Læknaneminn - 01.10.1988, Side 58
félaganna og fengu upplýsingar um starfsemi og stefnu
SHI beintíæð. Þamafórulíkaframumræðurumýmis
mál og menn sögðu frá vandamálum sinna félaga.
Meðal efnis voru: lánamál, byggingar á hjónagörðum,
1. des hátíðarhöldin, útvarp ROt, kennslu-mál, skipting
fjarmagns í sjóði Stúdentaráðs og innri bygging
stúdentaráðs. Það er stefnan að þessir fundir haldi
áfram og verði grundvöllurinn að meiri áhrifum
deildarfélaganna á stefnu SHI. Vonandi að svo verði.
Þetta ýtir líka undir samstarf félaganna.
Samstarf við önnur félög.
Formaður F.L. bauð á síðasta hausti
formönnum nema í Hjúkrunarfræði, Lyfjafræði lyfsala
og Sjúkraþjálfun á fund, með það í huga að auka
samvinnu félaganna á sem flestum sviðum. Formlega
séð eru þessi félög í sömu deildinni, með sama
deildarforseta, en raunverulega erum við með fjórar
sjálfstæðar deildir sem hafa ekkert samstarf. Það er
kannski að byrja á öfugum enda að stúdentar auki
samvinnuna, á meðan að kennaramir vinna hver í sínu
horni, en við reyndum.
Viðúnnum í vetur að nokkrum málum, svo sem
mötuneytismálið á Landsspítalanum, lesstofumálið í
Eirbergi, merkispjöldin á Landsspítalanum, fram-
kvæmd l.des hátíðahaldanna og síðast en ekki síst
héldum við sameiginlega árshátíð. Auk þessa veittum
við hvort öðru ýmsar upplýsingar sem að gagni koma.
Þessar námsgreinar eru mjög ólíkar, en það
þýðir samt ekki að ekki sé hægt að vinna saman, öllum
til gagns og gleði, að einstökum málum.
Auk þessa áttum við mörg minni samskipti við
önnurdeildarfélög.
Samstarfið við deildarstjórn
Ásmundur Brekkan, með sinn harða svip og oft
óblítt viðmót, hefur reynst okkur stúdentum vel í starfi
Deildarstjóra Læknadeildar undanfarin tvö ár. Með
sjálfstæði sýnu og réttsýni hjálpaði hann okkur mikið.
Auðvitað voru árekstrar en oftast var gott að leita til
hans.
Þórður Harðarson er nýkjörinn Deildarforseti
og óskum við honum velgengni í starfi.
Um Deildarráð í heild má segjaað það varalltaf
hlustað á og ræddar tillögur stúdenta, svo að ekki er
undanþví að kvarta. Viðgetumhaftáhrif,efviðviljum
og nennum.
Við buðum Deildarráði og Kennslunefnd
Læknadeildar í jólaglögg í vetur í félagsheimilinu, og
víst er að ekki spillti það samkomulaginu.
Samstarfið við Rektor
Þó að Sigmundur vilji ólmur selja ofan af okkur
lesstofuna á Tjarnargötu 39,sjá aftar, þá er hann ekki
vondur maður. Hann reyndist vel viðræðuhæfur og tók
vel okkar málflutningi. Hann hélt í vetur fund með
formönnum allra nemendafélaganna og ræddum við
þar meðal annars hlutverk háskólans, þ.e. hvort hér á
að vera Akademía eða Verkmenntaskóli.
Félagsheimilið að suðurgötu 26b.
Við erum til húsa í gamla kofanum skáhallt upp
af Skólabæ. Þar höfum við 3 herbergi á neðri hæð og
4 áefri hæð. DanskurLektorhýristíeinu herbergi áefri
hæðinni. Húsið er illa byggt og illa farið, en í vetur
fengum við Háskólann til að gera miklar endurbætur
innanstokks, sem utan. Skippt á gólfum, nýr vaskur,
rifnir veggir, lagaðar þakrennur og hitaveita og sjálf
máluðum við allt húsið að innan og settum upp
rimlagluggatjöld. Um leið tókum við til og komum til
dæmis öllu fræðabúrinu og skjalasafni F.L. fyrir í góðu
herbergi, útbjuggum sér tölvuherbergi og
fundarherbergi. Skemmst er frá að segja að þetta var
mikið verk, en gekk vel og sennilega höfum við núna
besta félagsheimilið af öllum nemendafélögunum í
H.í.
Húsið mun hafa sögulegt gildi og verður því
ekki rifið. Hinsvegar hefur Háskólin ekki ráð á að gera
það fullkomlega upp svo að líkur eru á því að við
höldum aðstöðunni einhver ár.
Lesstofur
Háskólinn hefur reynt í mörg ár að selja húsið að
Tjamargötu 39, þar sem eru lesstofur læknanema í
kjallara og á fyrstu hæð. Þótt undarlegt megi virðast,
hefur engin viljað kaupa höllina og við því haldið
lesplássinu.
Um 30 manns hafa lesið þama á hverjum vetri.
Til stóð að loka húsinu núna í haust, því að Háskólinn
vill ekki púkka meiru upp á húsið. Ekkert skrítið við
það, húsið er ónýtt. Á sama tíma er Læknadeild að
fly tja út úr Ármúla 30 yfir í V atnsmýrina og missum við
þaraðauki um20borð. FyrirhugaðarlesstofuríVatns-
mýrinni verða ekki til fyrr en á næsta ári, og
56
LÆKNANEMINN árg.