Iðjuþjálfinn - 2023, Qupperneq 30

Iðjuþjálfinn - 2023, Qupperneq 30
Iðjuþjálfinn I Fagblað iðjuþjálfa I 1. tölublað 2023 30 Gaman að nota matstæki og efla samskipti Aðgengisvikan er að mati Bjargar skemmtilegust af því hún er veitir upplifun á eigin skinni. „Síðan finnst mér gaman að láta nemendurna rýna í alls konar matstæki í vinnustofu. Ég er hrikalega montin af hvað við eigum mörg þeirra á íslensku og þar eru Kristjana Fenger og MOHO-matstækin algjör gullnáma. Mér finnst svo gaman að segja nemendum frá matstækjunum sem eru til. Ég hef líka keypt nokkur sænsk matstæki til að nota í vinnustofunni,“ útskýrir hún. Björg hefur búið í fjórum Norðurlöndum og tekið eftir ýmsu svipuðu og einnig ólíku. „Það er svo gaman, og það er alveg munur á daglegum athöfnum. Þó við séum norræn og margt líkt með skyldum þá er samt menningartengdur munur á okkur. Svo eru nemendur að koma bæði í Svíþjóð og Noregi og spyrja, af hverju eigum við að nota matstæki þegar enginn notar þau á vettvangi? Bara leyfa þeim að sjá þau og skoða, alveg eins og íslensku nemarnir eru að gera, þeir eru að skoða matstæki sem búið er að þýða og það gefur þeim heilmikið. Það er ekki búið að þýða jafn mörg matstæki í Noregi en aðeins skárra í Svíþjóð. Sænskir iðjuþjálfar eru miklu fleiri, fleiri sem eru með doktorsgráðu, miklu meiri hefð fyrir því þar,“ bætir hún við. Síðan segir hún einnig gaman að taka þátt í að efla samskipti námsbrauta milli landa og greiða leið nemenda með ýmsum hætti, „annaðhvort fara í skiptinám eða vinna saman á netinu, leysa verkefni saman en samt í sitt hvoru landinu. Margir eiga þess ekki kost að fara í skiptinám vegna aðstæðna en svo getur verið að námsbrautirnar sjálfar hafi ekki verið nógu sveigjan- legar að meta það, sem er í boði annars staðar, inn í námið hjá sér. Við þurfum að sjá tækifærin í að nemi fái að sjá hlutina frá öðrum vinklum en einmitt þeim sem við kennum. Þar er HA til fyrirmyndar því þar eru í boði valnámskeið í grunnnáminu, og ég veit ekki til að það sé í boði í iðjuþjálfunarnámi á hinum Norðurlöndunum,“ lýsir Björg. ValMO í uppáhaldi ValMO (e. Value of meaning in occupation) er einnig í uppá- haldi hjá Björgu og tengist rannsókn á notkun ReDo-íhlutun- arinnar á Reykjalundi. „Ég tók eina önn í Lundi til að skrifa BS ritgerðina mína af því ég var ekki með BS-frá Danmörku. Ég fór á námskeið hjá Lenu Karin Erlandsson sem var þá að þróa ReDo, og fannst allt sem hún sagði vera svo rökrétt. Mér fannst þetta vera það sama og við vorum að gera á námskeiðunum á Reykjalundi. Þessi kenning þeirra sem heitir ValMO, Value of meaning in occupation, tengist ReDo. Þetta kveikti svo í mér og mér fannst þetta hjálpa mér að skilja, hvað erum við að meina þegar við erum að spyrja fólk um hvað er mikilvægt fyrir þig og hvaða iðja er mikilvæg fyrir þig?“ útskýrir hún. „Þegar ég byrjaði á Reykjalundi þá var COPM að koma og það var ákveðið heilt yfir að við ættum að nota það. Það voru alls konar pælingar fram og til baka hvernig við ættum að nota það og við æfðum okkur og lærðum á hvernig við áttum að spyrja Jarðaberja season i OsloMet. Þegar ég giftist vísindastarfinu.

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.