Iðjuþjálfinn - 2023, Blaðsíða 12

Iðjuþjálfinn - 2023, Blaðsíða 12
Iðjuþjálfinn I Fagblað iðjuþjálfa I 1. tölublað 2023 12 PHYSICAL AND OCCUPATIONAL THERAPY IN PEDIATRICS Leosdottir, T., Egilson, S. T. og Georgsdottir, I. (2005). Performance of extremely low birthweight children at 5 years of age on the Miller Assessment for Preschoolers. Physical & Occupational Therapy in Pediatrics, 25(4), 59–72. FÆR OCCUPATIONAL THERAPY IN MENTAL HEALTH Ásmundsdóttir, E. E. (2009). Creation of new services: Collaboration between mental health consumers and occupational therapists. Occupational Therapy in Mental Health, 25(2), 115–126. ÞJÓN ASIAN JOURNAL OF OCCUPATIONAL THERAPY Higashi, Y., Takabatake, S., Matsubara, A., Nishikawa, K., Kaneda, T., Nakaoka, K., Somei, Y. og Árnadóttir, G. (2023). Neurobehavioral Impairment Scale of the A-ONE J: Rasch analysis and concurrent validation. Asian Journal of Occupational Therapy, 19(1), 30–37. ARM HONG KONG JOURNAL OF OCCUPATIONAL THERAPY Higashi, Y., Takabatake, S., Matsubara, A., Nishikawa, K., Shigeta, H. og Árnadóttir, G. (2019). Reliability and validity of the Japanese version of the ADL-focused Occupation-based Neurobehavioral Evaluation (A-ONE J): Applying Rasch analysis methods. Hong Kong Journal of Occupational Therapy, 32(1), 32–40. ARM Flestar greinanna fjölluðu um þjónustu iðjuþjálfa (ÞJÓN), aðferðafræði eða rannsóknir á matstækjum (ARM) og þátt- töku og umhverfi (ÞU), álíka margar í hverjum flokki. Fjórtán greinar sneru að þjónustu iðjuþjálfa með einum eða öðrum hætti, þar af birtist helmingurinn í Iðjuþjálfanum. Oftast var um að ræða rannsóknargreinar þar sem rýnt var í upplýsingar frá notendum, svo sem grein Elínar Ebbu Ásmundsdóttur (Ásmundsdóttir, 2009) og Sólrúnar Óladóttur og Guðrúnar Pálmadóttur (Óladóttir og Pálmadóttir, 2017) eða frá starfsfólki (t.d. Ásdís Sigurjónsdóttir o.fl. 2019; Hulda Þórey Gísladóttir o.fl., 2020). Í stöku tilvikum var bæði byggt á upplýsingum frá notendum og starfsfólki svo sem í grein Söru Stefánsdóttur og Snæfríðar Þóru Egilson (Stefánsdóttir og Egilson, 2016). Einnig voru dæmi um greinar þar sem upplýsingum úr fleiri rannsóknum var teflt saman, svo sem í grein Guðrúnar Pálma- dóttur (2004). Þrjár greinar fjölluðu um þjónustu við börn en hinar 11 um þjónustu við fullorðið fólk. Því næst komu greinar sem fjölluðu um þýðingu, staðfæringu eða aðrar rannsóknir á matstækjum (ARM) eða 13 greinar alls. Matstækin beindust flest að færni og þáttum sem hafa áhrif á færni. Flestar greinanna sneru að réttmætisathugunum á og notagildi A-One hér á landi og víðar eða sex greinar alls (Árnadóttir, 2017; Árnadóttir og Fisher, 2008; Árnadóttir o.fl., 2012; Gardarsdóttir og Kaplan, 2002; Higashi o.fl. 2019; Higashi o.fl., 2023). Umfjöllun um A-One er einnig miðlæg í grein Guðrúnar Árnadóttir (2008) en þar er jafnframt fjallað um önnur matstæki sem byggja á áhorfi svo sem AMPS. Önnur matstæki sem fjallað var um byggðust á upplýsingum frá notendum eða aðstandendum þeirra og beindust að þátt- töku og færni. Fjórar greinar fjölluðu um rannsóknir og stað- færingu á MOHO-matstækjum í íslensku og erlendu samhengi (Antwerp o.fl., 2016; Fenger og Kramer, 2007; Kristjana Fenger o.fl., 2020; Sigurðardóttir o.fl., 2022) og notagildi þeirra. Undir þennan flokk settum við einnig grein Sigrúnar Kristínar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.