Iðjuþjálfinn - 2023, Qupperneq 52

Iðjuþjálfinn - 2023, Qupperneq 52
VILJI FRAMKVÆMDAGETA UMHVERFI Einstaklingsmiðuð nálgun, fjölbreytni innan hópsins, virðing og traust, áhugahvöt, trú á eigin áhrifamátt, virkjun viljans, tækifæri til að prófa og val Andleg og líkamleg heilsa og færniþjálfun Traust, sveigjanleiki og samvinna milli mismunandi kerfa Höfundar Frá vinstri til hægri Sigríður Lóa Björnsdóttir, ha190004@unak.is Sara Ósk Níelsdóttir, ha190292@unak.is Andrea Eir Guðmundsdóttir, ha190098@unak.is Ásthildur María Árnadóttir, ha180173@unak.is Fyrir frekari upplýsingar má hafa samband í tölvupósti Úrræði fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára sem hvorki er í námi né vinnu Notuð var aðferðafræði kögunarrannnsókna Arksey og O’Malley (2005). Þessi aðferðafræði felur í sér fimm skref: (1) Rannsóknarspurning sett fram (2) Viðeigandi efni fundið (3) Val á efni (4) Skipulagning gagna, (5) Skipulag, samantekt og framsetning niðurstaðna Rannsóknir sem nýttar voru í greinina fundust með gagnlaleit í EbscoHost og ProQuest og í heimildarskrám greina sem komu fram í leitinni. 13 greinar fundust sem fjölluðu um rannsóknarefnið og voru þær rýndar og þemagreindar. NEET ungmenni eru fjölbreyttur hópur með ólíkar og breytilegar þarfir. Þau þurfa úrræði og íhlutanir sem byggja á sveigjanleika og fjölbreytni, bæði í uppsetningu úrræða og í samskiptum við einstaklinga hópsins. Mikilvægt er að úrræði leggi áherslu á að byggja upp traust í samskiptum milli ungmennanna og þeirra sem veita þjónustuna. Úrræði sem hafa verið reynd og náð árangri byggja mörg á fjölbreyttum leiðum færniþjálfunar og eflingu andlegrar og líkamlegrar heilsu. Niðurstöður gáfu til kynna að lítil fjármögnun til úrræða, óstöðugleiki þeirra og skortur á upplýsingaflæði milli kerfa hafi neikvæð áhrif í veitingu úrræða. Að lokum sýndu niðurstöður að mikil þörf er á rannsóknum í þessum málum, sérstaklega á gagnsemi og árangri úrræða. Heimildir: Arksey, H. og O’Malley, L. (2005). Scoping studies: Towards a methodological framework. International Journal of Social Research Methodology, 8(1), 19 – 32. https://doi.org/10.1080/1364557032000119616 Viðfangsefni rannsóknarinnar eru úrræði fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára sem hvorki er í námi né vinnu. Hópurinn er skilgreindur með faghugtakinu NEET sem stendur fyrir not in employment, education or training. Þessi hópur er í aukinni hættu á félagslegri útskúfun og fjárhagsvanda auk þess sem honum skortir færni til að bæta efnahagslegar aðstæður sínar. Auknar áhyggjur eru hér á landi og erlendis vegna fjölgunar innan hópsins og skorti af fjölbreyttum úrræðum fyrir hann. Viðfangsefnið var nálgast út frá Líkaninu um iðju mannsins (MOHO). Hvaða úrræði eða íhlutunarleiðir hafa verið reyndar til að styðja við líðan, þátttöku og hlutverk ungs fólks sem hvorki er í námi né í starfi? Bakgrunnur Aðferðafræði Niðurstöður Niðurstöðum var skipt niður í þrjú megin þemu byggð á hugtökum úr MOHO. Þemun sem við greindum voru vilji, framkvæmdageta og umhverfi sem hvert um sig hafði nokkra undirflokka. Þessir undirflokkar tengdust allir íhlutunum og framkvæmd þeirra. Átta greinar sýndu niðurstöður tengdar vilja, tíu sýndu niðurstöður tengdar framkvæmdagetu og tólf tengdar umhverfi. Sjö greinar notuðu eigindlega aðferðarfræði, tvær megindlega aðferðarfræði og fjórar við blandaða aðferð. . Umræður

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.