERSLUN RÍKISINS BORGARTÚN 6, 105 REYKJAVÍK, ® 623900, 28 LÆKNANEMINN ^1988-41. árg.

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.