Iðjuþjálfinn - 2023, Síða 38

Iðjuþjálfinn - 2023, Síða 38
Iðjuþjálfinn I Fagblað iðjuþjálfa I 1. tölublað 2023 38 Fjöldinn allur af góðu fólki hefur stutt starf Hugarafls í gegnum tíðina og viljað sjá breytingar. Alþingi Íslendinga, ráðherrar, þingmenn, fagfólk og almenningur hefur fylgst með og hvatt samtökin áfram. Það er ómetanlegt og hefur oft gert það að verkum að við höfum ekki látið deigan síga í landslagi geðheilbrigðiskerfis sem hefur á vissan hátt runnið sitt skeið. Hugarafl er alltaf í opnu samtali við þá aðila sem láta sig málefnið varða og leggur einnig áherslu á opin skoð- anaskipti og tjáningu. Oftar en ekki er leitað álits hjá Hugarafli, m.a. fyrir stefnumótun, varðandi frumvörp og þróunarvinnu í geðheilbrigðismálum. Þannig hafa samtökin víðtæk áhrif og geta alltaf leitað í notendareynslu Hugaraflsfólks. Þróunin Fyrstu árin var eftirfylgdin GET (Geðheilsa eftirfylgd) rekin á vegum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Teymið GET og Hugarafl vann hlið við hlið. Þarna var fyrsta geðteymi heilsugæslunnar skapað og áherslurnar voru bati og vald- efling, persónuleg þjónusta og eftirfylgd. Það þótti bera vott um framsýni, þ.e. að notendur og fagfólk gætu stillt saman strengi og nýtt reynslu hver annars í starfinu. Má til gamans nefna að við hlutum verðlaun fyrir vikið frá styrktarsjóðnum „Þú getur“ fyrir að leiða þessa tvo hópa saman og stuðla að auknu samstarfi sem gæti verið óþvingað með jöfnum valdahlutföllum. Það var mikilvægt því það er því miður frekar „auðvelt“ að taka völd af einstaklingum og fjölskyldum sem ganga í gegnum geðrænar áskoranir og leita sér hjálpar. Vanmátturinn er svo mikill, óttinn er óþægilega nálægur þegar vanlíðan ber að garði og hann tekur stundum stjórnina. Þjónustan áskilur sér rétt til að ráða för, taka völdin á þeim forsendum að heilbrigðisstarfsfólk viti betur, en það er því miður ekki alltaf raunin. GET var lagt niður árið 2017 af þáverandi heilbrigðisráðherra Svandísi Svavarsdóttur. Það var mikið áfall og virtist ekki endi- lega ákvörðun hugsuð með hag notenda og aðstandenda í huga. Brautryðjendastarf til 15 ára var engu að síður lagt niður og þar með þessi valmöguleiki að geta haft opið aðgengi án biðlista með valdeflingu og bata að leiðarljósi. Hér var í raun og veru um óskiljanlega ákvörðun að ræða og gríðarlegur árangur hunsaður að því er virðist. Þróun geðteyma innan heilsugæslunnar fór af stað í kjölfarið en með töluvert annarri nálgun. Áhersla er lögð á sjúkdómsgreiningar og notandinn þarf sannarlega að „passa inn“ en ekki öfugt eins og það ætti að okkar mati að vera, þ.e. að þjónustan sé alltaf á forsendum notandans en ekki fagfólksins. Við opnun nýrrar aðstöðu í Síðumúla. Vinnufundur stjórnar Hugarafls og Dan Fisher í maí 2023.

x

Iðjuþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.