Iðjuþjálfinn - 2023, Page 37

Iðjuþjálfinn - 2023, Page 37
Iðjuþjálfinn I Fagblað iðjuþjálfa I 1. tölublað 2023 37 Einstakur árangur Upphafið Hugarafl fagnaði 20 ára afmæli þann 5. júní í ár. Við tímamót sem þessi höfum við litið yfir farinn veg, skoðað baráttuna, árangurinn, farið yfir reynsluna og horft til framtíðar. Hugarafl var stofnað í Grasagarðinum í Laugardal þann 5. júní 2003. Fimm einstaklingar lögðu á ráðin og hófu opið samtal um drauma sína um betra geðheilbrigðiskerfi á Íslandi. Í hópnum voru fjórir einstaklingar sem höfðu persónulega reynslu af geðheilbrigðiskerfinu og iðjuþjálfi sem hafði starfað á bráðamóttöku geðsviðs Landspítala Háskólasjúkrahúss. Öll vorum við sannfærð um að gera mætti betur og vorum tilbúin að leggja okkar á vogarskálarnar til að draumar okkar gætu ræst. Við vildum nýta reynslu okkar og stuðla að breyttum áherslum. Öll höfðum við reynslu á eigin skinni af hvernig geðheilbrigðiskerfið virkaði og hvernig þjónustan var. Við vildum sjá breyttar áherslur og mannúðlegri nálgun. Við vildum sjá meira samtal í þjónust- unni, sjá áherslu á styrkleika og minni áherslu á sjúkdóma. Við vildum sjá full réttindi til handa þeim sem leita aðstoðar vegna geðrænna áskorana og aðstandenda þeirra. Við ákváðum að gera „byltingu“ og lögðum á ráðin sumarið 2003. Sátum í Grasagarðinum tvisvar í viku og deildum skoðunum okkar, löngunum og draumum. Þessi fimm manna hópur hafði stóra drauma, hugsjónir og vilja til að nýta kraftana til breytinga. Að þrýsta á breytingar krefst seiglu og áræðis og að ýta við stöðnun er ekki einfalt. Stöðnun gefur engin fyrir- heit um breytingar eða nýjar leiðir en það var einmitt það sem við vildum, skapa nýja leið sem yrði valmöguleiki í bataferli við hefðbundna geðheilbrigðisþjónustu. Við kynntum til sögunnar batanálgun PACE (Dan Fisher, Md PhD, Tom Langan og Laurie Ahern) og valdeflingu, ásamt Working Definition of Empowerment eftir Judi Chamberlin sem við höfum unnið eftir í öllu starfi okkar undanfarin 20 ár. Þess má einnig geta að þessi hugmyndafræði hefur einnig verið notuð í Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri, iðjuþjálfunarfræði. Styrmir Gunnarsson heitinn, þáverandi ritstjóri Morgun- blaðsins, studdi Hugarafl dyggilega af stað og opnaði blaðið fyrir okkur. Hann þekkti geðheilbrigðismál af eigin raun og beitti sér alla tíð fyrir að framþróun gæti orðið í nálgun og þjónustu. Heilbrigðisráðherra á þessum tíma var Jón Kristjánsson og hann var fyrsti ráðamaðurinn sem við heimsóttum. Jón sýndi okkur strax velvilja og ákvað að gefa hugmyndum okkar braut- argengi. Þegar undirritaður iðjuþjálfi lagði af stað til þáverandi heilbrigðis- og tryggingamálanefndar var hugmyndin að sinna eftirfylgd einstaklinga og vinna með aðstandendum að uppbyggingu tengslanets og hópastarfi sem fékk nafnið Hugarafl. Þegar unnið var að beiðni til nefndarinnar studdu tveir einstaklingar við iðjuþjálfann í hverju skrefi og það var ómetanlegt; Björk Pálsdóttir þáverandi forstöðumaður Hjálpar- tækjamiðstöðvar hjá Tryggingastofnun ríkisins og Kristján Guðjónsson þáverandi forstöðumaður Sjúkratrygginga hjá TR. Það ber að þakka framsýni þeirra og stuðning við nýsköpun á geðheilbrigðissviði. Þau höfðu trú á framtakinu og sýndu það sannarlega í verki. Auður Axelsdóttir, iðjuþjálfi og framkvæmdastjóri Hugarafls. Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls. Forsetinn mættur í 20 ára afmæli Hugarafls. Hugarafl

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.