Læknaneminn - 01.10.1991, Qupperneq 85
stöðluð áreiti við afmarkaðar aðstæður, sem gera
sjónhimnu kleift að “sýna sitt besta”, og verða þessir
þættir ræddir hér. Rétt er að benda á hér að ekki er til
neinn alþjóðlega viðurkenndur staðall fyrir klínískt
ERG, og talsverður munur á þeim protokol sem er
notaður á einni klíník og þeirri næstu. Ber að hafa
þettaíhuga þegarlesiðerum sjúkdómslilfelli þarsem
ERG var notað við greiningu .
Stafir og keilur.
Mikilvægt er að geta aðskilið þátt stafa og
keilna í ERG svörun. Erekki auðhlaupið að gera það,
þar sem við mikið birtumagn ljóss fæst blönduð
svörun, en jafnframt aðeins ef notað er mikið
birtumagn er hægt að fá hámarkssvörun allra keilna.
Ber að undirstrika hér aftur að sjónhimnurit er
heildarsvörun allrar sjónhimnu, og þar sem stafir eru
mun fleiri en keilur í mönnum, er þáttur stafa ávallt
ríkjandi, nema þegar sérstaklega er “þaggað niður” í
þeiin, t.d. með björtu bakgrunnsljósi, eða enn flóknari
tilfæringum (sjá Id. Esteves og Spekreijse, 1982;
Horiguchi, Eysteinsson og Arden, 1991). Hinsvegar
er ekki hægt að fá optimal svörun allra stafa nema
sjónhimnan sé aðlöguð að rökkri í amk. 30 mín, né
leggja raunhæft mat á næmi þeirra, sem gæti verið
ntinnkað, og er oft í mörgum þeim augnsjúkdómum
sem sjónhimnurit er notað við greiningu á.
Skynsamlegasta leiðin er því að aðlaga að rökkri og
taka ERG svörun fyrst við áreitum sem eingöngu erta
stafi. Rétt er að nota ávallt Ijós sem gefurb-bylgju (en
enga a-bylgju) rétt fyrir ofan þröskuld stafa í normal
fólki, þ.e. dimmt blátl Ijós (sbr. efst til vinstri á mynd
6). Ef sjúklingur sýnirekki svörun við þessu, er rétt að
Mynd 6. Sjónhimnurit 23 ára læknanema, skráð af höfundi á Göngudeild Augndeildar. Skráð var frá báðum augum svörun
við mismunandi áreitum. Birtumagni var breytt með ljóssíum (Kodak). Tölur vinstra megin við skráningar sýna minnkun
birtumagns miðað við hámark, í veldiseiningum. Efri skráning hægra megin við hverjatölu erfrá vinstra auga, sú neðri frá
hægraauga. Vinstri dálkur myndar sýnir sjónhimnurit þegarbylgjulengdum Ijósertingar var stjórnað með blárri “cut off’
ljóssíu (Kodak Wratten no. 47). Hægri dálkur sýnir skráningar án blárrar ljóssíu. Neðstu tvær skráningar hægra megin sýna
svörun við hvítu ljósi með tíðni ertingar upp á 30 Hz (“flicker”). Kvörðun spennu og tíma er sýnd með hornréttun línum
neðst. (Þ. Eysteinsson, áður óbirt).
LÆKNANEMINN 2 1991 44. árg.
83