Úrval - 01.04.1965, Blaðsíða 81
MARGRÉTAR SAGA OG FERILL HENNAR . ..
79
vélræði djöfulsins, sem stundum
gengur réttur, stundum hlykkjóttur
að spilla mannkynsins sáluhjálp.
Saman skrifað anno 1627 af Guð-
mundi Einarssyni". Prófasturinn í
Snæfellsnessýslu, Guðmundur Ein-
arsson, ritaði Hugrás gegn Fjanda-
fælu og göldrum Jóns Guðmunds-
sonar lærða (1574—1658), en hann
fékkst um hær mundir víð að kenna
mönnum á Snæfellsnesi galdur, að
sögn Guðmundar. Séra Guðmundur
segist styðjast við tvö afrit af
galdrakveri jóns lærða i ádeilu-
riti sínu. Þetta kver mun nú glatað,
en af tilvitnunum séra Guðmundar
í ]>að verður nokkuð ráðið í efni
]>ess. Þar er kal'li, sem hann nefnir
blóðstemmubók, en um hana farast
lionum svo orð: ,,. . . .lausnarbókin
með öllum sínum stöfum, reglum,
inntökum og excipitur, einkum að
binda þetta við lærið á jóðsjúkri
kvinnu: Anna peperit Mariam,
Maria Christum, Elizabet Johannem
Cilicium, Remigium, Eorum dat
salutario et redemptio, quando
parias filium tuum hæc fæmina,
og lesa þar eftir Margrétarsögu in
nomine Patris, Filii et spititus
sancti“ (9, 128.—129. hls.). Hér
er Margrétar sögu ætlaður kraftur
til að leysa barn frá konu, og til
hins sama eiginleika bendir það,
að í AM 431,12mo. kemur næst á
eftir Margrétar sögu „lausn yfir
jóðsjúkri konu“, og eru kaflar þar
nær samhljóða því, er segir í galdra-
kverinu, að bindast skuli við lær
konunni (sjá .10, 89. og 90. bls.).
Og á eftir sögunni í Am. 433 c, 12
mo kemur: sator arepo tenet opera
rotas, sem einnig er lausn. Enn-
fremur er í elztu handritunum af
Margrétar sögu gefin fyrirheit um,
að í því húsi, er geymi söguna, verði
ekki fætt dautt harn eða lama.
Af framansögðu verður ljóst, að
Margrétar saga var álitin búa yfir
krafti til að varðveita móður og
harn í erfiðum fæðingum. Mér er
ekki kunnugt um slíkan átrúnað
á söguna meðal annarra þjóða en
íslendinga, en v. Hovorka og Kron-
feld geta þess, að í Oberland hafi
þótt gott að láta vígða liluti undir
kodda konu með jóðsótt og ákalla
heilaga Margrétu (II, 556). Einnig
geta þeir um lausnarbelti heilagrar
Margrétar. Það var klútur eða band,
sem bundið var um lendar sæng-
urkonunni í nal'ni heilagrar lirenn-
ingar og konan síðan látin rembast
og ákalla hina helgu mey (II, 615).
En sögunnar sjálfrar er ekki sér-
staklega við getið, og yfirleitt var
það María guðsmóðir, sem leitað
var til vegna kvenna í barnsnauð,
og svo var það í skandinavisku
löndunum, sbr. Gotfredsen, Möller-
Christensen og Reichborn-Kjenne-
rud.
Svo er að sjá, sem trúin á Mar-
grétar sögu við barnsburð hafiverið
sérstakt íslenzkt fyrirbæri, upprunn-
ið í kaþólskum sið á íslandi, en
haldizt síðan við þar löngu eftir
siðaskiptin. Ég kem að minnsta
kosti ekki auga á aðra aðgengilega
skýringu á hinum mikla fjölda
handrita af sögunni úr lútherskum
sið.
Það kann að þykja einkennilegt,
að ekki sé getið um „dautt barn
né lama“ í Reykjavíkurútgáfu Mar-
grétar sögu, hafi hún einnig á síð-