Úrval - 01.04.1965, Blaðsíða 22
20
URVAL
ann og takir stökkið át i annan
stærri heim. Þú munt hafa ánægju
af að kanna hann og jafnframt læra
að þekkja sjálfan þig. Þegar þú svo
ert fullvaxta, verður þú reiðubúinn
að kvænast sannri og góðri konu,
en ckki aðeins einhverjum æsku-
draumi.
Sérfræðingur i hjálp í viðlögum var að kenna skátastúlkum hjálp
i viðlögum og spurði þær meðal annars eftirfarandi spurningar: „Hvers
vegna ber skurðlæknir grisjugrímu l'yrir andlitinu, á meðan hann er
að skera upp?“
Ein lítil stúlka svaraði á þennan hátt: „Svo að sjúklingurinn viti
ekki, hver er hinn seki, ef þetta fer allt i handaskolum hjá lækninum."
Manni einum í St. Louis gramdist óskaplega Þessi venjulega spurn-
ing símaafgreiðslustúlkna og einkaritara: „Hvert er erindi yðar við
hann?“ er hann vildi ná tali af forstjórum og framkvæmdastjórum.
Hann hefur nú hugsað upp svar, sem tryggir honum tafarlaust sam-
band við forstjórana og framkvæmdastjórana. Svarið hljóðar svo: „Ég
vil fá að vita, hvað hann hefur verið að gera við konuna rnína!"
The Insider’s Newsletter
SAMTÖL MET) HJÁLP ÓSÝNILEGRA LJÓSGEISLA
Nú er hægt að eiga leynileg samtöl með hjálp ósýnilegra Ijósgeisla
milli stöðva, sem eru í allt að 10 mílna fjarlægð.
Fyrirtækið Raytheon Co. í Bandaríkjunum hefur nú þegar fram-
leitt „taltæki", sem notar innrauðan ljósgeisla, sem er ekki breiðari
en blýantur, og þessi ljósgeisli myndar nokkurs konar „símalínu". Bú-
izt er við, að aðferð þessi komi að góðu gagni í hernaði, starfi lög-
reglunnar og á ýmsum fleiri sviðum.
Tæki þetta vegur um 10 pund og getur leyst ýmis fjarskiptavanda-
mál í geimskotstöðvum, á flugvöllum og þeim stöðum, þar sem spreng-
ingar fara fram, þ. e. alls staðar þar sem útvarpstruflarir kynnu að
hafa slæm áhrif á rafeindatækni og valda hættu. Olíufélög geta þann-
ig haft einkasamband við olíuborpalla á hafi úti. Skógarverðir geta
notað tæki þessi til þess að gefa skýrslur frá varðstöðvum sínum á
fjallstindum.
Tæki þessi er hægt að nota nótt sem dag í hvers konar veðri. Þau
breyta hljómum mannsraddarinnar í innrauða geisla og senda geislann
síðan til móttökustaðarins. Þar breytir annað tæki geislunum siðan í
hina upprunalegu hljóma raddarinnar.
Geislinn, sem ber samtalið, er svo mjór, að það er sem sagt ómögulegt
að trufla hann eða „hlera" samtalið, sem hann flytur.
Science Horizons