Iðjuþjálfinn - 2023, Blaðsíða 28

Iðjuþjálfinn - 2023, Blaðsíða 28
Iðjuþjálfinn I Fagblað iðjuþjálfa I 1. tölublað 2023 28 Viðtal: Þorum að spyrja og prófa eitthvað nýtt Dr. Björg Þórðardóttir, iðjuþjálfi Gestalektor við Háskólann á Akureyri Kennari og rannsakandi við iðjuþjálfunar fræði Oslo Storbyuniversitet. Dr. Björg Þórðardóttir sinnir fullu starfi við kennslu og rann- sóknir í iðjuþjálfunarfræði við OsloMet (áður Høyskolen i Oslo). Hún brást vel við beiðni ritnefndar að segja lesendum nánar frá námi sínu og störfum, meðal annars við íslenska útgáfu ReDo og Vamo í samstarfi við Reykjalund og fleiri. Hún lauk námi í iðjuþjálfun í Næstved í Danmörku 1997. Hún flutti þá aftur til Íslands, eignaðist fjölskyldu og vann lengst af á Reykjalundi. Nám og starf á Norðurlöndum „Við fjölskyldan fluttum svo til Lundar í Svíþjóð korter í hrun 2008. Makinn fór í meistaranám og ég tók lokaönnina í BS-námi í iðjuþjálfun við Lundarháskóla til að komast i meistaranám haustið 2009. Ég ílengdist í Lundi og var í doktorsnámi 2011–2016 hjá Centre for Aging in Supportive Environment,“ rifjar Björg upp (sjá https://www.case.lu.se/en/ case­startpage). Sem fyrr segir er Björg rannsakandi og kennari við OsloMet. Þar hefur hún starfað í rúm fimm ár, og næstum jafnlengi hjá Háskólanum á Akureyri. „Í Osló kenni ég aðallega á 2. ári og svo leiðbeini ég nokkrum meistaranemum, bæði hér og við HA. Í haust byrjuðu 24 iðjuþjálfar (!) í meistaranámi við OsloMet sem er mikil fjölgun frá fyrri árum. Í fyrra byrjuðu til dæmis aðeins 6, svo aukningin er gríðarleg – mjög jákvætt og spennandi. Það hefur líka verið lögð vinna í að kynna þetta nám undanfarið,“ útskýrir Björg. Fjölbreytt og fræðandi kennsla „Ég kenni aðallega á haustin í yfirgripsmiklu endurhæfingar- námskeiði svo það er mikil skipulagning í kringum það eigin- lega allt árið. Við fáum fjölda kennara frá vettvangi til að kenna bæði fræðilega og verklega kennslu, eins og t.d. spelkugerð, COPM, notkun Virtual Reality við bæði líkamlega og geðræna sjúkdóma, fáum inn lækna til að kenna sjúkdómafræði, iðju- þjálfa frá Aldring og Helse sem eru sérfræðingar þegar kemur að heilabilun, heimsækjum Sunnaas Sykehus (https://www. sunnaas.no/) og áfram mætti lengi telja,“ lýsir Björg. Hún sér einnig um aðgengisviku seinna á haustönn, „og einmitt þar erum við hjá OsloMet að byggja upp samstarf við námskeiðið Félagslegt umhverfi, stuðningur og tengsl (FUS) við iðjuþjálfunarfræði í HA og stefnum á að láta nemana hittast á fjarfundi í lok nóvember. Ég kynnti einmitt aðgengisvikuna á WFOT í París í fyrra og langar að gera hana enn stærri með nemendum og notendum frá fleiri löndum. Það er gælu- verkefnið mitt. Ég hef fengið Ósk Sigurðardóttur til að segja frá Römpum upp Reykjavík og Sigrúnu Kristínu Jónasdóttur til að segja frá sínum rannsóknum. Þær hafa þá verið á zoom en ég hef haft fyrirlesara í stofu líka, t.d. prófessor Inger-Marie Ég og kollegi Fanny Alexandra að prófa Gerisuit og COPD hermibúnað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.