Úrval - 01.04.1965, Blaðsíða 18
16
ÚRVAL
kynbótum og árangurinn hefur
komiö í ljós í stærri og þyngri dýr-
um. En afstaða asnans til mannsins
hefur ekkert breytzt við kynbæt-
urnar. Asninn lieldur áfram aö vera
eins og þögull heimspekingur, sem
einn liefur þá sérstöðu að hafa ráð-
ið dularrúnir tilverunnar.
HEILSUFARSLEGAR RÁÐGÁTUR
Hví má svo vera, að of hár blóðþrýstingur, sem er eitt helzta merkið
um hjartasjúkdóma, er töluvert algengari hjá Zulubúum bæja og borga
en hjá Zulubúum úti á landsbyggðinni?
? ? ?
Hvað er það við líferni Norðmanna, sem gerir það að verkum, að
þeir eru langlífastir allra jarðarbúa, en þar verða karlmenn að meðal-
tali 71.1 árs gamlir?
? ? ?
Hvers vegna hafa tannskemmdir verið næstum óþekktar í Grikk-
landi allt frá dögum Periklesar til vorra daga?
? ? ?
Hvers vegna sýkjast börn auðugra foreldra oftar af blóðkrabba en
börn hinna fátæku?
? ? ?
Yfir hvaða leyndardómi búa bandariskir Indíánar, sem megi skýra
þá staðreynd, að á 8.287 röntgenmyndum, sem teknar voru af ættflokk-
einum árin 1954—1960, sást ekki allra minnsti vottur af lungnakrabba,
en hér er um mikið frávik að ræða, ef miðað er við aðra íbúa Banda-
ríkjanna?
? ? ?
Hvers vegna hættir fólki á suðlægum slóðum fremur við maga-
krabbameini en fólki, er lifir á norðursvæðum jarðar?
? ? ?
Hvaða menningarlegir eða veðurfarslegir þættir hafa þau áhrif, að
5.200 franskir vínneytendur af hverjum 100.000 eru ofdrykkjusjúkl-
ingar, en tilsvarandi tala er 500 af hverjum 100.000, hvað nágrannana
á Itaiíu snertir?
? ? ?
Hvaða sérstakar aðstæður eru fyrir hendi í Suður-Afríku, þar sem
mest er um vindlingareykingar í öllum heiminum, sem geti skýrt Þá
furðulegu slaðreynd, að fjöldi lungnakrabbameinssjúklinga þar er
meira en hálfu minni en hann er í Bretlandi?