Læknaneminn - 01.10.1991, Síða 46

Læknaneminn - 01.10.1991, Síða 46
4. Ef hemoglobin barnsins er hátt getur þurft a þynna blóðið þannig að þykktarstuðull (viscositet) blóðsins sé ekki of mikill. Ef barnið er blóðlítið þarf að gefa blóð. 5. Lungnablóðrás barnanna með PPHN er sérlega næm fyrir breytingum í súrefnisþrýstingi blóðsins, enda er súrefni sem slíkt öflugasta lyfið sem til er til að slaka á lungnaslagæðum. Það er æskilegt að súrefnisþrýstingur (p02) sé á milli 80 og 100 mmHg. Sýnt hefur verið fram á, að ef unnt er að halda pO 2 yfir 100 mmHg eru horfurbarnanna betri. Súrefni þarf að gefa til að ná þessu markmiði og sé öndunarbilun ekki tengd sjúkdómsástandinu, er ekki þörf á annarri öndunaraðstoð. 6. Nægi ekki að gefa súrefni er næsta skrefið að framkalla alkalosis. Birtar hafa verið allmargar niðurstöður rannsókna, þarsemsýnthefurveriðfram á að bæði metabólísk og respiratorisk alkalosa lækkar mótstöðu í lungnablóðrás. Þannig er unnt að setja barnið á öndunarvél og anda það hratt fyrir barnið að pCO, lækki úr ca 40 mmHg niður í 20 - 25 mmHg. og pH fari í 7.55- 7.60. Þegar þessu er náð lækkar mótstaða í lungnablóðrás oft snögglega. Ef árangur á að nást á annað borð með því að nota alkalosis þarf að gera það strax í upphafi þar sem lungun brey tast eftir stuttan tíma á öndunarvél og sléttur vöðvi lungnablóðrásar verður mun síður næmur fyrir breytingum í pH. 7. Lyf sem hafa þá aðalverkun að slaka á sléttum vöðva í lungnablóðrás eingöngu eru engin til utan súrefnis sem þegar hefur verið nefnt. Eitt fárra lyfja sem reynst hefur nothæft til að lækka mótstöðu í lungnablóðrás er Tolazoline (Priscoline) en það hefur marga ókosti. Það hemur alfa viðtæki og hefur einnig væg kólínerg áhrif auk þess að vera Histamín losandi. Þetta að samanlögðu hefur áhrif í þá átt að slaka á sléttum vöðva lungnablóðrásar og draga þannig úr mótstöðu. Hins vegar er þessi verkun ekki sértæk fyrir æðar lungnablóðrásar og oft eru áhrif lyfsins síst minni á blóðrás líkamans að öðru leyti. Það sem þá ræður hvort lyfið er nothæft eða ekki er hvort um er að ræða hlutfallslega meiri áhrif á lungnablóðrás eða blóðrás líkamans. Sé um að ræða tiltölulega meiri verkun á lungnablóðrás er lyfið nothæft en sé tiltölulega meiri verkun á blóðrás líkamans versnar sjúklingnum af lyfinu. Aukaverkanireru miklar og oft alvarlegar, einkum í formi blæðinga (31%), lágþrýstings (32%) og nýrnabilunar (36%) og í einni rannsókn höfðu alls um 70% sjúklinganna sem fengu lyfið eina eða fleiri ofangreindra aukaverkana. Annað æðavíkkandi lyf er Natrium nitroprusside sem er síður virkt á lungnablóðrás en Tolazoline en hefur minni aukaverkanir. A síðustu árum hefur ECMO (extracorporeal membrane oxygenation) verið reynd á þeim sjúkling- um sem hafa mjög slæmar horfur. Eru bömin sett á nokkurs konar hj arta-og 1 ungnavél á meðan þau eru að komast yfir lungnasjúkdóminn. I fyrstu var áhugi mikill fyrir þessari meðferð en á seinni árum hefur meðferð eins og lýst er að ofan gefið það góða raun að ekki er marktækur munur á, þegar upp er staðið. Horfur Hvernig farnast þessum sjúklingum? í flestum erlendum rannsóknum hafa dánarlíkur barna sem fá PPHN verið ábilinu 20 - 40 %. Um 12-25% barnanna semlifaafog náséreru aðeinhverjuleyti heilasköðuð eftir veikindin. Það er þó ekki ljóst að hve miklu leyti heilaskaði tengist þeirri undirliggjandi orsök, sem leiðir til PPHN, og að hve miklu leyti sjúkdómurinn sjálfur og meðferðin veldur. Vitað er, að súrefnis- skortur fyrir fæðingu er ein af orsökunum og er að auki ein af aðalorsökum heilaskaða hjá börnum. Það er því mikilvægast að reyna að koma í veg fyrir PPHN og er það mögulegt þótt því markmiði verði sennilega aldrei náð að fullu. Snör handtök í fæðingu, þegar legvatn er litað af fósturhægðum, til að koma í veg fyrir innöndun hægðanna, meðhöndlun sýkinga strax og grunur er til staðar, eftirlit með fósturriti, fyrir og í fæðingu, þannig að yfirvofandi súrefnisskortur greinist, er meðal þess sem nauðsynlegt er að hafa sífellt í huga þegar um fæðingar og nýfædd börn er að ræða. Niðurlag I þessari grein höfum við leitast við að gefa yfirlit yfir nýburavandamál sem veldur lífshættulegum veikindum og jafnvel dauða. í fljótu bragði kann að virðast sem um mjög sjaldgæft 44 LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.