Iðjuþjálfinn - 2023, Blaðsíða 39

Iðjuþjálfinn - 2023, Blaðsíða 39
Iðjuþjálfinn I Fagblað iðjuþjálfa I 1. tölublað 2023 39 Hvers vegna vildum við breytingar þegar Hugarafl var stofnað? Jú, við vissum að vanlíðan eða þjáning stafar yfir- leitt af áföllum eða vöntun á stuðningi. Þörfin fyrir hlustun, nánd og manngæsku er rík þegar þjáning verður allt að því óbærileg. Það þarf ekki að greina eða stimpla þjáninguna. Þegar í öngstræti er komið eru tengsl og nánd það sem getur rofið þá einangrun og þann ótta sem hefur skapast við að missa stjórn og von. Öll þurfum við val og fjölbreytta möguleika þegar leita þarf þjónustu, við pössum ekki öll inn í sama formið og höfum mismunandi þarfir. Þegar við lögðum af stað óraði okkur ekki fyrir þeirri þróun sem við getum horft yfir á 20 ára tímabili. Í upphafi vorum við lítill hópur sem þráði að sjá breytt landslag í geðheilbrigðisþjónustu með áherslu á valdeflingu, bata og mannréttindi. Hópurinn er hreint ekki lítill lengur og hlutverk Hugarafls í íslensku samfélagi hefur vaxið á ógnarhraða á síðustu árum. Hugarafl gegnir nú mörgum hlut- verkum. Hugarafl er opin batamiðstöð, öflug endurhæfing, nýsköpun, hugsjónastarf, aðhald við hefðbundna þjónustu og áfram mætti telja. Núið Við viljum sýna í verki að hægt er að stuðla að bata með öðrum leiðum, leiðum sem efla sjálfstæði, taka mið af forsendum einstaklingsins eða fjölskyldunnar, leiðum sem auka batalíkur og virkja þátttöku í samfélaginu. Markverður árangur hefur ítrekað mælst og eru nýjustu niðurstöður frá Háskóla Íslands vægast sagt eftirtektarverðar. Einnig hafa verið gerðar kannanir á þjónustu Hugarafls við sveitarfélögin Reykjavík og Kópavog. Niðurstöður hafa verið góðar; sýnt fram á ábata sveitarfélaganna og aukin tækifæri fyrir einstaklinga sem hafa þegið fjárhagsaðstoð til endurhæfingar og batavinnu. Litið til fortíðar og framtíðar má segja að margt hafi áunnist og ýmis árangur náðst en það breytir því ekki að áfram skal haldið og hvergi slakað á. Það er nefnilega þannig að ný nálgun og óhefðbundin leið þarf alltaf að sanna sig og við sem sinnum starfinu þurfum alltaf að „vera á tánum“ til að halda þessari sjálfsögðu nálgun inni ef má orða það svo. Bæði Alþjóðaheil- brigðismálastofnunin WHO og Sameinuðu þjóðirnar hafa bent á í mörg ár að nauðsynlegt sé að breyta nálgun geðheilbrigðis- kerfa. Lagt hefur verið til að einingar séu minni, að það sé auðveldara að nálgast þjónustu á forsendum notandans, að vinna eigi að bata en ekki sjúkdómsvæða tilfinningar og þján- ingu. Einnig hefur verið sterklega bent á að geðlyfjanotkun geti reynst fjötur um fót í bataferlinu og áfram mætti lengi telja. Sjúkdómsvæðing í okkar geðheilbrigðiskerfi er mjög sterk og það hallar enn ansi mikið á þegar fjármagni er útdeilt til annarra leiða. Annarra leiða sem eru þó ódýrari, skila oft meiri árangri og byggja fremur á áherslum einstaklings og fjölskyldu en Fyrirlestur Dan Fisher hjá Hugarafli í maí 2023. Opnunarhátíðarkaka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.