Úrval - 01.04.1965, Blaðsíða 3
1815
Átök stórveldanna um yfir-
ráö, heimurinn var i deiglunni;
en norður við Dumbshaf sat
klerkur og ritaði annál 19. áldar
á sinn skemmtilega hátt.
4. júlí sendi Stefán amtmaður
skarpa ákæru til biskups um van-
rækslu stiptprófasts í embættis-
verkum hans, einkum ungmenna-
fræðslu. Bauð biskup Jóni Konráðs-
syni prófasti á Mælifelli að rann-
saka það inál. Reyndust þá ung-
menni betur uppfrædd en búist
var við, en til húsvitjana og ann-
arra ferða um sóknina sýndist,
þá 78 ára gamall, eigi fær, með
því hann átti enga hestnefnu, eng-
in reiðtýgi og eigi nauðsynlegan
klæðnað til þess að skýla kroppn-
um með. — Manntal á íslandi var
47,982.
(Annáll Nítjándu aldar. Safna&
hefur:
Sjera Pjetur Guðmundsson frá
Grimsey.)
Úrval
Útgefandi: Hilmir h.f., Skipholti
33, Sími 35320, P.O. Box 533, Rvík.
Ritstjórn:
Gísli Sigurðsson,
Sigurpáll Jónsson (ábm.),
Vilhjálmur S. Vilhjálmsson.
Auglýsingastjóri:
Gunnar Steindórsson.
Dreifingarstjón:
Óskar Karlsson.
Afgreiðsla:
Blaðadreifing, Laugavegi 133,
Sími 35320.
Káputeikning:
Halldór Pétursson.
Prentun og bókband:
Hilmir h.f.
Myndamót:
Rafgraf h.f.
Uppsetning:
Jón Svan Sigurðsson.
Kemur út mánaðarlega. - Verð ár-
gangs kr. 400,00, í lausasölu kr. 40,00