Úrval - 01.04.1965, Blaðsíða 7

Úrval - 01.04.1965, Blaðsíða 7
TVÍSÝNT ÚTLIT — ÓKUNN ORSÖK 5 Undir dögun rankaði Ricliard úr dáinu í eins konar hálfmók og þá rann á hann óráð. Ef hann sofnaði stundi hann og kveinkaSi sér, og þegar hann vaknaði, barðist hann við hjúkrunarkonurnar og fullyrti að þær væru að reyna að drepa sig. Nærandi og styrkjandi vökvi og lyf voru stöðugt látin drjúpa gegn- um slöngu og holnál, sem stungið var í æð á ökkla hans. Klukkan sex um kvöldið virtist hann ofurlítið betri. Hitinn hafði lækkað úr 39,5° í 38,4°, og óráðið minnkaði. Samt voru læknarnir i vandræð- um, þeir höfðu enga skýringu fund- ið enn. Klukkan 8 V2 um kvöldið var enn tekin Röntgenmynd af handleggnum. Grunurinn beindist nú fyrst og fremst að beinígerð. Hún mundi skýra bæði bólguna og hitann. En beinafræðingarnir gátu ekki komið auga á neina skemmd á myndunum af beinum Richards. Og þeir urðu að hafa fulla vissu, hvort um beinigerð væri að ræða, annars gætu þeir ekki gefið nógu risastóra skammta af fúkalyfjum — þar sem þau geta haft hættuleg aukaáhrif. Alla þessa nótt var hafður ísbakst- ur við handlegginn á Richard. Næsta dag voru teknar myndir af lungum hans og hjarta, mjaðma- grind og mjöðmum og grandskoðað- ar af sérfræðingum. Ekkert óeðli- legt fannst. Holliston læknir vitj- aðin Iians á hverjum klukkutíma allan sólarhringinn. Hann hafði fleiri sjúklinga, en Richard gekk fyrir öllum öðrum. Á þriðja degi var Richard tölu- vert betri, Hinir geysistóru skammt- ar af kröftugum lyfjum virtust hafa bjargað lífi hans — í bili. Hann bað um góða máltíð, og þegar for- eldrar hans komu í heimsókn, hló hann og þau hlógu og grétu af á- nægju. En læknarnir voru samt ekki ánægðir. Líkamshitinn hjá Rich- ard komst enn upp i 39. Á með- an þeir vissu ekki hver var orsök sjúkdómsins gátu þeir ekki annað gert en „barizt við sjúkdómsein- kennin“, reynt að draga úr bólg- unni á handleggnum og lækka liit- ann, án þess að geta útrýmt sjálfri orsökinni. Á hverri stundu gat orð- ið breyting til hins veraa -— og hún gat orðið banvæn. í rannsókn- arstofum út um alla sjúkrahúsbygg- inguna voru nú alls konar tilrauna- glös í tugatali, merkt „Richard Main‘. En orsökin fannst ekki. Á níunda degi hans í sjúkrahús- inu, gat Richard þess við eina hjúkrunarkonuna, nánast af til- viljun, að hann sæi tvöfalt. Það var fyrsta nýja vísbendingin, sem fengizt hafði, síðan hann var lagð- ur inn. Áður en klukkustund var liðin, var augnsérfræðingur búinn að rannsaka Richard, og hann fann einliverja veiklun í 6. höfuðtaug- inni. Þá reis sú alvarlega spurning, hvort um væri að ræða ígerð eða æxli i heilanum, og hann var rann- sakaður á ný af heilaskurðlækni. „Hugsanlega smitun í heilaskemmd verður að taka til athugunar," krot- aði Holliston læknir á sjúkraskrá Richards. Daginn eftir var gerð mænfi stunga á Richard og mænuvökvi tekinn til rannsóknar, tekin Rönt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.