Úrval - 01.04.1965, Blaðsíða 54
52
ÚRVAL
hún að tilkynna þetta lækni sínum,
jafnvel þótt hún hafi áður haft sam-
neyti við slíka sjúklinga. Hann mun
geta séð, hvort þörf er á, að nokkr-
ar ráðstaí’anir séu gerðar.
Með þvi að sprauta „gammaglo-
bulini“ í konuna á vissu tímabili
má koma í veg fyrir sjúkdóminn.
Þessi aðferð hefur þó stundum
ekki borið ótvíræðan árangur. En
nú, þegar veirurnar hafa nýlega
fundizt, er hægt að prófa varnar-
mátt „gammaglobulinsins“ og þvi
cr hægt að vænta ótvíræðari árang-
urs af aðferð þessari i framtíðinni.
Gruni konu, að lnin liafi fengið
rauða hunda á fyrstu mánuðum
meðgöngutímans, verður luin að
tilkynna það lækni sinum tafar-
laust. Sjúkdómurinn getur verið
mjög væg'ur, flekkirnir daufir og
litlir eða jafnvel alls engir. En hann
mun samt vilja skoða hana, því
að ýmsir aðrir kvillar, alls konar
upphlaup og flekkir vegna eitrunar,
ofnæmis eða annarra veirusjúk-
dóma, geta oft og tíðum likzt rauð-
um hundum mjög mikið. Og þá get-
ur læknirinn oft fullvissað konuna
um, að fóstrið sé ekki í neinni
hættu. En komist hann að þeirri
niðurstöðu, að hún hafi í rauninni
fengið rauða hunda á fyrstu mán-
uðum meðgöngutímans, þá kemur
það til grcina að athuga, hvort til
greina komi að binda endi á
þungunina með skurðaðgerð, þótt
um mikla tregðu lækna gagnvart
slikum aðgerðum sé reyndar að
ræða.
Læknar eru ekki alveg á sama
máli í þessu efni. Sumir álita, að
möguleikarnir á þvi, að barnið
verði alheilbrigt, séu svo miklir,
að fóstrinu ætti að verða leyft að
ná fullum þroska. Einnig álíta þeir,
að framtíðarhorfur barns, sem fæð-
ist með líkamsgalla af völdum
rauðra hunda, hafi batnað stórkost-
lega vegna framfara í skurðlækn-
ingum og sjúkdómsgreiningu heyrn-
arlausra ungbarna. Um þetta segir
einn læknir á þessa leið: „Skylda
okkar er að reyna að draga úr lík-
amsgöllum barnsins, en ekki að
binda endi á líf j)ess.“ Aðrir lækn-
ar eru á þeirri skoðun, að kvíði
hinnar verðandi móður vegna
mögulegrar fæðingar barns með
alvarlega likamsgalla kunni að eyði-
leggja heilsu hennar. Þcir álíta,
að þetta eitt réttlæti það, að endi
sé bundinn á þungunina og stofn-
að sé til annarrar í hennar stað
við heppilegri kringumstæður. Það
er engin gullvæg regla til, hvað
þetta vandamál snertir. Þetta er
eitt af hinum miklu vandamálum
læknavísindanna.
Um slíkt vandamál væri alls ekki
að ræða, ef allar konur væru ó-
næmar fyrir rauðum hundum. Ef
til vill stuðla ýmsir eðlilegir þætt-
ir að j)ví nú á dögum, að svo megi
verða. Vaxandi íhúafjöldi horganna
eykur möguleika stúlkna á því, að
þær fái rauðu hundanna snemma
ævinnar, sem geri þær ónæmar
fyrir þeim síðar á ævinni. Nú þegar
fá flestar telpur þá, þvi að rauðir
hundar eru aðallega barnasjúkdóm-
ur. Og er skólar stækka og skóla-
timi lengist, er líklegt, að færri
telpur komist undan sýkingu og að
æ færri konur verði þannig næmar
fyrir þeim á barneignaaldri.