Iðjuþjálfinn - 2023, Síða 40

Iðjuþjálfinn - 2023, Síða 40
Iðjuþjálfinn I Fagblað iðjuþjálfa I 1. tölublað 2023 40 áherslum kerfisins. Þess vegna hefur Hugarafl undanfarin 20 ár starfrækt batamiðaða þjónustu utan hefðbundins kerfis fyrir þá sem leita sér aðstoðar vegna geðrænna áskorana. Því miður er það svo að það fjármagn sem er sett í árangursríkt úrræði Hugarafls er þó skammarlega lágt og það verður að breytast. Það er margfalt ódýrara fyrir samfélag okkar að efla óhefðbundið starf eins og Hugarafls þar sem lögð er áhersla á bata og valdeflingu, opið úrræði og sveigjanleika. Það fjár- magn sem sett er í hefðbundið geðheilbrigðiskerfi núorðið fer í að viðhalda kerfi sem er á margan hátt úr sér gengið. Eftirspurn Til Hugarafls leita um 800 -1000 manns á ári og á hverjum tíma eru ríflega 200 einstaklingar í virkri þjónustu, endurhæfingu og bataferli. Í Hugarafli fer fram öflugt starf í viku hverri með metnaðarfullri dagskrá sem mótuð er af notendum og fagfólki í sameiningu. Unnið er á jafningjagrunni í öllum hópum og verkefnum. Einnig er hægt að leita einstaklingsstuðnings hjá fagfólki eða jafningjastuðningsaðila. Hópastarf er að mestu leyti notendastýrt og hluti dagskrár er unninn í samvinnu notenda og fagfólks. Sjöundu hverja viku er rýnt í dagskrána, gerð innanhússkönnun á ánægju þátttakenda og ný dagskrá mótuð í samræmi við niðurstöður. Hugsjónirnar eru aldrei langt undan og það að tilheyra vald- eflandi samfélagi Hugarafls skapar samkennd og ómetanlega trú á lífið og tilveruna. Í viku hverri eru félagsfundir Hugarafls á dagskrá. Þeir eru lýðræðisvettvangur félagsmanna og þar gefst m.a. tækifæri til að æfa rödd sína og ákveðni sem er sterkur hluti af batanum. Hugarafl er opið öllum landsmönnum og ekki er gerð krafa um tilvísanir eða sjúkdómsgreiningar. Covid kenndi okkur á fjarfundarbúnaðinn svo fjarlægðir eru ekki lengur hindrun. Viljinn til breytinga, hugsjónin, reynslan og hugmyndafræðin sem lagt var upp með í Hugarafli fyrir 20 árum hefur sýnt fram á að það er löngu kominn tími til að fara frá sjúkdómsvæddu geðheilbrigðiskerfi og inn í aðra nálgun sem byggir á bata og valdeflingu, sjálfræði og sjálfstæði. Árangur Hugarafls er sterkt ákall á breyttar áherslur í geðheilbrigðiskerfinu, komin er reynsla sem við verðum að nýta og undanfarin 20 ár hefur verið farin önnur leið sem má ekki hunsa. Notendaþekking er mikilvægasta leiðarljós sem Hugarafl hefur unnið eftir frá upphafi. Allt starf Hugarafls og þau verkefni sem samtökin hafa unnið eru byggð á reynslu þeirra sem þekkja geðrænar áskoranir á eigin skinni. Notendur hafa reynslu af geðheilbrigðisþjónustunni og vita hvað nýtist í bataferli og hvað ekki. Hugarafl vinnur reglulega að verkefnum sem ýta undir að notendaþekking sé nýtt og jafnframt er ýtt undir nýsköpun og þróun. Hugarafl hefur frá stofnun samtakanna unnið að því að til verði skjólshús (e. safehouse) sem er m.a. opinn valmöguleiki við innlögn þar sem notandi velur aðra leið í bataferli sínu. Í skjólshúsi er starfsfólk allt með reynslu af geðrænum Endurhæfingarteymi TR i heimsókn í janúar 2023. Batafundur hjá Hugarafli, hópastarf.

x

Iðjuþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.