Læknaneminn - 01.10.1988, Qupperneq 51

Læknaneminn - 01.10.1988, Qupperneq 51
“vikariati.” Að fá block (verða FV-lakare) er þó miklu öruggari samningur, því þá er námstíminn skilgreindur og að vissu marki skipulagður. Það þýðir þó ekki að menn fái endilega betri menntun og mjög misjafnt er hvemig mismunandi spítalar skipuieggja blockina og misvel gengur að fara eftir því skipulagi. SJÚKRAHÚSIN Hver sýsla (lán) í Svíþjóð hefur sitt Centrallasarett (aðalsjúkrahús) sem veitir alla alhliða þjónustu og auk þess eru háskólasjúkrahús í Umeá, Uppsala, Stockholm, Linköping, Göteborg, Lund og Malmö. Ymist ráða menn sig fyrst á centrallasarett og eru svo 1 -2 ár á háskólaklinik í lokin, eða fara beint á háskólasjúkrahús. Hvortveggja hefur sína kosti og galla. Þeir sem byrja á centrallasaretti komast oftast miklu fyrr inn í alla rútínu og þurfa ekki að olnboga sig áfram eins og oft vili verða á háskólaspítulum. Séu menn búniraðeyðaeinu ári hérheima viðað vinnaíþví fagi sem þeir ætla í skiptir það minna máli. Eins getur verið erfitt að komast að á háskóladeild þegar það hentar og hitt að menn þurfa að rífa upp sína fjölsky ldu og flytja þegar kemur að því. SÉRFRÆÐIRÉTTINDI í aðalatriðum fá menn sérfræðingsréttindi eftir að hafa uppfyllt skilyrði um ákveðinn tíma í faginu og lokið ákveðnum skyldukúrsum. Hingað til hafa menn orðið að ljúka 6 vikulöngum kúrsum. Ekki hefur verið um eiginlegt sérfræðipróf að ræða. Þó er byrjað að bjóða sérfræðipróf í ortopedíu og geislagreiningu (röntgen). Ekki erskyldaað taka þessi próf, sem haldin eru 1 -2 á ári, en það telst tvímælalaust mikill plús. Ég spái því að ánæstu árum verði æ fleiri greinar sem bjóði slík próf og hinu að þau verði gerð að skyldu. Fyrir dyrum stendur auk þess nánast alger endurskipulagning á framhaldsnámi lækna (á næstu árum). Einnig á sér stað mikil umræða og hugsanlegar breytingaráráðningarformi lækna. Þauráðningarform sem stefnt er að myndu leiða til meira starfsöryggis lækna og minna flakks milli stofnana á meðan námi stendur og hugsanlega meiri möguieika á að halda áfram starfi á þeirri deild sem menn hafa lært á. LAUN Þau munu vera á bilinu 13-14000 SEK á mánuði, eða ca. 8 þúsund eftir skatt. Menn byrja í lægsta flokki og ekki er tekið tillit til vinnu hér heirna fyrr en menn hafa lokið vikulöngum kúrs til að fá löggildingu sem læknir í Svíþjóð. A þessum “legitimationskurs” er farið í heilbrigðislög og reglur, lög um lyfseðla o.þ.h. Síðan hækka launin um einn iaunaflokk árlega. Greitt er sérstaklega fyrir yfirvinnu, en 30% af henni verða menn að taka út í launum. Restinni ráða menn hvort tekið er út í fríi eða launum. FILIS Félag íslenskra lækna í Svíþjóð. í þvíeru nánast allir læknar í framhaldsnámi í Svíþjóð. Félagið gefur reglulega út meðlimaskrá sem hægt er meðal annars að fá á skrifstofu læknafélaganna. Þar má finna nöfn þeirra sem eru “ á staðnum “ og geta gefið upplýsingar og verið “hjálplegir.” LÆKNANEMINN Vim-41. árg. 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.