Úrval - 01.04.1965, Blaðsíða 123
FJÓRIR GEGN ENGLANDSBANKA
121
jakka og brúnum yfirfrakka,
fremur víðum.
Ástæðuna fyrir því, að Austin
var álitinn meira en áratug eldri en
hann var í raun og veru, má ef til
vill rekja til þeirraiNstaðreyndar,
að hann hafði viljandi reynt að
sýnast eldri og þroskaðri en hann
var í raun og veru. En önnur atriði
persónulýsingarinnar lýsa honum
aðeis á mjög óljósan hátt. En fals-
anirnar vöktu slikan úlfaþyt meðal
almennings, að persónulýsingin
gilti að heita mátti einu, þar eð
horft var nú á flesta Ameríkumenn
í Lundúnum af tortryggni mikilli.
Á mánudagskvöldið var þegar
búið að yfirheyra Green klæðskera
í Savile Row og rekja slóðina til
hins uphaflega heimilisfangs Ame-
ríkumannsins i 21 Enfield Road i
Haggerstone (en þangað hafði hinn
nýi klæðnaður Austins verið send-
ur). Leynilögreglumennirnir höfðu
þegar komizt að því, að auk Noyes
höfðu a.m.k. tveir aðrir menn átt
aðild að svikum þessum. Og þetta
álit þeirra staðfestist, þegar Fran-
cis Herold, forstjóri St. James’s
Place hótelsins skýrði frá því, að
á hótelinu hefði búið Amerikumað-
ur, er gekk undir nafninu Macdonn-
ell höfuðsmaður og hafði hegðað sér
heldur grunsamlega. Annar leyndar-
dómsfullur Ameríkumaður hafði
heimsótt hann mjög oft. Leynilög-
reglumenn flýttu sér til þessa heim-
ilisfangs og komust þá að því, að
þaðan hafði Macdonnell farið fyrir
fullt og allt fyrir aðeins nokkrum
timum. Er þeir leituðu vandlega í
öskunni i arninum í herbergi hans,
fundu þeir samanvöðlaðan þerri-
pappír, og á honum tókst þeim loks
að lesa einstök orð og orðasambönd,
svo sem .... „Samþykktur ....
greiðist. . . . Ranki Belgíu og Hol-
lands.'... Tíu þúsund...." enn
fremur ýmis önnur orð og undir-
skriftir, sem bentu óvéfengjanlega
til tengsla við víxlafalsanirnar. 500
sterlingspunda verðlaunum var taf-
arlaust heitið hverjum þeim, er
fyndi George Macdonnell.
Þegar Mac yfirgaf St. James’s
Place hótelið, flúði hann til her-
bergis vinstúlku sinnar, er bjó í
Pimlico. Hún hét Daisy Grey og
var afgreiðslustúlka við vínskenk-
inn í kránni „Tyrkneski divaninn".
Hann virðist liafa haft í hyggju
að taka hana með sér til Ameríku,
því að hann keypti tvo miða með
hafskipinu „Perú-maðurinn“, sem
sigla skyldi til New York þ. 6.
marz .Hann sendi Daisy til Liver-
pool og átti hún að bíða hans þar.
Á meðan sendi hann tösku á
skipaafgreiðsluna með eftirfarandi
merki:
Geo. Matthews major,
c/o Atlantic Express Co.,
57 Broadway, NEW YORK
Innihald: Notaður fatnaður eig-
anda.
GEYMIST ÞAR TIL VERÐUR
SÓTT.
Sendandi: Charles Lossing,
Tunbridge Wells,
Iíent, ENGLAND
Innan í þessum óhreina fatnaði
voru geymd bandarísk skuldabréf,
sem námu samtals 225.000 dollurum.
Mac reyndi að komast á fund ást-
meyjar sinnar sem hann hafði mælt
sér mót við í Liverpool, en þegar