Úrval - 01.04.1965, Page 81

Úrval - 01.04.1965, Page 81
MARGRÉTAR SAGA OG FERILL HENNAR . .. 79 vélræði djöfulsins, sem stundum gengur réttur, stundum hlykkjóttur að spilla mannkynsins sáluhjálp. Saman skrifað anno 1627 af Guð- mundi Einarssyni". Prófasturinn í Snæfellsnessýslu, Guðmundur Ein- arsson, ritaði Hugrás gegn Fjanda- fælu og göldrum Jóns Guðmunds- sonar lærða (1574—1658), en hann fékkst um hær mundir víð að kenna mönnum á Snæfellsnesi galdur, að sögn Guðmundar. Séra Guðmundur segist styðjast við tvö afrit af galdrakveri jóns lærða i ádeilu- riti sínu. Þetta kver mun nú glatað, en af tilvitnunum séra Guðmundar í ]>að verður nokkuð ráðið í efni ]>ess. Þar er kal'li, sem hann nefnir blóðstemmubók, en um hana farast lionum svo orð: ,,. . . .lausnarbókin með öllum sínum stöfum, reglum, inntökum og excipitur, einkum að binda þetta við lærið á jóðsjúkri kvinnu: Anna peperit Mariam, Maria Christum, Elizabet Johannem Cilicium, Remigium, Eorum dat salutario et redemptio, quando parias filium tuum hæc fæmina, og lesa þar eftir Margrétarsögu in nomine Patris, Filii et spititus sancti“ (9, 128.—129. hls.). Hér er Margrétar sögu ætlaður kraftur til að leysa barn frá konu, og til hins sama eiginleika bendir það, að í AM 431,12mo. kemur næst á eftir Margrétar sögu „lausn yfir jóðsjúkri konu“, og eru kaflar þar nær samhljóða því, er segir í galdra- kverinu, að bindast skuli við lær konunni (sjá .10, 89. og 90. bls.). Og á eftir sögunni í Am. 433 c, 12 mo kemur: sator arepo tenet opera rotas, sem einnig er lausn. Enn- fremur er í elztu handritunum af Margrétar sögu gefin fyrirheit um, að í því húsi, er geymi söguna, verði ekki fætt dautt harn eða lama. Af framansögðu verður ljóst, að Margrétar saga var álitin búa yfir krafti til að varðveita móður og harn í erfiðum fæðingum. Mér er ekki kunnugt um slíkan átrúnað á söguna meðal annarra þjóða en íslendinga, en v. Hovorka og Kron- feld geta þess, að í Oberland hafi þótt gott að láta vígða liluti undir kodda konu með jóðsótt og ákalla heilaga Margrétu (II, 556). Einnig geta þeir um lausnarbelti heilagrar Margrétar. Það var klútur eða band, sem bundið var um lendar sæng- urkonunni í nal'ni heilagrar lirenn- ingar og konan síðan látin rembast og ákalla hina helgu mey (II, 615). En sögunnar sjálfrar er ekki sér- staklega við getið, og yfirleitt var það María guðsmóðir, sem leitað var til vegna kvenna í barnsnauð, og svo var það í skandinavisku löndunum, sbr. Gotfredsen, Möller- Christensen og Reichborn-Kjenne- rud. Svo er að sjá, sem trúin á Mar- grétar sögu við barnsburð hafiverið sérstakt íslenzkt fyrirbæri, upprunn- ið í kaþólskum sið á íslandi, en haldizt síðan við þar löngu eftir siðaskiptin. Ég kem að minnsta kosti ekki auga á aðra aðgengilega skýringu á hinum mikla fjölda handrita af sögunni úr lútherskum sið. Það kann að þykja einkennilegt, að ekki sé getið um „dautt barn né lama“ í Reykjavíkurútgáfu Mar- grétar sögu, hafi hún einnig á síð-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.