Læknaneminn - 01.10.1988, Page 33

Læknaneminn - 01.10.1988, Page 33
Fylgikvillar: I. Hjartssláttartruflanir II. Leiðslutruflanir III. Míturlokuleki IV. Míturlokuþrengsli V. Blóðrek Taflal sjúklinga með kím háþrýstingshjartasjúkdóm. Ekki eru þó allir sammála því að hár blóðþrýstingur sé sjálfstæður áhættuþáttur og eru nokkra rannsóknir til sem styðja þá efasemd (1). A hinn bóginn eru tengsl ósæðarlokuþrengsla og kím vel þekkt eins og áður er getið. Þegar Brock lýsti fyrstur manna obstructivri hypertrophiskri cardiomyopathiu (HCM), árið 1957, var aðeins einn af sjúklingum hans einnig með kím. Algengi HCM meðal sjúklinga með kím er um 6,5 % (1). Rannsókn semgerð vará68 sjúklingum með HCM sýndi að flestir sjúklinga með idiopathic hypertrophic subaortic stenosis höfðu einnig kölkun í anulus mitralis. Hins vegar var út frá þeirri rannsókn ekki hægt með óyggjandi hætti að segja til um orsök eða afleiðingu. Þeir sjúklingar með HCM sem höfðu kím voru flestir í eldri kantinum og styður það heldur þá skoðun að HCM sé orsökin og valdi langvarandi auknum þrýstingi í vinstri slegli og auknu álagi á míturloku (10). Eins og áður var vikið að er kím talinn 2—3svar sinnum algengari hjákonum en körlum. Astæðurþessa eru ekki vel þekktar og í raun eru sumar rannsóknir sem draga þennan kynjamismun í efa, sumir hafa viljað bendla þetta við óeðlileg kalkefnaskipti þó það sé alls ekki vel staðfest (2). Einkenni og fylgikvillar (sjá töflu). Hjartsláttartruflanir. Meðal þeirra hjartsláttartruflana sem oft sjást hjá sjúklingum með kím eru endurtekin gáttatif (paroxysmal atrial fibrillation), hægra og vinstra greinrof, truflun í sinus hnút og algjört leiðslurof (total AV—blokk). Vegna nálægðar míturlokuhrings við His búntið er því verulega hætt við starfstruflun. Því hefur verið lýst að kalkútfellingar hreinlega rjúfi búntið. Rannsókn sem gerð var á 123 sjúklingum með kím sýndi að greinileg tengsl eru á milli þess hversu mikil kölkunin er og einkenna sem hún veldur. Þannig var miðlungs til svæsin kölkun, kím > 5mm, samfara verulega auknum líkumáatrioventricularleiðslutruflunum(II). Taliðer að allt að 76 % sjúklinga með kím hafi leiðslutruflanir (12). Framingham rannsóknin sýndi einnig fram á að sjúklingar með kím fá tólf sinnum oftar gáttatif (fibrillatio atriorum) en einstaklingar sem ekki höfðu submitral kölkun (5). Skýring þessa er talinn sá langvarandi aukni þrýstingur sem í vinstra forhólfi er, valdandi útvíkkun á hólfinu og auknum líkum á gáttatifi. Svæsnar leiðslutruflanir, hraðataktur (tachyarrythmiur) og hægataktur (bradyarrythmiur) sjásteinnigofthjáþessumsjúklingum. Sjúklingarmeð fremri kím hafa hærri tíðni af atrioventricularblokki og greinrofum eða vinstra fremra helftarrofi og intraventricular leiðslutrutlunum heldur en sjúklingar með aftari kím (12). Allt að 26 % sjúklinga með hægatakttruflanir þurftu meðferð með gangráð, sem er um fimm sinnum algengara en hjá samanburðarhópi fólks án kím. Af 68 sjúklingum sem þurftu gangráð vegnabradyarrhytmiavoru87%meðkím,enaðeins 14 % í samanburðarhóp (13). Sjúklingar með kím hafa einnig aukna tíðni á tímabundnu sinus arrest þó það stafi nú líklega f.o.f. af því að um almenna hrörnun í bandvefsgrind hjartans sé að ræða. Truflun á starfsemi míturloku. Með Doppler ómskoðunum hefur verið unnt að meta áhrif kím á starfsemi míturlokunnar mun betur en áður. Með þessari rannsóknaraðferð hefur verið sýnt fram á að 3 3— 55 % sjúklinga hafa einhvern lokuleka (4). Systólískt óhljóð sem bendir til míturlokuleka heyrist hjá 33 — 100 % sjúklinga með kím (1). Þetta óhljóð er þó ekki alltaf talið stafa út frá míturlokuleka í öllum tiivikum. Talið er að þetta sé algengasta ástæða klíniskrar greiningar nema þegar greining er gerð við rútínu ómskoðun af hjartanu. Hjá flestum sjúklingum hefur þessi míturlokuleki ekki hemodynamisk áhrif, jafnvel þó hann geti verið alvarlegur. Sumir sjúkl ingar með kím hafa einnig míturlokuprolaps. Hjá þessum sjúklingum geta margir þættir valdið míturlokuleka. Hins vegar geta báðir þessir sjúkdómar í sama sjúklingnum í raun unnið hver á móti öðrum, valdandi minni leka um lokuna. Míturlokuleki hjá sjúklingum með míturlokuprolaps er oftast samfara auknum hreyfan- leika á míturloku en sami leki hjá sjúklingum með kím LÆKNANEMINN M.ma-41. árg. 31

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.