Læknaneminn - 01.10.1988, Side 62

Læknaneminn - 01.10.1988, Side 62
aðallega úr þremur áttum. Félagsgjöld, ráðningagjöld og úr félagsmálasjóði Stúdentaráðs. Helmingur félagsgjalda fer til Læknanemans. Afgangurinn fer í almennanrekstur.t.d. útgáfu Meinvarpaog Símaskrár, kynningabæklinga ýmiskonar, styrkir tii utanfara á ýmsar ráðstefnur, risnu stjómar og fleirra. Félagið er stórt og hefur töluverð umsvif og leggur læknanemum lið í hinum og þessum málum. Með því að kaupa félagsskírteini styrkja læknanemar félagið beint, en í staðin fá þeir áskrift að Læknanemanum, möguleika á læknastöðum og ódýrara inn á böll félagsins. Fræðslunefnd Á síðastliðnu starfsári, stóð fræðlunefnd fyrir fundum, námskeiðum og gagnasöfnun fyrir fræðabúrið. Fjórir fræðslufundir voru haldnir á starfsárinu. Snemma hausts var haldinn fundur í samvinnu við Félag lækna gegn kjamorkuvá. Þar var starfsemi félagsins kynnt og fjallað um kjarnorkuna. Einkum var fjallað um hlutverk læknanema og lækna í baráttunni gegn kjarnorkuvá. “Náttúrulyf- Náttúruefni1' varnæstafundarefni. Þarhöfðu framsögu Ævar Jóhannesson, Magnús Jóhannsson og Jónas Kristjánsson. Síðan svöruðu þeir fyrirspurnum, og varð umræðan ansi lífleg á köflum. Fundurinn var mjög fróðlegur og vel sóttur. Þriðji fundurinn fjallaði um Syndina, og var haldinn í samvinnu við Félag Hjúkrunarfræðinema. Fulltrúar frá Samtökunum um sorg og sorgarviðbrögð sáum um fundinn, sem var mjög athyglisverður og fjallaði um efni sem læknanemum er nauðsynlegt að hugsa um. Það er því mjög dapurt hvað læknanema mættu illa, en hinsvegar komu margir lyfjafræðinemar. Fulltrúar samtakanna buðust til að halda annan fund um sama efni fyrir læknanema og lyfjafræðinema og rætt var um að hafa hann núna í haust. Það er óskandi að læknanemar sýni nú meiri áhuga, því að það er hverjum verðandi lækni nayuðsynlegt að vita um sorg og viðbrögð fólks við henni. Síðasti fundur vetrarins fjallaði um heilbrigðismálí3. heiminum. ÁstríðurStefánsdóttirsá um fundinn og var hann mjög athyglisverður. Því miður var mjög fámennt en í staðin góðmennt og fór fundurinn fram yfir kaffibollunum á Gauki á Stöng. Annað starf Fræðlunefndar var að afla gagna í Fræðabúrið. Þar með talin eru próf og verkefni og ýmislegt annað, sem mönnum dettur í hug að komið geti að gagni í náminu. Ég þakka síðan fyrir samstarfið á síðasta starfsári. Mér þykir að vísu að læknanemar mættu mæta betur á fræðslufundi. Þeir fjalla oft um efni sem ekki fær neitt pláss í náminu, en sem læknanemar hafa gott og gaman af að kynnast. Einnig skora ég á félags menn að koma með hugmyndir að fundarefni og aðrar hugmyndir um störf fræðslu- nefndar, svo að hún geti sinnt hlutverki sínu enn betur en ella. F.h. fræðslunefndar, Gerður Aagot Ámadóttir Frá Hópslysanefnd Starf nefndarinnar fólst í því að halda skyndihjálparnámskeið sem um 60 mans sóttu. Einnig stóð hún fy rir heimsókn í stjórnstöð almannavama, sem var mjög fróðleg en fámenn. Meira nenntum við haugarnir ekki að gera, en starfsmöguleikar nefndarinnar eru nánast óþrjótandi og vonandi að kraftur færist í starfið. F.h. hópslysanefndar, Hildur Einarsdóttir Læknaneminn Fyrra tölublað ársins 1988 skaut upp kolli í lok aprílmánaðar. Síðara tölublaðið (þetta blað) lætur sjá sig í kringum áramótin. Mikil breyting hefur átt sér stað á vinnslublaðsins,höfundar hafaskilað greinum sínum inn á diskettu og ritnefnd hefur dundað sér með textann fyrir framan skjá tölvunnar og sett upp blaðið. Sparar þetta pening fyrir félagið en eykur vinnu ritnefndar. Ritstjóri. 60 LÆKNANEMINN Vi988-41. árg.

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.