Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1988, Blaðsíða 49

Læknaneminn - 01.10.1988, Blaðsíða 49
en í mörgum öðrum löndum og ekki má gleyma einstæðri náttúrufegurð og möguleikum til útivistar, bæði sumar og vetur, fyrir þá sem áhuga hafa á slíku. Fyrir barnafólk er Noregur þó ekki sama Gósenlandið og Svíþjóð, því hér er mikill skortur á dagheimilis- plássum og sé maður svo heppinn að krækja sér í eitt er það ekki ókeypis. Hér er því mikið stólað á dagmömmur - og þær fást heldur ekki ókeypis ! Flestir Norðmenn eru mjög áhugasamir um Sögueyjuna og eru ótrúlega fróðir um t.d. Snorra-Eddu og Heimskringlu og jafnvel Islendingasögurnar, og aðdáun þeirra á náttúru íslands, svo ekki sé minnst á Vigdísi forseta er takmarkalaus! Sem sagt, það er gott að vera Islendingur í Noregi. UPPBYGGING SÉRFRÆÐINÁMS Hægt er að stunda hér flestar greinar sérfræðináms. Venjan er, að sérfræðingsefnið sé ákveðinn tíma á hinum ýmsum deildum og fylli þá út “afrekaskrá” (t.d. í skurðlækningum). Samhliða þessu eru skyldunámskeið, sem oftast lýkur með prófi. Námsstöðum er hér skift í A-,B- og C-stöður. A- staða er námsstaða á sjúkrahúsi sem ekki er háskólasjúkrahús. B-staða er námsstaða á háskólasjúkrahúsi og C-staða er ætluð þeim sem vantar ákveðna hliðargrein til að hljóta sérfræðiréttindi (og eru því ekki lengri en eitt ár). Til að fá norsk sérfræðiréttindi fæst metið: -Tími í fastri A-, B- eða C-námsstöðu. -Tími í auglýstri afleysingastöðu (A, B eða C). -Tími í óauglýstri afleysingastöðu (A, B eða C), allt að einu ári. Það er því ekki nauðsynlegt að vera í fastri stöðu til að hljóta sérfræðiréttindi og sumir taka allt sitt sérfræðinám í afleysingastöðum. Og jafnvel þó þú hafir verið svo heppin(n) að hljóta fasta B stöðu á háskólasjúkrahúsi (sem venjulega er veitt til 5 ára) verður þú sjálf(ur) að útvega þér C stöðu (hliðargrein) ef hennar er krafist. Slíkt skapar auðvitað töluverða óvissu, bæði fjárhagslega og ekki síður ef fólk þarf að standa í flutningum á milli landshluta til að “klára kvótann”. Þá bíður sænska “bIokkar”-kerfið upp á mun meira öryggi, þar sem sérfræðingsefninu eru fyrirfram tryggðar ákveðnar stöður, hver á fætur annarri, uns takmarkinu er náð eftir ákveðinn árafjölda. Kostir þessakerfis, sérstaklegafyrirfjölskyldufólk, með böm á skólaaldri og/eða báða foreldrana úti á vinnu- markaðinum eru óumdeilanlegir. Hins vegar vinna Svíar nú að breytingum á sínu kerfi, sem flestar virðast stefna að því að gera það líkara kerfinu hér í Noregi, og munu þá “blokkimar” hverfa og hver aðstoðarlæknir gerður ábyrgur fyrir sínu sémámi (1). HVERNIG FÆR MAÐUR STÖÐU í NOREGI? Fæstir þeirra íslensku lækna, sem byrja í sérnámi í Noregi, ganga beint inn í fasta stöðu. Venjan er, að gerast áskrifandi að Norska læknablaðinu (Tidsskrift for Den norske lægeforening, Inkognitogt. 26, 0256 Oslo 2) og fylgjast með atvinnuauglýsingunum þar. Við ráðleggjum fólki að sækja um allt sem freistar, líka stuttar afleysingastöður, því það mikilvægasta er að koma sér út og sýna að maður sé til einhvers nýtur. Reynslan hefur sýnt að möguleikamir á að fá framlengingu á afleysinga- stöðunni - eða jafnvel að komast í fasta námsstöðu með tímanum - eru góðir, ef maður er áhugasamur og vinnuglaður. Annar möguleiki er að skrifa beint til yfirlækna viðkomandi deilda og falast eftir aðstoðarlæknisstöðu í hvaða formi sem er, jafnvei þó þú hafir ekkert séð auglýst frá viðkomandi deild. Þetta er best að gera seinni hluta vetrar eða snemma vors því þá fara menn að svipast um eftir afleysingafólki fyrir sumarið. Þannig er stundum hægt að komast að í óauglýsta stöðu og þá gildir bara að halda rétt á spilunum og festa sig í sessi! Háskólasjúkrahús eru í Tromsp, Throndheim, Bergen og Oslo en oft er auðveldara að fá stöðu á smærri sjúkrahúsum og koma sér svo þaðan inn á háskólasjúkrahúsin. Þeir sem hafa íslenskt læknaleyfi fá venjulega tímabundið og takmarkað norskt læknaleyfi án nokkurra vandræða, þegar þeir hafa fengið stöðu. Það leyfi verður að endurnýja á 6 mán. fresti, en innan 1 og 1/2 árs verður maður að taka svonefndan “Tilleggskurs for utenlandsmedisinere”, sem er 5 vikna námskeið með þriggja vikna fyrirlestraprógrammi í réttarlæknis- réttargeðlæknis-, heilbrigðis- og félagslæknisfræði og lyfseðlagerð og lýkur með prófum í öllum fögunum. Að þeirri “eldraun” lokinni fær maður ótakmarkað norskt lækningaleyfi. LÍFIÐ í NOREGI Þegar komið er hingað út, er í fyrstu venjulega LÆKNANEMINN 34988-41. árg. 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.