Úrval - 01.04.1965, Blaðsíða 23
Eftir A. Gudimov.
Bifreiðareigandi í Rússlandi
„Loksins þegar ég fékk mjja bílinn,
þá fgrst byrjnðu vandræði mín.“
Ð LOKUM eftir margra
|| ára bi tS var mér til-
^ kynnt, að nýi billinn
>9 minn væri tilbúinn til
afhendingar. AS taka
við nýrri bifreið i Rússlandi er
ekki alveg hið sama og i Banda-
ríkjunum.
Sá, sem kaupir nýjan bil, fær
leiðbeiningabók með honum, sem
hefst með hvetjandi formála: „Les-
ið þessi fyrirmæli vandlega er þér
hafið tekið við bifreið yðar.“ Ég
las leiðbeiningabók mína, og öll
tækniboðorðin, tvisvar, og kynnt-
ist því, að hornsteinninn að réttri
umhirðu bifreiðarinnar er reglu-
leg athugun á henni, einkum hinar
vel þekktu 1. og 2. hæfingar eða
prófanir. Bifreið krefst sérstakrar
meðferðar. Fyrsta hæfing er fólg-
in i þvi að skipta um smurnings-
olíu eftir 300 mílna akstur, sam-
kvæmt leiðbeiningabókinni.
í kaflanum varðandi 1. prófun
segir, að „athugaðir skulu hverfi-
liðir og skrúfboltar á krögum hert-
ir. Þess skal gætt, að ekkert los sé
i framhjólalegum.“
„Hvar eru þessir hverfiliðir?"
Ég brýt heilann ákaflega, leita
spjaldanna á milli í leiðbeininga-
bókinni, en þreifaði fyrir mér undir
bílnum þess í milli. „Hvernig eru
framhjólalegur prófaðar? Hvar eru
kragarnir?“
„Nei,“ hugsa ég, „þessar prófanir
get ég ekki framkvæmt sjálfur. Þetta
er ekki nógu skýrt í bókinni.“ Ég
ákveð að fara með bílinn á bifreiða-
verkstæði.
Það eru niu bifreiðaverkstæði
í Moskvu. Verkstæði nr. 2 er við
götuna Izmailovsky Ave. Þetta verk-
stæði er opið aðeins frá kl. 8 f.h.
til kl. 6 e.h. Ég hringi lil annarra
verkstæða, en fæ þar sama svar.
Ég verð þvi að vera frá vinnu, ef
ég á að fá prófun nr. 1.
Ég hið framkvæmdastjóra verk-
stæðisins að skrifa mig niður, svo
að ég geti fengið prófun nr. 1.
„Ómögulegt," svarar hann. „Ég
g'et ekki troðið yður inn, fyrr en
í lok mánaðarins. Við erum á kafi
— Ekonomicheskaya Gazeta (Moskva) —
21