Læknaneminn - 01.10.1988, Síða 31
Kölkun í míturlokuhring (anulus mitralis)
Emil L. Sigurðsson læknir og Jón Þ. Sverrisson læknir
Inngangur.
I eftirfarandi greinarstúf ætlum við að kynna
sjúkdóm í míturloku hjartans, sem kallaðurhefur verið
mitral anular calcification eða kölkun í míturlokuhring
(kím). Tiltölulega lítið hefur verið ritað um þennan
sjúkdóm í íslenskum læknisfræðiritum og læknanemar
fengið takmarkaða fræðslu.
Kölkun í míturlokuhring hefur verið þekkt í
klíniskri læknisfræði alltfráárinu 1908,erBonninger
lýsti því fyrst (1). Almennt er talið, að kím sé góð-
kynja fyrirbæri og í mörgum tilvikum hefur hún enga
klíniska þýðingu (2). A hinn bóginn hefur ýmsum
alvarlegum fylgikvillum verið lýst s.s.hjartsláttar-
truflunum, áunninni míturloku-þrengingu og leka,
leiðslutruflunum, blóðreka og hjartaþelsbólgu (1).
Kölkun í míturlokuhring er almennt talin
hrömunarfyrirbrigði, sem helst sést hjá eldra fólki.
Krufningarannsóknir á gömlu fólki, sem haft hefur
systólíst óhljóð, hafa sýnt, að kím er algengasti kvillinn
sem finnst íhjarta þessaraeinstaklinga (1). Um algengi
sjúkdómsins hefur þar til nýlega lítið verið vitað.
Þannig hafa krufningar á fólki yfir fimmtugt sýnt
algengistölur á bilinu 8,5%—13% (1,2,3,4).
Faraldsfræðileg rannsókn, Framingham rannsóknin,
sýndi að submitral kölkun fannst hjá 2,8% þeirra 5.694
einstaklinga sem rannsakaðir voru. Af þeim sem höfðu
kím, voru 95 % eldri en 59 ára. Engin undir 45 ára aldri
hafðisubmitralkölkun. Kynjahlutfallið var2:l konum
í óhag, en munurinn eykst eftir sjötugt (5). Þekking
manna á þessum sjúkdómi hefur vaxið mjög síðustu
árin, og fjöldi greindra hefur aukist. Helsta ástæða
þessa eru framfarir í greiningartækni, sérstaklega með
tilkomu hjartaómskoðunar.
Líffærafræði og meingerð.
Míturlokuhringurinn er hluti af bandvefsgrind
hjartans. Bandvefshringurinn hringar sig aðeins í
kringum aftari hluta mitrallokunar og því hefur fremri
hlutinn ekki raunverulegan míturlokuhring (anulus
mitralis). Þess í stað er slegilsyfirborð fremra mítur-
blaðsins í samfellu við ósæðarrót og loku. Miðlægi
hluti míturlokuhringsins og miturlokunnar liggur nærri
himnuhluta slegilsskiptarinnar (septum inter-
ventriculare) (2,6). Því er augljóst að kölkun í mítur-
lokuhring getur haft áhrif á leiðslukerfið, His búntið og
greinar þess.
Kölkun í míturlokuhring er sjaldan aðeins
bundin við anulus einan, heldur teygir sig oft niður í
hornið á milli aftara míturblaðsins og vöðvalags vinstri
slegils. Ymsir telja því að nafnið “ mitral anular
calcification “ sé ekki alveg hið ákjósanlegasta og hafa
bent á “submitral calcification” sem líffærafræðilega
réttara nafn (2). Kölkunin getur verið mjög víðtæk og
teygt sig langt. Sjaldan veldur þetta þó kölkun í
míturblöðunum sjálfum en getur myndað kalkhring í
kringum blöðin sem stundum lyftir þeim í átt til
forhólfsins. Þannig getur orðið veruleg aflögun á
blöðunum þannig að þau falla ekki eðlilega saman og
afleiðingin orðið míturlokuleki. Á hinn bóginn hefur
einnig verið lýst míturlokuþrengingu sem afleiðingu af
kím. Er skýringin á því oftast sú að kalkaður massi
skagar inní opið og þrengir það. Kalkhrönglið í kím er
talið klætt æðaþeli sem getur særst og þannig leitt til
blóðreks.
Kím hjá sjúklingum með langvinna nýmabilun
er sérstætt á ýmsan máta. Ekki aðeins vegna þess að um
yngri sjúklinga er að ræða, en þessir sjúklingar eru oft á
aldrinum 30 — 60 ára, heldur er meingerðin á vissan
hátt sérstæð (3). Kölkunin hefureinkennandi rúnnaðar
eða hnútóttar útlínur og er oft samfara kölkun í chordae
tendineae, musculi papilares og í trabeculae myocardii
(7,8).
Kölkun í öðrum hlutum hjartans sést stundum
hjá sjúklingum með kím. Þannig hafa rannsóknir sýnt
að allt að 25 ■— 84 % sjúklinga með kím hafa einnig
þykknun eða kölkun í ósæðarloku (1,2). Kölkun í
anulus tricuspidalis, er hins vegar miklu sjaldgæfari en
kím, og er talin hafa allt aðrar orsakir. Kölkun þar sést
LÆKNANEMINN M988-41. árg.
29